Fjarska glaður WI 3
Fjarska glaður, WI3, 50 metrar
Leiðin er í ísrennu sunnan megin í Brynjudal. Blasir við af bílslóðanum þegar komið er nálægt fyrstu trjánum í skógræktinni. Milli Pétur/Óli/Stubbur og Þrándastaða. Gengið er yfir ána og frekar þægileg aðkoma sé hún lokuð.
Þægilegt þriðju gráðu klifur, hægt er að síga niður eða ganga til vesturs. Mjög fínn kostur fyrir þá sem eru að leita að góðum WI3, bæði upp á klifur, aðkomu, staðsetningu og annað.
FF: Haukur Már Sveinsson og Sveinn Friðrik Sveinsson í janúar 2023.
Crag | Brynjudalur |
Sector | Sunnan í dalnum |
Type | Ice Climbing |
Markings |