Wilson WI 3
Leið númer 2
Í klettahömrum Vatnshlíðar í Seljalandsdal í Álftafirði er fjöldinn allur af leiðum til klifurs.
Leiðirnar Cast Away og Wilson voru klifraðar á ísklifurfestivali Ísalp febrúar 2020 og eru að finna í hömrunum innst í dalnum.
Áætlunin var að klifra í hömrunum utar eða þar sem Stigið og Hryggspenna eru en það fór ekki betur en svo að klifurfélaginn lenti í vandræðum með að komast yfir ánna. Með blauta fætur skakklappaðist undirritaður yfir ánna og endaði sem strandaglópur, félagalaus og skrúfulaus.
Þegar komið var að Wilson var Heiða komin yfir ánna veitti líflínu í stað einmannaleikans.
FF. Bjartur Týr Ólafsson & Heiða Aðalbjargar, febrúar 2020
Crag | Ísafjarðardjúp |
Sector | Seljalandsdalur |
Type | Ice Climbing |