Til hvers isalp.is?

Home Forums Umræður Almennt Til hvers isalp.is?

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #56044
    vilborg182
    Member

    Ég er líka ein af draugunum sem fer daglega inn á þessa síðu og ég veit um fleiri drauga sem fara líka daglega inn =) Þetta er frábær síða og má svo sannaralega ekki detta inn í neitt facebook rugl. Facebook getur alltaf dáið út eins og myspace =P

    Það er mjög skemmtilegast að lesa um klifurferðir fólks hérna og þið megið endilega halda þessu áfram. Mínar ferðir hafa sjaldan náð að verðea svo merkilegar að þær hafi átt erindi hingað inn en maður tekir sig kannski á næsta sumar og skrifar um einhverjar klifurferðir.

    Kv. Vilborg

    #56048
    Freyr Ingi
    Participant

    Djöfull er gaman að sjá draugana dúkka hérna upp.

    Nú væri ekki úr vegi fyrir ykkur, og okkur hin sem höfum verið að skirfa, að hamra lyklaborðið meðan það er heitt og losna almennilega við ritstífluna. Það þarf að ekki að vera um einhverja frumfarna, háskalega klifurleið til að eiga erindi hingað inn.

    Myndir og ferðasögur eiga alltaf erindi hingað.

    F

    #56061
    Andri
    Member

    Góðan dag og gleðilegt nýtt ár!

    Ég er einn af þeim sem kíkja á vefinn daglega án þess þó að tjá mig nokkuð. En nú verður kannski breyting þar á.

    Ég verð að segja að mér finnst umræðan góð og margar skemmtilegar hugmyndir um úrbætur komnar fram. Vona að þær verðu þó að einhverju meira en bara hugmyndum.

    Varðandi Fésbókina þá held ég að við eigum ekki að hræðast hana, þó að ég vona innilega að vefurinn leggist ekki niður og færist alfarið þar inn, heldur að við nýtum þá kosti sem þessi lang stærsti vefur landsins hefur uppá að bjóða. Í því samhengi vill ég benda á að MBL sem er stærsti íslenski vefurinn sá ástæðu til að færa sig á fésbókina. Ég hef “like-að” á MBL og fæ þessvegna nýjustu fréttirnar af MBL inná news-feedið mitt á FB. Ekki slæmt það.

    Þetta er bara basic marketing. Verum sjáanleg þar sem fólkið er.

    Ég sæi fyrir mér því tvennt.
    Að stofnuð yrði Ísalp síða á FB.
    Þar mynd helstu fréttir, dagskrá og sniðugir umræðu þræðir vera póstaðir inn. Það myndi þannig minna fólk á okkur og þennan góða vef.
    Þar getum við lokað alfarið fyrir allra umræður þar sem við viljum að þær fari fram á Isalp.is

    Einnig að bæta við “like” á allar síður Isalp.is. Rétt eins og allir íslenskir fréttavefir hafa gert. Þannig get ég like-að á einhverja skemmtilega umræðu eða frétt og allir mínir vinir á fésbókinni sjá hana.

    Þannig fáum við fleirri inná vefinn og um leið mögulega fleirri virka þáttakendur.

    Einnig myndi ég vilja sjá mun örari fréttaveitu.
    Ég man seinasta sumar kíkti ég fyrst nær daglega hér inn og það var ekki breyting á vefnum í nokkra mánuði. Ég held að það dragi rosalega úr aðsókn á vefsíður ef þær eru lítið uppfærðar. Ef ég fæ það á tilfinninguna að það er nóg að kíkja aðrahverja viku til að vera up to date þá geriri maður það, er það ekki?

    Ég kíki reglulega á vefsíðu hjá stjörnuáhugamönnum, http://www.stjornuskodun.is, en þeir settu upp nýjan vef ekki alls fyrir löngu. Þar koma inn nýjar fréttir í hverri viku og oft fleirri en ein. Held að það sé eitthvð sem við getum tekið til fyrirmyndar. Að hér yrðu sett upp viðmið að koma með nýja frétt eða grein vikulega. Því fylgir vissulega mikil vinna en það væri hægt að virkja flerri og dreifa vinnunni á fleirri hausa.

    Þetta eru mínir punktar á þessu nýja fallega ári ;)

    #56063

    Ég er ánægður að sjá hvað þessi þráður hefur fengið mikla athygli og hversu margir eru að tjá sig sem ekki gera það alla jafna. Held að nú þegar hafi með þessum þræði orðið ákveðin vakning sem er strax farin að skila sér í meiri umræðu, í því að fleiri pósta myndum, uppástungur um umbætur og svo mætti lengi telja.

    Margar af þessum uppástungum eru góðar og áhugaverðar. Við í stjórn munum að sjálfsögðu nýta okkur það sem hér hefur komið fram (og á eftir að koma fram) til þess að átta okkur á stöðunni og gera betrumbætur.

    Andri er ekki sá eini sem talar um að við megum ekki afskrifa fésbókina heldur nýta hana, þ.e. þá kosti sem hún hefur. Þrátt fyrir að vera annálaður skeptíkus gagnvart fésbókinni þá er ég ekki það mikill þverhaus að afskrifa hana alveg án þess að skoða málið. En er ekki gott að hafa efasemdamenn nálægt til að hægja á óðagoti og flumbrugangi :) Ekki viljum breyta um kúrs og fara einhverja leið sem við sjáum svo eftir síðar.

    En sem sagt, umræðan heldur vonandi áfram og það sem hér kemur fram mun klárlega nýtast. Fljótlega mun stjórn klúbbsins hittast og ég get lofað ykkur að þessi mál munu verða rædd þar.

    Takk fyrir viðbrögðin.

    Lifi Ísalp ;)

    p.s. Vil svo benda á þetta frá Skabba. Kvetjum sem flesta til að koma sínum myndasíðum á framfæri á þann hátt sem hann bendir á í þessum þræði.

    #56071
    1908803629
    Participant

    Mér líst vel á tillögur Andra – eitthvað svo augljósar þegar hann nefnir það og munu nánast pottþétt gera isalp.is sýnilegra. (FB paranojan er óþörf þar sem þetta er eingöngu minniháttar viðbót við núverandi síðu, þetta verður aldrei staðgengill en mun líklegast draga úr aðskilnaði.)

    Tek jafnframt undir ósk/tillögu um tíðari fréttir.

    #56255
    Steinar Sig.
    Member

    Mjög góð lausn á FB væðingu Ísalp sem Andri bendir á. Mér leist illa á þegar ég sá að Ísalp setti upp FB síðu. Sá fram á að umræðan færðist þangað sem er verra held ég. En þessi lausn vekur athygli á umræðum hér án þess að stela umræðunum.
    Andri Ómarsson wrote:

    Quote:
    Ég sæi fyrir mér því tvennt.
    Að stofnuð yrði Ísalp síða á FB.
    Þar mynd helstu fréttir, dagskrá og sniðugir umræðu þræðir vera póstaðir inn. Það myndi þannig minna fólk á okkur og þennan góða vef.
    Þar getum við lokað alfarið fyrir allra umræður þar sem við viljum að þær fari fram á Isalp.is

    Einnig að bæta við “like” á allar síður Isalp.is. Rétt eins og allir íslenskir fréttavefir hafa gert. Þannig get ég like-að á einhverja skemmtilega umræðu eða frétt og allir mínir vinir á fésbókinni sjá hana.

    Þannig fáum við fleirri inná vefinn og um leið mögulega fleirri virka þáttakendur.

    Annars væri hægt að bæta isalp.is mikið með lítilli breytingu. Það þarf að lengja listann af umræðuþráðum sem birtast á forsíðunni. Nú sjást 10 þræðir og sá elsti er sjaldan meira en viku gamall. Þetta þýðir að góðar umræður geta dáið út ef nokkrar búnaðarauglýsingar eru settar inn. Það þarf ekkert að hræra í uppsetningunni á búnaðarsölu, bara lengja listann. Ég fer næstum aldrei inn á umræðusíðuna og býst við að fæstir geri það. Ef þráður er dottinn út af forsíðunni er hann horfinn í hafsauga.

    Mér finnst alveg óþarfi að síðan reyni að halda uppi myndagalleríi. En það væri gott að safna myndum af leiðum. Tenging við leiðagrunn á Climbing.is gæti vel gengið. Annars hef ég reynt að sanka að mér myndum sem gætu nýst til þess að plana ferðir síðar meir. Slíkar myndir gætu vel átt heima í myndagalleríi hér á síðunni. Það er oft gott að plana ferðir með hjálp ljósmynda og korta. Þá ég við myndir eins og þessa. Ekki endilega flottar eða skemmtilegar myndir, heldur myndir af fjöllum.

    Ein spurning. BookBank, hvað er það? Sýndist þetta vera öll Ísalprit niðurhalanleg og leist vel á. En það virðist ekkert virka.

Viewing 6 posts - 26 through 31 (of 31 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.