Gljúfur WI 2

Leið sem hefst við einbreiða brú á Hvammsveg rétt við bæinn Gljúfur, innan rauða hringsins. Lagt er austanmegin við brúnna og þar ætti að vera hægt að stíga beint út á frostna ánna. Ef að áin er ekki frosin er megnið af leiðinni sennilega ekki inni og betra að fara í annað verkefni.

Gengið er upp á ánni, hátt í tvo kílómetra. Á leiðinni eru allskonar höft, litlir fossar eða flúðir.

Skemmtilegt rölt/brölt og byrjendavænt ef að áin er vel frosin. Passið að fara hinsvegar virkilega varlega því að það er ekki að spyrja að leikslokum ef einhver fer undir vök með á undir ísnum, því skal aðeins leggja í þessa leið eftir langann frostakafla og heldur halda sig nær eða á bökkum en úti á miðju.

FF: Óþekkt

Crag Árnessýsla
Sector Ingólfsfjall
Type Ice Climbing
Markings

5 related routes

4. júlí

Leiðin er í Ingólfsfjalli, vestanmeginn við námuna (vinstrameginn). Leiðin er að hluta til í mjög augljósri sprungu í fjallinu sem sést vel frá veginum.

Hægt að keyra að fjallinu með því að fara að námunni og taka vinstri begyju og taka stuttan slóða nær staðnum.

Gengið upp skriðu að sprungunni. Leiðin byrjar hægra megin við sprunguna og er bara brölt. Frekar létt leið með nokkrum litlum höftum.

Þegar maður er kominn upp c.a 50m þá kemur maður inn í sprunguna en það er mjög augljóst að það er annað berg þar. 4 boltar til staðar til að græja stans. Leiðin þaðan er svo c.a 45m upp á topp.

Gott að hafa í huga að fara þegar það er þurrt eða frost. Þar sem fjallið getur verið mjög laust.

FF: Félagar í Björgunarfélagi Árborgar

Ingó WI 3

Austan megin í Ingólfsfjalli. (Talsvert svæði sem kemur til greina)

Ísfoss, 2 spannir. WI 3, 60m

FF: Páll Sveinsson og Guðmundur Helgi Christensen, janúar 1993

Gljúfur WI 2

Leið sem hefst við einbreiða brú á Hvammsveg rétt við bæinn Gljúfur, innan rauða hringsins. Lagt er austanmegin við brúnna og þar ætti að vera hægt að stíga beint út á frostna ánna. Ef að áin er ekki frosin er megnið af leiðinni sennilega ekki inni og betra að fara í annað verkefni.

Gengið er upp á ánni, hátt í tvo kílómetra. Á leiðinni eru allskonar höft, litlir fossar eða flúðir.

Skemmtilegt rölt/brölt og byrjendavænt ef að áin er vel frosin. Passið að fara hinsvegar virkilega varlega því að það er ekki að spyrja að leikslokum ef einhver fer undir vök með á undir ísnum, því skal aðeins leggja í þessa leið eftir langann frostakafla og heldur halda sig nær eða á bökkum en úti á miðju.

FF: Óþekkt

Skjalavörðurinn WI 3

Leið númer 2 á mynd.

Er mjög svipaður og Vindmillan í erfiðleika (Í Vörðufelli), Byrjar bratt c.a 3-4m, verður svo smá stallað með bröttum köflum endar í bröttum ís upp að berg þaki.

FF: Óþekkt

 

Fall er fararheill WI 4

Leið númer 1 á mynd

Er í gili austan til í Ingólfsfjalli. gilið snýr beint að bænum Hvammi. 10 mín ganga úr bílnum.

Oft kertaður að neðan, frekar brotthættur í byrjun vetrar, aðeins ofar þettist hann, tekur svo við kafli sem er oft frekar þunnur endar svo í massífu kerti ofar.

Í fyrstu tilraun við þennan foss fékk Ívar bíl lánaðan hjá mömmu sinni eftir skóla og keyrði sem leið lá að Selfossi til að klifra nýja leið í gili í Ingólfsfjalli. Ívar var einn á ferð og hafði hug á að einfara (sólóa) leiðina. Hann leggur af stað upp ísinn en það fer ekki betur en svo að hann dettur þegar hann er kominn aðeins af stað og fellur niður um 4m. Marinn og lítillega tjónaður staulast hann aftur í bílinn og keyrir heim. Svo kom hann aftur viku síðar til að klára það sem hann hafði byrjað á.

FF: Ívar F í kringum 2000

Leave a Reply