Fjarska glaður WI 3

Fjarska glaður

Fjarska glaður, WI3, 50 metrar

Leiðin er í ísrennu sunnan megin í Brynjudal. Blasir við af bílslóðanum þegar komið er nálægt fyrstu trjánum í skógræktinni. Milli Pétur/Óli/Stubbur og Þrándastaða. Gengið er yfir ána og frekar þægileg aðkoma sé hún lokuð.

Þægilegt þriðju gráðu klifur, hægt er að síga niður eða ganga til vesturs. Mjög fínn kostur fyrir þá sem eru að leita að góðum WI3, bæði upp á klifur, aðkomu, staðsetningu og annað.

FF: Haukur Már Sveinsson og Sveinn Friðrik Sveinsson í janúar 2023.

Crag Brynjudalur
Sector Sunnan í dalnum
Type Ice Climbing
Markings

8 related routes

Grasgeiri WI 3

Leið vinstra megin við Ýring sem myndast sjaldan og fer auðveldlega á kaf í snjó.

200+m af klifri, álíka löng og Ýringur.

Leiðin er að megninu til WI 2 en nokkur brattari höft ýta gráðunni upp í WI 3

FF: Rakel Ósk Snorradóttir & Grétar ca 2012

Verkefnastjórn WI 3

Milli Þrándarstaðafossa og Ýrings
Að hluta til falið frá veginum
Við fundum þetta í góðu ástandi eftir að lágþrýstingur bræddi flestar aðrar leiðir í Brynjudal
WI3 klifri lýkur eftir ~30m, hægt að halda áfram upp nokkur stutt þrep en ekki alveg þess virði
Annar skemmtilegur WI3 30m upp gilið hægra megin
FF: Brook Woodman & Jay Borchard 23. Jan 2023

Fjarska glaður WI 3

Fjarska glaður, WI3, 50 metrar

Leiðin er í ísrennu sunnan megin í Brynjudal. Blasir við af bílslóðanum þegar komið er nálægt fyrstu trjánum í skógræktinni. Milli Pétur/Óli/Stubbur og Þrándastaða. Gengið er yfir ána og frekar þægileg aðkoma sé hún lokuð.

Þægilegt þriðju gráðu klifur, hægt er að síga niður eða ganga til vesturs. Mjög fínn kostur fyrir þá sem eru að leita að góðum WI3, bæði upp á klifur, aðkomu, staðsetningu og annað.

FF: Haukur Már Sveinsson og Sveinn Friðrik Sveinsson í janúar 2023.

Of mörg epli WI 2

Of mörg epli, WI2, 25 metrar

Næsta leið austan við Fjarska glaður. Létt haft upp í gil þar sem er möguleiki á nokkrum útfærslum. Auðvelt klifur, fín byrjendaleið.

Mjög auðveld niðurganga fyrir vestan “Fjarska glaður”, aðeins brattara að ganga til austurs og brölta niður, allt í lagi ef það eru góðar snjóaðstæður.

Nöfn þessara tveggja leiða eru í stíl við Pétur/Stubbur/Óli

FF: Haukur Már Sveinsson og Sveinn Friðrik Sveinsson, janúar 2023

Stubbur WI 3

Leið ofarlega og innarlega í suðurhluta Brynjudals

WI 3

 

Óli WI 4+

Leið ofarlega og innarlega í suðurhluta Brynjudals

WI 4+

 

Pétur WI 5

Leið ofarlega og innarlega í suðurhluta Brynjudals

WI 5

 

Ýringur WI 5

Ýringur (WI5, 200-500m) er önnur klassík leið, nokkur hundruð metra austan við Flugugilið í suðurhlíð dalsins. Leiðin býður upp á alpafíling í þröngri skoru/rennu með nokkrum mislöngum höftum frá WI2-WI5 og endar öllu jöfnu í “Haftinu”, sem er 20-25m stíf spönn efst í skorunni áður en hún flest út fyrir ofan. Um 200m ofan við er svo um 50m WI3/4 lokahaft, sem endar nánast uppi á fjallinu og gefur þessi framlenging prýðis alpafíling á upp- og niðurleiðinni. Yfirleitt er farið labbandi niður úr Ýringi til vesturs (utar í dalnum) og er hægt að þræða sig ágætlega í gegnum skriðuna á 100-200m bili næst Ýringi.

Yringur

 

Lokafossinn, Árni leiðir. Mynd: Sigurður Ragnarsson.

Leave a Reply