Eldey
Eldey er 75m hár móbergstappi, stendur upp úr sjó og þverhnýptur á allar hliðar. Eyjan er undan suðvesturhorni Reykjaness.
Árið 1844 voru síðustu tveir geirfuglarnir drepnir í Eldey og seldir fyrir háar fjárhæðir. Mennirnir sem voru þar á ferð voru þó ekki klifrarar og fóru ekki upp á eyjuna.
1894 kleif Hjalti Jónsson Eldey við þriðja mann. Tilgangur ferðarinnar var að leggja leið færa bjargmönnum upp á eyna. Viðbúnaðurinn var: Gerðarlegir bergfleygar og einskonar stigar til að komast upp mjög erfiða kafla. Farið var frá Reykjavík með gufubáti, en minni bátur notaður til að lenda við eyna. Tók klifrið um tvo tíma og var erfiðasti kaflinn efst. Eftir þessa för var Hjalti jafnan kallaður Eldeyjar-Hjalti.
Í Eldey er ein af stæðstu súlubyggðum í heiminum, með u.þ.b. 16.000 varppör. Súlan er sjófugl sem heldur sig úti á rúmsjó nema yfir varptímann, sem er í apríl og maí. Því er ekki ráðlegt að leggja í eyjuna nema utan varptíma Súlunar.
2013 fór Vísir út í Eldey og tók þar skemmtilegar myndir.
FF: “Eldeyjar” Hjalti Jónsson, Ágúst Gíslason og Stefán Gíslason 30. maí 1894
Crag | Reykjanes |
Sector | Eldey |
Type | Alpine |
Markings |