Ísalp leiðin WI 4

Leið númer 15.

100 m. 2-3 spannir
Ísstallar með lóðréttum höftum. Þegar leiðinni er lokid Þarf að hliðra eftir syllu í miðjum klettaveggnum. Þessi hliðrun er varasöm og leiðin því ekki ráðleg byrjendum.

FF: Árni Eðvaldsson, Ólafur V. Birgisson og Þorvaldur Þórsson, 4. mars.1995.

Crag Glymsgil
Type Ice Climbing
Markings

30 related routes

Jaws of Glymur WI 5

Winter 2023 was unusually cold; it was the coldest winter in southwest Iceland for a hundred years. This created unique conditions in the canyon below Glymur and for the waterfall itself. On January 17th that year, an Icelander living in Italy and an Italian living in Iceland ventured into the canyon with a mission to climb any of the established sought-after routes in this magnificent setting. However, due to the unique conditions and the old pencil-drawn topos on isalp.is being extremely confusing, they ended up climbing a new route. During the climb they thought they might be on Sacrifice (WI5+) or a variation of Draumaleiðin (WI5+) but it turned out to be neither. 

It became apparent that this section of Glymur hadn’t been climbed before. Watching  old videos and pictures the reason was also apparent – that section was never frozen. Instead, it was a booming waterfall with ice on both sides. Sacrifice is to the left of this flow while Draumaleiðin is on the right side, and even further right – since it goes up the canyon wall on the right and climbers will top out on the south side of the canyon.

For the first half the new route goes up towards the jaws of Glymur – where the flow is strongest. This part contained a full pitch of overhanging cauliflower ice formations with tricky protection. It was full commitment climbing requiring ice climbing in all three dimensions. In keeping with the mouth analogy the ice formations resembled the crooked teeth of an enormous giant. For the second half the waterfall was still partially open so the route veers to the right of the main flow to avoid the spray. In Icelandic the name is “Gin Glyms”, since gin means open mouth in Icelandic and alliteration is cherished by the natives. Gin & tonic may also have played a part in the naming.

(more…)

Serial Hunter WI 4

Single pitch route in a very cool canyon.

Approach: park the car by Glymur park and walk back to the gate of the summerhouses 100m before. Walk the road and take the right brach. next to the houses there are 2 option: or follow the canyon up to the waterfall or go on the left and then by the place, lower on the slope towards the route. If you stay on the right of the canyon going up then you need to go over the route, find a place to cross the stream and then lower and by the slope get into the canyon.

The top part of the route is visible from the road, so easy to check if in condition or not.

 

FA: Matteo Meucci and Kasper Solveigarson 16/01/2023   WI4 25m

Hvalur 2 -afbrigði WI 5

After the second pitch of the route we went left because the pillar wasn’t connected.

First 20m on mix terrain with poor protection then a dihedral and then steep ice all the way.

One full pitch to get to the ledge, then 2 more to get out. first we went on the gully on the left and then we exit on route N8.

green line

Svartagjárfoss WI 4

Route in the bottom of Svartagjá in Botnsdal, close to Glymsgil

Excellent route which deserves more visits.

The route starts with a short step, WI3, which leads into the canyon. Walk up the rocky canyon takes you to a 60 meter tall waterfall, WI4. The route can be climbed in two 30 meter pitches with a nice belay in a small cave on the right.

Pictures from an attempt of the route can be found here.

FA. Unknown.

Photos from Bjartur Týr, 30th December 2020

Stigvaxandi WI 3

Leið í áberandi gili rétt áður en komið er í sjálft Glymsgilið.

Þegar gengið er eftir gönguleiðinni upp að glym er farið í gegnum helli sem heitir Þvottahellir. Þegar staðið er uppi á brún áður en farið er niður og í gegnum hellinn þá er Stóragil þar beint á móti.

Leiðin byrjar aflíðandi en verður brattari eftir því sem ofar dregur. Fyrir ofan leiðina er bratt kerti sem er ófarið eins og er.

FF: Gunnar Ingi Stefánsson og Illugi Örvar Sólveigarson, desember 2019

Hvalbak WI 4+

Leiðin er fyrir neðan Hvalina þrjá og byrjar fyrir neðan stóru steinana og þrenginguna í gilinu. Séð úr gilinu virðist vera ,,slabb” í leiðinni og er nafnið dregið af því. Leiðin byrjar í sléttum vegg með þunnum ís, ca. 25 m. Þaðan er haldið yfir slabbið að þunnum kertum og flóknum. Leiðin endar í 10m klettum.

FF: Jón Haukur Steingrímsson og Guðmundur Tómasson, 1997, ríflega 2 spannir, WI 4/5

Hlynur WI 5

Leið 10,1

Þeir sigu niður Þrym og klifruðu upp nýja leið fyrir neðan, þ.e. vinstra megin við Þrym sem er nr. 11 í leiðarvísi nr 23. – viðauka. Nýja leiðin, sem þeir nefndu Hlyn, er þriggja spanna og fyrstu tvær voru nokkuð brattar með miklum snjó en sú síðasta var mjög brött með miklu íshröngli. Ekki var hægt að komast beina leið upp á brún vegna þess að ísinn náði ekki niður og klettarnir eru slúttandi síðustu 20 metrana.

FF: Guðmundur Helgi, Páll Sveinsson og Þorvaldur Þórsson, 1. mars 1998, 130m

Sacrifice WI 5+

Leið ekki merkt inn á mynd, hægra megin við leið númer 14

Nýtt afbrigði af Glym. Leiðin er alveg innst inni í kvosinni rétt vinstra megin við Glym sjálfan. Þetta voru rúmlega fjórar spannir og er WI 5+ að sögn Christophe Moulin. Leiðin hlaut nafnið Sacrifice vegna þess að Manu missti af sér hjálminn í annari spönn og öxi eins klifrara sem stóð á brúninni endaði einnig i gilbotninum.

FF: Manu Ibarra og Christophe Moulin, 28, febrúar

Jónas í hvalnum WI 3+

Leið númer 20 á mynd

Leið skammt fyrir neðan leið númer 19, sem sag ein af stuttu ísfossunum
Leiðin er í þröngu gili. Leiðin byrjar á stuttu íshafti 6 -7 m og þaðan upp flata inn að öðru 30m hafti.

FF:  Ívar Finnbogason og Rúnar Óli Karlsson, 19. janúar, 30m

Stolinn draumur M 6

Leiðin er næsta leið til vinstri við leið númer 2. (Spönnin)

30m löng, nær lóðrétt, WI 5 bæði hægra og vinstra afbryggði. Leiðin kemur upp í smá þak áður en hún endar á íslausri og nærri lóðréttri rennu, M6

FF: 14. febrúar 1999, Páll Sveinsson og Guðjón Snær Steindórsson

Stuttir ísfossar WI 4

Leiðir á svæðinu sem er merkt 19. Myndir óskast

Stuttar ísleiðir. Sumar hverjar mjög brattar og erfiðar. Aðkoma getur verið erfið þar sem áin liggur upp við klettana.

Þessar leiðir er sennilega allar búið að klifra en þeim má endilega gefa nöfn og gráður einum og sér.

Laumuspil WI 5

Leið númer 18. Mynd af leiðinni óskast

180-200 m. 4 spannir.
Neðsta leiðin i aðalveggnum. Hún hefst á íslausu eða íslitlu hafti sem er um 15 m 6 hæð. Þaðan er snjóbrekka yfir að fríhangandi kerti neðst í 50 m háum ísfossi.
FF: Dagur Halldórsson og Viðar Þór Hauksson, 24.feb.1995.

Greenpeace WI 5

Leið númer 17, myndin er af efri hluta leiðarinnar

100 m. 2-3 spannir

Leiðin byrjar í 20 m langri snjóbrekku sem leiðir að 5m háu klettahafti með þaki. þaðan
er önnur 20 m snjóbrekka að 60 m háum lóðréttum
ískafla. Leiðin endar eins og leið nr 15. (Ísalp leiðin)

FF: Hallgrímur Magnússon og Páll Sveinsson, 19. feb.1995.

Sea sheppard WI 5

Leið númer 16, Mynd af leiðinni óskast

100 m. 3 spannir
Leiðin byrjar í greinilegu ísmiklu hafti, þá tekur við snjóbrekka sem liggur upp að klettabelti, um 15 m háu, og þaðan eru 50 m í þunnum ís að 10 m háu kerti. Leiðin endar eins og leið nr 15. (Ísalp leiðin)
FF: Dagur Halldórsson og Viðar Þór Hauksson 19. feb.1995.

Ísalp leiðin WI 4

Leið númer 15.

100 m. 2-3 spannir
Ísstallar með lóðréttum höftum. Þegar leiðinni er lokid Þarf að hliðra eftir syllu í miðjum klettaveggnum. Þessi hliðrun er varasöm og leiðin því ekki ráðleg byrjendum.

FF: Árni Eðvaldsson, Ólafur V. Birgisson og Þorvaldur Þórsson, 4. mars.1995.

Draumaleiðin WI 5+

Mynd af leiðinni óskast

Leiðin hefur bara verið klifin einu sinni og þá var sigið inn í gilið ofan frá. Leiðin er í hægri hluta Glyms og yrði þá leið 14,5 í númeraröðinni. 200m

Leiðin byrjar á tveimur auðveldum 4. gráðum og síðan tekur við stutt lóðrétt haft upp til hægri á sillu sem er undir þaki. Þarna verður að hliðra til vinstri heila spönn til að komast framhjá þakinu. Síðan tekur við létt brölt upp skoru upp á næstu sillu fyrir ofan og hliðrað síðan aftur til hægri undir næstu spönn. Næsta spönn er um 50m lóðrétt (á köflum aðeins yfirhangandi) og vantaði um 3m í að ísinn næði saman um 1/3 af leiðinni upp haftið. Þarna er hægt að nota bergtryggingar. Þetta íshaft er lang erfiðasti partur leiðarinnar. Þar fyrir ofan tekur við létt snjóbrölt og hliðrun til hægri framhjá hengjum á brúninni. Leiðin endar við áberandi stein(eða klett) sem er þarna frammi á stapa þar sem stoppað er mjög oft til að skoða fossinn.

Leiðin er upp suðurbarm Glymsgils og er nokkurnvegin beint á móti leið sem kallast Hlynur.

Umsögn um frumferðina á þessari leið má finna í Ísalp ársriti frá árinu 2000

FF. Páll Sveinsson og Þorvaldur V. Þórsson, 10. mar. 1999

Glymur beint af augum WI 5

Leið 14 á mynd

180-200 m. 4 spannir

Leiðin liggur næst Glym upp eftir veggnum, hægra megin við leiðir 12 og 13. Fyrsta spönniner tortryggð vegna úðans frá fossinum. Fyrstu tvær spannirnar eru mjög brattar, við af þeim tekur stutt WI 3 spönn undir lokaveggnum.

FF: Hallgrimur Magnússon, Hörður Magnússon
og Tomas Grønvaldt.

Glymur allur WI 5

Leið 13
180-200 metrar, 4 spannir

Fyrstu tvær spannirnar eru þær sömu og í leið 12. Þaðan er hliðrað upp til hægri og fossinn klifinn á enda. Þriðja spönninn er af 3. gráðu og við af henni tekur lokaveggurinn rúmir 40 metrar.

FF: Dagur Halldórsson og Karl Ingólfsson, 11. feb. 1995.

Glymur originalinn WI 5

Leið 12
150 metrar – 4 spannir

Leiðin liggur lengst til vinstri í Glymshvelfingunni. Eftir tvær spannir er hliðrað til vinstri yfir Þrym og leiðin kláruð hægra megin í þeirri rennu. Fyrsta spönnin er klifruð innst í kverk og í annarri spönn er farið hægra megin við kverkina upp í stans. Í þriðju spönn er svo hliðrað til vinstri undir lóðrétt kerti.

FF: Magnús Gunnarsson, Páll Sveinsson og Þorvaldur Þórsson, 13. Mars 1994.

Þrymur WI 5

Leið 11
150 metrar, 4 spannir

Bein lína innst í gilinu við hlið Glyms. Klifrað er upp kverk fyrstu tvær spannirnar þar sem leiðin opnast og endar samhliða upprunalegu leið Glyms. Leiðin er mjög samfelld og með slæmum tryggingastöðum.

FF: Guðmundur Tómasson og Jón Haukur Steingrímsson, 24. feb. 1995.

Svali WI 4

Leið 10
20 metrar, 1 spönn

Bratt ískerti. Þriðji og síðasti fossinn.

FF. Dagur Halldórsson og Viðar Þór Hauksson, 11 jan. 1995

Garri WI 4

Leið 9
20 metrar, 1 spönn

Ískerti. Fossinn í miðjunni.

FF: Dagur Halldórsson og Viðar Þór Hauksson, 26. des. 1994.

Þorsti WI 4

Leið 8
30 metrar, 1 spönn

Brött stölluð ísleið. Fyrsta leiðin sem blasir við.

FF: Dagur Halldórsson og Viðar Þór Hauksson, 26 des 1994.

Hvalur 3 WI 5

Leið 7
100 metrar, 2-3 spannir

Leiðin er innst í röð þessara þriggja fossa. Leiðin byrjar á bröttu íshafti ca. 10 m. Við af því tekur snjóbrekka undir 50 m frístandandi ískerti. Leiðin endar á syllu hægra megin við Svala. Liggur beinast við að klára leiðina upp SVala eða Þorsta. Einnig er hægt að hliðra eftir syllunni til vinstri og ljúka leiðinni þannig.
Erfiðasta Hvalurinn.

FF: Hallgrímur Magnússon og Páll Sveinsson, 15 feb. 1995.

Hvalur 2 WI 5

Leið 2
100 metrar, 2-3 spannir

Leiðin liggur upp efitr stuttum íshöftum og bröttum ísbrekkum fyrstu 70 m. í lokin er bratt ískerti 25-30 m. Þar endar leiðin á syllu neðan við Svala. Það liggur beint við að klára leiðina upp Svala eð ljúka leiðinni með því að hliðra eftir syllunni til vinstri.

FF: Páll Sveinsson og Þorvaldur Þórsson, 18 feb. 1995.

Hvalur 1 WI 5

Leið 5
100 metrar, 2-3 spannir

Nokkur stutt höft eru fyrstu 50 metrana upp að 50 m háum mjög bröttum fossi. Leiðin liggur upp með kverk og það er klifrað innst í henni. Leiðin endar rétt vinstra megin við Þorsta.

FF: Dagur Halldórsson og Viðar Þór Hauksson, 17 feb. 1995.

Krókur WI 3+

Leið 4
60 metrar, 2 spannir

Auðveldur foss í tveimur samfelldum höftum með litlum stalli á milli, endar í lítilli skál.
Þægileg leið, brött á köflum.

FF. Tómas Grønvaldt Júlíusson, Geir Gunnarsson og Þorvaldur Þórsson, 5 mars 1994.DSC_0189

Kelda WI 3

Leið 3
60 metrar, 2 spannir

Þægileg leið, brött á köflum.

FF: Vetur 1995.

Spönnin WI 4

Leið 2
35 metrar, 1 spönn

Lóðrétt kerti þar sem endatrygging er í tré (NB eina leiðin svo vitað sé sunnan heiða). Aðkoma er auðveld hvort sem er ofan við fossana eða upp með gilinu.

FF. Björn Ólafsson og Þorvaldur Þórsson, 26. des. 1995.

Ísfossar neðst í gilinu WI 3

Leið 1
5-15 metrar

Stuttir æfingafossar. Aðkoma er auðveld hvort sem er ofan við fossana eða upp gilbotninn.

FF: Ekki vitað

Leave a Reply