Gasfróði Direct WI 4+
Route number 2 (red)
Er beinasta og fallegasta línan í Grasfróða (vinstra megin við samnefnda leið sem klifin var fyrir 2 árum), 5 mínútna gangur upp frá austustu húsunum á Hofi (Fróðaskeri)
Við klifum leiðina í einni spönn, fyrri hlutinn er sennilega ekki nema 3 gráða, en ofan við miðju hertist róðurinn. Þurfti að komast undan smá slúti til að komast í efsta og lengsta lóðrétta kaflann. Verst var samt að komast yfir brúnina upp úr leiðinni, úr lóðréttum ís í blautan mosa og gras. Ísinn var mjög kertaður, og mikið um húkk frekar en högg.
FF: Einar Rúnar Sigurðsson og Guðmundur Þorsteinsson, 05. jan. 2000, 45m
Crag | Öræfi, Vestur |
Sector | Hof |
Type | Ice Climbing |
Markings |