Gljúfur WI 2
Leið sem hefst við einbreiða brú á Hvammsveg rétt við bæinn Gljúfur, innan rauða hringsins. Lagt er austanmegin við brúnna og þar ætti að vera hægt að stíga beint út á frostna ánna. Ef að áin er ekki frosin er megnið af leiðinni sennilega ekki inni og betra að fara í annað verkefni.
Gengið er upp á ánni, hátt í tvo kílómetra. Á leiðinni eru allskonar höft, litlir fossar eða flúðir.
Skemmtilegt rölt/brölt og byrjendavænt ef að áin er vel frosin. Passið að fara hinsvegar virkilega varlega því að það er ekki að spyrja að leikslokum ef einhver fer undir vök með á undir ísnum, því skal aðeins leggja í þessa leið eftir langann frostakafla og heldur halda sig nær eða á bökkum en úti á miðju.
FF: Óþekkt
Crag | Árnessýsla |
Sector | Ingólfsfjall |
Type | Ice Climbing |
Markings |