Fall er fararheill WI 4
Leið númer 1 á mynd
Er í gili austan til í Ingólfsfjalli. gilið snýr beint að bænum Hvammi. 10 mín ganga úr bílnum.
Oft kertaður að neðan, frekar brotthættur í byrjun vetrar, aðeins ofar þettist hann, tekur svo við kafli sem er oft frekar þunnur endar svo í massífu kerti ofar.
Í fyrstu tilraun við þennan foss fékk Ívar bíl lánaðan hjá mömmu sinni eftir skóla og keyrði sem leið lá að Selfossi til að klifra nýja leið í gili í Ingólfsfjalli. Ívar var einn á ferð og hafði hug á að einfara (sólóa) leiðina. Hann leggur af stað upp ísinn en það fer ekki betur en svo að hann dettur þegar hann er kominn aðeins af stað og fellur niður um 4m. Marinn og lítillega tjónaður staulast hann aftur í bílinn og keyrir heim. Svo kom hann aftur viku síðar til að klára það sem hann hafði byrjað á.
FF: Ívar F í kringum 2000
Crag | Árnessýsla |
Sector | Ingólfsfjall |
Type | Ice Climbing |
Markings |
Þessi leið er að mínu mati WI4+, efsta kertið er alveg vel bratt.
Ef við miðum þetta við originalinn á Grafarfoss þá er þetta alveg klárlega gráðu erfiðara.