Garnaflækja WI 3
Rétt áður en komið er að Sauðá eru nokkrar kviltar í fjallshlíð sem vísar í norður.
Þar eru leiðir sem heita Jólakötturinn og Giljagaur. Ágætis klifur með mörgum stöllum milli stuttra en skemmtilegra fossa.
Garnaflækja er í næstu kvilt við Þorskastríðið í austur. (eða vinstra megin þegar horft er á fjallshlíðina) Leiðin var klifruð í aðstæðum þegar var mikill snjór. Þetta er svipað klifur og Þorskastríðið en þó með lengri stalla milli sumra ísfossanna. Á einum stað er stutt brött súla sem mætti kalla krúx leiðarinnar. Annars mjög þæginleg og skemmtileg leið með frábæru útsýni yfir Markárfljótsaurana.
Nafnið kom út frá misheppnaðri tilraun til að síga niður leiðina og vegna langra stalla flæktist línan all svakalega. Frumfarar mæla með að labba niður af leiðinni.
WI3 ca. 100m í heildina.
FF: Bjarni Guðmundsson, Þórir Guðjónsson og Helgi Þorsteinsson, 29. janúar 2018
Crag | Þórsmörk |
Sector | Grettisskarð |
Type | Ice Climbing |
Markings |