Vorskíðun

Home Forums Umræður Skíði og bretti Vorskíðun

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #57692
    Bobby Lee
    Participant

    forum hefðbunda leið inn i domadal, skildum bilnum eftir við skafl rett adur en komið er að rauðskal ( ca 7-800 m)

    þetta hefur verið ca 5km að fjallinu, gatum þó gengið á skiðanum eiginlega alla leið,

    #57695
    Sissi
    Moderator

    Það hlýtur nú að hafa minnkað eitthvað snjórinn á leiðinni upp að litlu Heklu á þessum tveimur vikum síðan ég var þar.

    Annars fórum við Katrín á Skálafell í dag, reyndum að miða á línuna sem Arnar Gauti fór upp. Skelltum okkur niður 2-300 metrum vestan við mastrið og komum niður alveg við Svínaskarðið. Skárum svo upp hlíðina og beint upp að mastri. Niður suðurhlíðina. Þetta hefur tekið svona 3-3,5 tíma held ég. Nóg eftir af snjó.
    [attachment=443]katrinskalafell.jpg[/attachment]

    #57646
    Karl
    Participant

    Fór á Herðubreið í síðustu viku. Þar var glænýr vindbarinn snjór ofan á hjarni. Ekkert vor á ferðinni þar. Gamla hjarnið var með örþunnu ísskæni nokkrum cm yfir yfirborði hjarnsins. Þessi tenging brotnaði auðveldlega þegar skíðað var upp nýja snjóinn. Þessu fylgdu verulega óþægileg hljóð en líklega var yfirborð hjarnsins undir ísnum það óslétt að snjórinn fór ekki af stað. Í fyrra féll geysistórt flóð efst úr fjallinu og langt útá hraun og var þar á ferð sambærilegur nýr vorsnjór ofan á eldra hjarni. Ég lagði því ekki í að fara upp gilið og snéri við undir klettunum.

    Frá uppgöngunni og austur fyrir Töglin eru fjölmargar veruleg feitar 4-6°ísleiðir í klettabeltinu. Ísinn myndast líklega við sólbráð ofan á klettunum síðla vetrar. Þeir sem vilja alvöru barning á vorin eiga þarna góða möguleika á brölti.

    Akstursbann er á veginum frá þjóðvegi þó svo að aldrei sé aurbleyta á veginum þar sem hann liggur um frostfrítt efni, þvegna möl jökulsárhlaupa, hraun, foksand og vikra. Bannið á þann rétt á sér að hætta er á að e-h fari að krækja útfyrir skafla og tjarnir og valda spjöllum. Ef menn hinsvegar aka rakleitt yfir skaflana á veginum og ösla tjarninrnar þá skemma menn ekkert með umferð á þessum árstíma.
    Frá Töglum er hreinrækt vetrarfæri.
    Varð nokkuð undrandi þegar ég var á skíðum inn við við Bræðrafell þegar löggan á Húsavík hringdi og spurði “hvort ég hefði ekið um Herðubreiðarlindir deginum áður, -án undanþágu frá Vegagerðinni”! -Akandi Ferðafélagsmenn í Herðubreiðarlindum höfðu hringt inn lýsingu á bílnum eða bílnúmer.
    Fannst þetta frekar lúalegt, sérstaklega í ljósi þess að ég ók yfir allar tjarnir á veginum, gat ekið þrælbrattann hliðarhalla á snjó ofan vatnsborðs og komst algerlega hjá því að aka utanvegar, á meðan ferðafégsmenn kræktu frjálslega fyrir tjarnir.
    Mismunandi leiðarval ræðst líklega af því að ég var á óupphækkaðri torfærubifreið en þeir óku upphækkuðum vörubílum sem henta best til flatlendisnota.

    #57696
    Sissi
    Moderator

    Syðstasúla var príma í dag og mikil traffík á fjallinu. Við vorum sjálfsagt átta og hittum fjóra tveggja manna hópa. Reiknið nú.

    #57703
    0311783479
    Member

    Episkt eftirmiddegi i Skalafelli, edal adstaedur og brekkan ad nordan skidud nidur i mosa og lyng. Upp a ny og nidur sudur vangann. Heimsoekilegar umraedur hja okkur Helga Hall. Liklega haegt ad skida um tho nokkurn tima enn.

    Half surrealiskt ad heyra ylfur og spangolandi sledahunda tharna hlekkjada vid staur…

    H

    #57704
    Páll Sveinsson
    Participant
    #57705
    Sissi
    Moderator

    Ég hef horft á þessa línu í Kerhólakambi síðan ég man eftir mér, hélt alltaf að hún endaði í einhverju rugli. Var þetta worth it? Virkar eins og svolítill hliðarhalli þarna efst. Hefur þetta verið farið áður?

    Skemmtileg vídeó.

    #57712
    2109773419
    Member

    Man eftir að hafa farið þessa brekku fyrir mörgum árum síðan. Það er smá halli í henni en annars var hægt renna sér ansi langt niður.

    Við Kjarri fórum tvo túra um síðustu helgi á Högnhöfða og Rauðfell (Bjössi var með okkur þar).
    Snilldar aðstæður.

    Búinn að púsla saman video fyrir Högnhöfða

    #57718
    Bobby Lee
    Participant

    Snæfellsjökull tekinn i dag. frabært til að byrja með en svo skall a svarta þoka . full af snjo en ennþá svaka harðfenni, færið ekkert farin að mykjast

    #57719
    0412805069
    Member

    Sá nokkra hópa á Eyjafjallajökli í gær. Renndi mér sjálfur niður á Hamragarðaheiði. Þurfi að halda mér uppi á hryggjum, svo þetta var skemmtileg þrautabraut.

    Jökullinn sjálfur var harður, en mjúkt þar sem jökli sleppti.

    Gaman væri að vita á hvaða leið hinir hóparnir voru.

    BO

    #57729
    0909862369
    Member

    Var á Eyjafjallajökli á sunnudaginn í 6 manna hóp. Fórum upp Skerin,kíktum á Goðastein, upp á Hámund og niður Seljavallaleiðina. Skíðafærið hreint ekki það skemtilegasta, jökullinn glerharður en töluvert þyngra færi eftir því sem neðar dró. Samt mun skárra en að þramma á skósólunum upp og niður. Hittum einnig franskt par sem fór Skerjaleiðina upp og niður.

    http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=2811152

    #57751
    2809774899
    Member

    HÆ HÆ
    15 stk af fersku og hressu skíðapakki fór í þyluskíðun á Botnsúlur á miðvikudaginn var.
    Færið var frábært og veðrið enn betra. Við flugum frá Svartagili og skíðuðum niður í skálina austanmegin eina ferð og svo restina niður suðurhlíðar syðstusúlu.
    Ógleymanlegur dagur í frábærum félagsskap.
    Sjáumst á Banff 16-17 maí.

    Kveðja Styrmir

    p.s hér er krækja á smá video úr túrnum

    #57758
    2903793189
    Member

    Veit einhver hvernig færðin er inn að Heklu þessa dagana. Ég heyrði af hópi sem var þarna sunnudaginn 6. maí. Þá var ekki hægt að keyra að brekkunum út af sköflum í hrauninu. Hefur einhver farið í millitíðinni sem getur gefið nýrri upplýsingar.

    Kveðja,

    Kári

    #57760
    2310668379
    Participant

    Fórum á Heklu í dag. Ökum aðeins inn fyrir Rauðskál. Ágætis færi fyrir utan 200 efstu hæðarmetra (Vindbarin ís +nýr snjór).

    #57762
    Steintn
    Member

    Við Ragnar Heiðar fórum á Snæfellsjökul í gær, 17. maí.
    Keyrðum upp í 400 m þar sem við gátum farið beint á skíðin.
    Skemmtilegt færi – ~20cm nýsnævi ofan á harðpökkuðum snjó.
    Fínasta veður en mjög blint á köflum.

    #57763
    Sissi
    Moderator

    Við erum kannski ekki þeir frumlegustu en ég fór í þriðja skiptið í vor á Skálafell og tókum norður-suður combóið. Norðurbrekkan stendur fyrir sínu og enn hægt að skíða niður að á, færið sunnanmegin var orðið helvíti leiðinlegt í pistunum, mjög öldótt og fönký.

    166741_10150961336142152_654487151_11933488_414635414_n.jpg

    #57765
    2903793189
    Member

    Við fórum þrjú Bjallana að Heklu á Uppstigningadag. Renndum frekar blint í sjóinn með færðina en eftir festu og mokstur í brekkunni þar sem farið er upp á hraunið úr gilinu er að leiðin að Litlu Heklu orðin Súkkufær upp að snjó. Það er einn langur skafl í hrauninu sem þarf að taka á ferðinni en annars nokkuð greiðfært.

    Við lögðum af stað upp fjallið um fimmleytið og lentum í mökksnjókomu. Létum nægja að labba upp á hrygginn og skíðuðum 20 cm nýsnævi beina leið niður í bíl.

    Á leiðinni til baka kíktum við á leiðina sem liggur meðfram girðingunni og að Rangárbrúinni. Þar er snjóskafl í gilinu á leiðinni sem við treystum okkur ekki yfir. Einhverjir gætu eflaust þrykkt þarna yfir á öflugri bílum en við snérum við niður í Næfurholt.

    #57766
    2809774899
    Member
    Sveinn Friðrik Sveinsson wrote:
    Við erum kannski ekki þeir frumlegustu en ég fór í þriðja skiptið í vor á Skálafell og tókum norður-suður combóið. Norðurbrekkan stendur fyrir sínu og enn hægt að skíða niður að á, færið sunnanmegin var orðið helvíti leiðinlegt í pistunum, mjög öldótt og fönký.

    166741_10150961336142152_654487151_11933488_414635414_n.jpg

    Smá video úr sama túr.
    Sjáumst á fjöllum.
    Kv Styrmir

    #57769
    Páll Sveinsson
    Participant

    Snæfellsjökull frá Dagverðará.
    Færið var ruglað flott. Nýlega fallin snjór ofan á stífu gömlu lagi og svo vorskíðun þegar neðar tók. Við löbbuðum ca. 500 m. til að komast í snjó en það má keyra nær fyrir lata.

    kv. P

    #57770
    Sissi
    Moderator

    Admin – eyða?

    #57772
    Sissi
    Moderator

    Admin – eyða?

    #57774
    Sissi
    Moderator

    Hekla í gær, komum 1987 módeli af Róver á harðpumpuðum 33″ upp að Litlu Heklu með einni smáfestu.

    Stórskrýtið að skinna, hlóðst hrottalega í skinnin um mitt fjall. Snjórinn hefur lítið sem ekkert minnkað þarna síðan í byrjun apríl, af nógu að taka.

    Færið var vindpakkaður nýr snjór ofan á slush, og þetta combó var bara furðu gott. Þetta pakkaðist í stífri austanátt svo það er smá snjóflóðahætta vestan megin í toppahryggnum, ég myndi amk sleppa því að vera að skera brekkurnar þar mikið. (Svona var þetta í gær).

    Eitt besta öryggisatriðið þegar hefðbundnum öryggisatriðum sleppir er náttúrulega: Haul ass!

    Hljómsveitin GDÁF tók þrjú lög á toppnum, Styrmir söngvari, Keli í tveggja-handatækni lúftgítarsólói, Katrín grúppía sem stalst upp á svið, Lonný á kontrabassa og Rúnar slagverksleikari frá Jamaica

    527855_10150969133412152_654487151_11956785_132650118_n.jpg

    #57771
    Steintn
    Member

    Kíktum á Syðstu-Súlu á laugardaginn.
    Flott vorfæri og sólin skein. Náðum að ljúga okkur alla leið niður í bíl á skíðunum en ætli það hafi ekki verið síðasti séns.
    Hittum fyrir tvo aðra skíðamenn þannig að samtals vorum við fjórir.

    #57777
    0412805069
    Member
    Karl Ingólfsson wrote:
    Akstursbann er á veginum frá þjóðvegi þó svo að aldrei sé aurbleyta á veginum þar sem hann liggur um frostfrítt efni, þvegna möl jökulsárhlaupa, hraun, foksand og vikra. Bannið á þann rétt á sér að hætta er á að e-h fari að krækja útfyrir skafla og tjarnir og valda spjöllum. Ef menn hinsvegar aka rakleitt yfir skaflana á veginum og ösla tjarninrnar þá skemma menn ekkert með umferð á þessum árstíma.
    Frá Töglum er hreinrækt vetrarfæri.
    Varð nokkuð undrandi þegar ég var á skíðum inn við við Bræðrafell þegar löggan á Húsavík hringdi og spurði “hvort ég hefði ekið um Herðubreiðarlindir deginum áður, -án undanþágu frá Vegagerðinni”! -Akandi Ferðafélagsmenn í Herðubreiðarlindum höfðu hringt inn lýsingu á bílnum eða bílnúmer.
    Fannst þetta frekar lúalegt, sérstaklega í ljósi þess að ég ók yfir allar tjarnir á veginum, gat ekið þrælbrattann hliðarhalla á snjó ofan vatnsborðs og komst algerlega hjá því að aka utanvegar, á meðan ferðafégsmenn kræktu frjálslega fyrir tjarnir.
    Mismunandi leiðarval ræðst líklega af því að ég var á óupphækkaðri torfærubifreið en þeir óku upphækkuðum vörubílum sem henta best til flatlendisnota.

    Tengist þetta?

    http://ruv.is/sarpurinn/frettir/22052012/utanvegaakstur-i-herdubreidarlindum

    #57778
    Karl
    Participant

    Þessar myndir tók Ómar Ragnarsson, viku áður en ég var á ferðinni á sumardaginn fyrsta í frosti. Hann fylgdi eftir hóp af jarðvísindamönnum og starfsmönnum þjóðgarðsins sem óku í Öskju.
    sjá http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1240465/

    Ég var á ólestuðum bíl sem þolir mikinn hliðarhalla og gat ekið eftir hengubrún fyrir ofan sk Bráðabirgðatjörn þar sem þeir áðurnefndu og FFA höfðu farið útfyrir nokkur hundruð metra leið á auðu landi (en þó aurbleytufríu) en hengjan var ófær fyrir lestaða og upphækkað vörubíla með kerrur.
    Þar sem ég þekki leiðina þá ók ég einfaldlega efti veginum yfir aðrar tjarnir þar sem ég vissi að botninn var traustur. Minn akstur var þvi “zero impact á 6 pundum frá Hrossaborg”. Það er óþarfi að hlífa gömlum jeppum en ærin ástæða til að halda sig á veginum.
    Það fer að verða tímabært að fara aftur þegar nýi snjórinn er búinn að hitna vel og frjósa aftur…

Viewing 25 posts - 26 through 50 (of 54 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.