Austurveggur Þverártindseggjar
Leið beint upp miðjan Austurvegg Þverártindseggjar þar sem hún rís hæst.
Aðkoman hefst frá Eggjardal sem er inn af Kálfafellsdal í Suðursveit. Hægt er að keyra alla leið inn í dalsbotn en það er þó eftir mjög grófum slóðum og því aðeins fært fyrir jeppa, helst hækkaða. Aksturinn tekur um klukkustund.
Gengið er upp brattar og lausar skriður til suðurs úr Eggjardal og þaðan hliðrað yfir bratta hlíð inn að skriðjöklinum Skrekk. Þaðan er gengið upp bratta snjóbrekku undir vegginn.
Fyrstu 320m eru blandað snjó- og ísklifur með brattari höftum á köflum (WI3-4) og má fara stóra hluta á hlaupandi tryggingum. Brattinn þó svo mikill að sveifla þarf öxunum. Lykilkafli leiðarinnar eru seinustu 80m þar sem veggurinn er alveg lóðréttur og yfirhangandi á köflum. Rétt vinstra megin við miðjan vegg er áberandi renna sem býður upp á einhverjar hvíldir en einnig 5 yfirhangandi kafla. Af toppnum er um 100m taugatrekkjandi línudans eftir egginni inn að söðlinum við vesturtindinn.
Gráða: TD+, WI3-5+, 400m.
FF.: Ívar F. Finnbogason og Einar Rúnar Sigurðsson, 3. maí 2003.
Crag | Öræfi, Austur og Suðursveit |
Sector | Þverártindsegg |
Type | Alpine |
Markings |