Kántríbær WI 3
Hægra megin við Partýbæ
Leiðin er þrjú megin höft, með tveim minni höftum. Þetta er fín leið til að æfa sig í að leiða. Höftin öll í styttri kantinum. Fyrsta haftið er þægilegt. við tekur svo snjóbrekka upp að einu af minni höftunum. Þaðan er svo enn lengri snjóbrekka að pínulitlu hafti, sem líklega fer á kaf í snjó ef það er meiri snjór. Það leiðir svo að aðalhaftinu sem er ca 15m. Þegar komið er uppúr því sést lokahaftið. það er áberandi brattast, en frekar stutt.
Einfaldast er að síga niður úr leiðinni, 3 spannir ca 150 metrar.
FF: Gunnar Ingi Stefánsson og Þórður Aðalsteinsson, 3. febrúar 2018
Crag | Breiðdalur |
Sector | Múlaklettar |
Type | Ice Climbing |
Markings |