Ysta leiðin austan megin í Litlasandsdal, aftan við Þyril.
Leiðin er tvær fullar spannir. Fyrri spönnin er WI 4 (gæti hæglega orðið stífari í öðrum aðstæðum) og fer upp frekar langan kafla af samfelldu klifri. Þegar komið er upp langa samfellda haftið þarf að ganga talsvert inn á við til að komast að byrjuninni á næstu spönn. Næsta haft byrjar bratt, hægt að halda sig í miðjunni fyrir ca WI 4 eða fara aðeins til hægri fyrir WI 3+ ca 10m haft. Eftir þetta 10m haft heldur spönnin áfram með stutt en brött höft og endar á því að toppa út upp á Þyril.
FF: Freyr Ingi Björnsson og Styrmir Steingrímsson, 2012, WI 4 – 55m og WI 3+ – 60m
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Leið nr. 1 á yfirlitsmynd.
85m WI4
Fyrri spönn hefst á 10-15 metrum af WI4, en verður svo WI3. Það er nóg um góða stansa eftir að fyrsta haftinu sleppir. Það má því skipta leiðinni upp eins og klifrurum sýnist en við tókum hana í 50m og svo 35m spönn af WI3. Leiðin er sérstaklega heppileg þegar klifrarar eru á sitthvoru getustiginu, þannig getur annað fengið góða skemmtun af því að leiða upphafið, síðan getur hin(n) reynsluminni tekið restina.
Síga þarf niður úr leiðinni á V-þræðingum.
Þessi leið hefur ekki verið skráð áður þannig að við gefum henni nafn og gráðu. Nafnið er talið lýsa leiðinni vel þar sem hún hefst á mjög spennandi hreyfingum en svo gerist ekkert frásagnarvert eftir það. Farin af Ágústi Kristjáni Steinarrssyni og Halldóri Fannari 21. janúar 2024.
Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.
Þægileg stölluð þriðja gráða. Fyrst þegar Hafnarfjarðar kreðsan frétti af leynisvæði Flubbana, skildum við aldrei almennilega hvar það var því að við höfðum jú talsvert klifrað í Þyrlinum norðanverðum upp af Litlasandsdal á árunum fyrir 2000. Það svæði gat því ekki verið leynisvæðið því að það var alþekkt og talsvert klifrað. Leiðin er því líklega fyrst farin einhvern tímann fyrir 2000, kannski af Markúsi Elvari Péturssyni og Eiríki Stefánssyni.
Leiðin var samt a.m.k. farin 9. janúar 2022 af Ágústi Þór Gunnlaugssyni, Þórhildi Höllu Jónsdóttur og Bergi Einarssyni.
Sunnanmegin innst í gilinu sem Bláskeggsá fellur um niður í Litlasandsdal (64°24,220′ -21°23,529′).
WI 3, ~40m.
Tveir stallar með góðri syllu á milli. Áin er talsvert vatnsmikil og leiðin er líklega oft of blaut til að klifra hana. Hægt er að halda lengra upp eftir ánni og klifra þar fleiri stalla.
Mögulega fyrst farin: 9. janúar 2022 af Bergi Einarssyni, Ágústi Þór Gunnlaugssyni og Þórhildi Höllu Jónsdóttur.
Miðjuleiðin austan megin í Litlasandsdal, aftan við Þyril.
Leiðin er um 70m en getur verið klifruð í einni risaspönn, WI 3
Skráð af: Freyr Ingi Björnsson, Haukur Már Sveinsson og Sveinn Friðrik Sveinsson, 30 des 2021, WI 3 – 70m.
Lengi hefur verið klifrað í dalnum svo mögulegt er að leiðin hafi verið klifin en upplýsingar um FF eru ekki þekktar. Ef þær upplýsingar eru til má koma þeim á ÍSALP.
Ysta leiðin austan megin í Litlasandsdal, aftan við Þyril.
Leiðin er tvær fullar spannir. Fyrri spönnin er WI 4 (gæti hæglega orðið stífari í öðrum aðstæðum) og fer upp frekar langan kafla af samfelldu klifri. Þegar komið er upp langa samfellda haftið þarf að ganga talsvert inn á við til að komast að byrjuninni á næstu spönn. Næsta haft byrjar bratt, hægt að halda sig í miðjunni fyrir ca WI 4 eða fara aðeins til hægri fyrir WI 3+ ca 10m haft. Eftir þetta 10m haft heldur spönnin áfram með stutt en brött höft og endar á því að toppa út upp á Þyril.
FF: Freyr Ingi Björnsson og Styrmir Steingrímsson, 2012, WI 4 – 55m og WI 3+ – 60m
Leið vestan megin í Litlasandsdal, næsta gil vestan við gilið sem Gljúfurá kemur niður úr.
Leiðin er mjög breið fyrstu tvo þriðju af leiðinni en lokakaflinn er upp mikið mjórri og brattari ís. Í frumferð var ísinn mjög fídusaður og klifrið var sennilega um WI 3 en það þarf ekki mikið að breytast til að leiðin verði WI 3+
Þegar komið er upp úr mjóa kertinu (ein spönn um 70m af klifri) þá er hægt að ganga í gilinu upp með ánni þar til komið er að öðrum litlum foss, ca 10m WI 2+.
FF: Jónas G. Sigurðsson og Matteo Meucci, 9. desember 2018, WI 3 – 70m og WI 2+ – 10m