Kl

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Mynd frá festivalinu í Ungverjalandi

Íslenski Alpaklúbburinn óskar eftir umsækjendum til þátttöku í klifurferð til Ungverjalands 4.-13.ágúst. Ferðin er hluti af Erasmus menningarsamstarfi ÍSALP og vinafélaga í Slóveníu og Ungverjalandi.

Ferðin skiptist í tvo hluta: Annars vegar klifurferð í þjóðgarðinum High Tatras í Slóvakíu 4.-7.ágúst sem er ekki formlegur hluti af prógramminu. Þátttakendur bera sjálfir kostnaðinn af þátttöku í þessum hluta þar sem í boði verður allt frá grjótglímu og upp í fjölspanna leiðir í graníti. Hópurinn ferðast sameiginlega frá Búdapest. Þessi hluti ferðarinnar er valkvæður.

Seinni hlutinn er 7.-13.ágúst í Aggtelek í Ungverjalandi, sem er nálægt Búdapest. Þar fer fram fjögurra daga klifurkeppni/-festival (https://www.facebook.com/aggtelekkupa/) sem þátttakendur geta tekið þátt í, en eru ekki skildugir til. Á svæðinu eru fjölmargar sportklifurleiðir í kalksteini, en auk þess verður boðið upp á fjölbreytt fjallaprógram, fjallahlaup, og fjallahjól eftir vilja hópsins.

Þátttakendur fá ferðastyrk upp á 500 evrur og auk þess fría gistingu og uppihald í 6 nætur, frá 7.-13. ágúst.

Alpaklúbburinn stefnir á að senda 8 meðlimi út.

Umsóknir berist stjórn ÍSALP (stjorn hjá isalp.is) fyrir 18:00 26.apríl. Í umsókn þarf að koma fram klifurreynsla umsækjenda (grjótglíma, sport, trad…), framlag til klúbbsins og rökstuðningur fyrir því hvers vegna umsækjandinn ætti að verða fyrir valinu!

Stjórn mun meta umsækjendur á grunni framlags til klúbbsins, klifurhæfni, félagslegrar hæfni og hvort viðkomandi hefur nýlega fengið styrk frá klúbbnum; en mun sömuleiðis leitast við að senda fjölbreyttan hóp út.

Við munum tilkynna niðurstöðu eins fljótt og hægt er eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Mynd frá moveonthetop.blogspot.is

 

Leave a Reply