Hreinir fætur WI 3

Einföld leið upp lækinn í Fúsagili. Aðkoma eftir hefðbundnu gönguleiðinni inn í Bæjarstaðarskóg, þaðan inn með Vestragili og brölt upp úr að Fúsagili. Nokkur höft upp að þriðju gráðu og slatti af léttara brölti. Lítið mál er svo að klára upp á topp Jökulfells með því að klífa skriðuna og nokkur stutt kletta/íshöft ofan Fúsadals. Nafn leiðarinnar kemur ekki til vegna formfagrar fótafærni frumfaranda, heldur sökum tíðra óvæntra fótabaða sem tekin voru á leiðinni.
FF: Tryggvi Unnsteinsson – 10. mars 2023.
Crag | Öræfi, Vestur |
Sector | Morsárdalur |
Type | Ice Climbing |
Markings |