Professionals at work

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Professionals at work

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #57369
    Karl
    Participant

    Ég átta mig illa á þessari hysteríu.
    Má þá búast við heilögum hneykslunarpistlum þegar myndir sjást af 10m runnout upp kerti sem eru grennri en klifrarinn?, -fordæmingu á öllu ótryggðu klifri? og hneykslun gagnvart skíðun í vafasöum og skemmtilegum brekkum sem að hluta til fara hraðar en skíðamaðurinn?
    Base hopparar verða þá líklega brenndir á báli?.

    Helmingurinn af myndefni BMFF fjallar um það sem upp er talið hér að ofan.
    Að sjálfsögðu er fæst af þessu gáfulegt í sjálfu sér og líklega ætti að banna allt frístundaklifur sem ekki fer fram í toppróp!!

    Sjálfur hefði ég talið eðlilegast að bjóða drengunum uppá Thúle og grennslast svo í rólegheitum um það hvernig þeir eru í ökklunum.

    Kosturinn við þessi hopp er sá að hættan er augljós.
    En hvað með ísklifrarana sem séð hafa á eftir fleiri tonnum af ís falla úr leiðinni sem þeir eru aða klifra eða ætla að klifra eða eru nýbúninr að klifra? -Voru þeir meðvitaðir um áhættuna?
    Hvað með öll löngu runnátin upp hengjur fyrir ofan ísfossa? -Hvenar lendir e-h í því að hengjan brotnar þegar menn eru að brölta yfir brúnina og taka 2×20 m fall?
    Öll fjallamennska yfir 7.000 m hæð er líka stórhættuleg en lítið er hneyklsast á slíku brölti sem hefur þó hvorki meiri eða minni tilgang en broddahopp með atrenu.

    Ég held að þessar æfingar séu mun hættuminni en margt það sem þykir ásættanlegt í umræðunni á þessari síðu og þvi myndefni sem hér hefur farið vandlætingarlaust í gegn. (Hinn alræmdi stólaleikur hefur líka skilið eftir sig áverka)

    #57371
    0311783479
    Member

    Góðan daginn félagar

    Þetta myndband var hin besta skemmtun og gaman til þess að vita að uppátækjasamir ungir menn finnst enn á þessum tímum. Frábært væri fyrir klúbbinn að fá svona hresst ungt fólk innan sinna vébanda.

    Óþarfi er að hneykslast um of á framtæki þeirra, rétt er að benda á leiðir til að njóta fjallasalanna með fyllsta öryggi en síðan er það undir hverjum einum komið hvort hann kýs “fyllsta” öryggis upplifun eða eitthvað annað. Frelsið er nefnilega svo frábært og eigum að nýta það í botn. Nú á tímum fyrirhyggju frá Bankstræti “0” þá er mikilvægt að við sem trúum á frelsið (t.d. ferðafrelsi, frelsi til athafna, …) megum ekki varpa okkar hugmyndum yfir á fjölmennið.

    Við höfum öll gerst sek um heimskupör, sum tekin upp á video önnur ekki. Ég myndi persónulega ekki leika þetta eftir, en svo eru kannski einhverjir sem leika ekki mína vitleysu eftir t.d. hnýta sig úr línu þrjár spannir upp 4.gráðu í Kinninni…

    “Sá yðar sem syndlaus er kastið fyrsta steininum…”

    Njótum fjölbreytileikans, annars væri lífið ekki svona skemmtilegt!

    Klifrið heil!
    Halli

    #57373
    Doddi
    Member

    Góðann daginn félagar.

    Fyrir nokkrum árum var ég á fyrirlestri hjá Barry Blanchard, sem var safety guide fyrir Vertical limit, og sagði hann að ef téð stökkatriði í myndinni hefði átt að gerast í raunveruleikanum hefði hlauparinn þurft að vera á ca. 300km hraða þegar hann fór fram af klettinum.
    Ég vona að það verði nú ekki fleiri atriði leikin eftir úr þessari mynd þar sem þau eru öll fake, eins og að hoppa úr þyrlu á littla klettasyllu.

    Ég varð alveg gáttaður á því sem ég sá á þessu myndskeiði frá Virkisjökli. Datt fyrst í hug að þetta væru nýir aðilar í ferðaþjónustu sem ætluðu sér í jöklagöngubransann, andaði ögn léttar þegar ég komst að því að svo var ekki.

    Þegar ég hugsa til baka þá er þetta nú ekki fyrsta videoið/myndir af íslendingum að klifra, sem maður hefur hefur séð og verið gáttaður/orðlaus yfir, það sem gerir þetta video öðruvísi er að þeir sem bjuggu það til liggja betur við höggi hvað varðar gagnrýni en það sem maður hefur séð áður (fyrir utan að ganga kannski ögn lengra í vitlaeysuni en aðrir).

    Það er mjög auðvelt að gagnrýna það sem sást í videoinu, og ég tel að við sem stundum þetta sport berum slyldu til þess að gera það. En stóra spurningin sem við ættum að spyrja okkur að er hvers vegna í ósköpunum ákváðu þessir piltar að gera svona ‘stunt’, hvað klikkaði í ferlinu?
    Var það þjálfunin? (þeir hafa greinilega fengið einhverskonar þjálfun, annaðhvort hjá SL eða okkur, tel að enginn fara bara sisona á jökul með allar græur og sígur ofan í svelg) eða er það ‘attitudið’ í klifursamfélaginu hérna heima (bæði hjá okkur og SL)? Og svona má spyrja áfram.

    Í náminu mínu í Kanada var mikið fjallað um mannlega þáttinn (human factors) í tengslum við slys og óhöpp og hvernig við tökum ákvarðanir. Það er nefnilega alltaf á endanum okkar eigin ákvarðanir sem koma okkur í klípu. Einnig var fjallað um hvaða viðhorf (attitude) væru æskileg í tenglsum við sportið.
    Það er undir okkur komið, þeim sem stunda sportið, hvaða ‘attitude’ við viljum að íslenskt klifursamfélag sé þekkt fyrir, viljum vera þekkt fyrir kappsemi/sýndarmennsku (það sem sást á myndbandinu) eða viljum við vera þekkt fyrir yfirvegun/fagmensku?

    Ef áhugi er hjá Isalp þá býðst ég til þess að hafa samand við þá kennara skólans sem hafa verið að gera rannsóknir á áhættuhegðun og ákvarðanatöku í tengslum við fjallamennsku (þetta er orðið rannsóknargrein hjá okkrum háskólum úti í heimi) og reyna að fá þá til landsins til að halda fyrirlestur fyrir okkur, hægt væri að hafa einhvað samvinnu verkafni milli Isalp og SL við þetta.

    Lifið heil

    Kveðja

    Doddi

    P.S. þó svo að ég sé ekki sérfræðingur í greinini þá tel ég hugsanlegt að ákveðin hóphegðun hafi átt sér stað (þó ég hafi ekkert fyrir því nema ágiskun) sem kallast ‘risky shift’ sjá hér littla útskýringu á því http://www.enotes.com/topic/Group_polarization. Gaman væri að fá að tala við einhverja af þessum strákum svo hægt sé að fá að vita nákvæmlega hvað var á seiði, gæti orðið gott kennsluefni.

    #57374
    Steinar Sig.
    Member

    Á einhverjum tímapunkti í mínu lífi hefði ég vafalaust tekið þátt í hópáhættuhegðun Dodda, hnýtt mig í línu þarna og látið gossa.

    Sem betur fer (held ég) myndi ég ekki gera það í dag, amk ekki nema allir svölu krakkarnir gerðu það.

    #57377
    sigjons
    Member

    Ekki það að Kalli þurfi sérstakan stuðning… en mikið er gott að rödd skynseminnar heyrist hérna. Þessir strákar gera ein mistök – að pósta vídeóinu á netið. Faktor þetta eða hitt, áhættuhegðun þetta eða hitt… menn verða nú að fá að leika sér “ófaglega” án þess að fá yfir sig skæðadrífu af skömmum og skít frá “helstu” sérfræðingum landsins í fjallamennsku. Sem betur fer hefur vídeóvél sjaldnast verið með í mínum ferðum, annars væru mörg axarsköft ódauðleg.

    En þið sem gerðuð vídeóið… strákar mínir, haldið bara áfram að fikta og leika ykkur en númer eitt, tvö og þrjú – haldið áfram að skemmta ykkur vel á fjöllum!

    #57381
    Karl
    Participant

    Mér datt í hug við lestur innslags Sigga að þetta spjall gengi útá að menn á þrítugsaldri hneykslist a framferði unglingannna en larfar á fimmtugsaldri væru ligeglad yfir þessu öllusaman….

    Nú væri óskandi að Olli og Jón Þorgríms láti í sér heyra!
    -Spurning hvort að Maggi Hall slæðist ennþá inn á vefinn?

    #57383
    Páll Sveinsson
    Participant

    Best að ég segi sem minnst.
    Ég hef gert margt ógáfulegra um æfina en þetta.
    Hef þó haft vit á því að fela sunnudags fötinn þegar það á við.

    kv.
    P

    #57391
    1908803629
    Participant

    Ég er sammála minnihlutanum hér og segi við hina að slaka aðeins á.

    Já, þeir gerðu helling af heimskulegum hlutum og já þetta hefði getað farið svakalega illa hefði “öryggiskerfið” gefið sig. En kommon – það hafa allir gert einhverja svona vitleysu.

    Það er ekkert mál að benda á hvað er rangt og benda á öruggari leið – en óþarfi að jarða greyin og eiga hættu á að gera þá fjarlæga félagsskap reyndari manna.

    #57395
    2808714359
    Member

    Ég held að niðurstaðan sé nokkurnveginn svona:

    Skammist ykkar strákar og lærið af því.

    En alls ekki hætta, bara hugsa aðeins meira áður en þið framkvæmið. Flest allir töffararnir hér hafa gert jafn miklar vitleysur og sumir meiri (ég er að rétta upp hönd til merkis um að ég er einn af þeim).

    Ef þið eruð ekki vissir um hvað þið gerðuð vitlaust skuluð þið finna einhvern reyndari sem getur útskýrt málið svo þið gerið þetta ekki aftur.

    Eins og ég man myndbandið þá eru þrú áberandi mistök:
    það á ekki að hlaupa á broddum
    það á alls alls alls ekki að stökkva á broddum
    ein ísskrúfa í tryggingu á svona stunti

    have fun

    kv
    Jón H

Viewing 9 posts - 26 through 34 (of 34 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.