Leið númer 2.
Þessi leið er um 20 m vestan megin við Dordingul. Leiðin liggur upp þunnan ís 10 m og
endar í smá ísskoru sem liggur alla
leið upp á brún.
FF: Guy Lacalle og Guðmundur Helgi Ch. Febrúar 1998
Crag |
Snæfellsnes
|
Sector |
Búlandshöfði |
Type |
Ice Climbing |
Markings |
|
8 related routes
Leið í sömu skál og Víkurfoss, beint fyrir ofan Látravík við Búlandshöfða.
Landeigandi á svæðinu er ekki hrifin af klifrurum eða fólki sem hefur hug á að fara í fjallið.
WI 3+, 30m
FF: Bergur Einarsson, Daniel Ben-Yehoshua og Sydney Gunnarsson, 16. febrúar 2019
Mynd óskast
Vestan megin i Búlandshöfðanum og er þetta áberandi lóðréttur foss eða kerti með regnhlifum og smá hengju á brúninni.
FF. Styrmir Steingrimsson og Ingólfur Ólafsson, febrúar 1998, 35m
Mynd óskast
Alveg nyrst í Búlandshöfðanum fyrir vestan Búlandsgil, uppi í miðju dökku klettabelti. Ís er í neðri hlutanum en síðustu 20 metrarnir voru íslausir.
FF. Mattías Sigurðsson og Atli Þór Þorgeirsson, febrúar 1998, lengd 2 spannir
Leið númer 5
Þessi leið er lengst til hægri séð neðan frá. Hún liggur inni í eins konar gili eða kvos.
FF: Guðmundur Helgi Christensen, Sigursteinn Baldursson og Guðmundur Eyiólfsson, febrúar 1998, lengd 35m.
Leið númer 4
Þessi leið er 50 m vestan megin við Túðuna og er alveg lóðrétt kerti.
FF: Rúnar Óli og Einar Sigurðsson, febrúar 1998. Lengd, 12 m.
Leið númer 3
Lengd 30 m: Leið sem er í næsta smágili
vestan megin við Alien Muffin.
FF: Símon Halldórsson og Örvar Þorgeirsson, febrúar 1998.
Leið númer 2.
Þessi leið er um 20 m vestan megin við Dordingul. Leiðin liggur upp þunnan ís 10 m og
endar í smá ísskoru sem liggur alla
leið upp á brún.
FF: Guy Lacalle og Guðmundur Helgi Ch. Febrúar 1998
Leið númer 1.
Lengd 50 m. Fyrsta leið rétt vestan megin við fossinn (Fossinn sjálfur er ófarinn). Leiðin liggur upp lóðrétt þil um 10-12 m og síðan upp um 20 m af WI 3 brölti. Þar tekur við 10-12 m kerti og siðan sylla. Fyrir ofan sylluna er ísþak, regnhlífl og svo annað þak þar fyrir ofan. Þegar þetta þak var klifrað fór Páll i gegnum þröngt gat og upp á brún.
FF: Páll Sveinsson, Þorvaldur Þórsson og Helgi Borg Jóhannsson i febrúar 1998.
Comments