Ísklifuraðstæður 2017-18

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2017-18

  • Author
    Posts
  • #64484
    Matteo
    Keymaster

    Hi,
    yesterday with Tom, Tim and Brecht we went on Midgil in Vesturbrunir. condition are dry, lot of snow and little ice; a lot of mix since the beginning and hard to put rock gear (screws just used few times and not on crux).

    Today with Tom, a quick ride on Buahamrar: first, the evident ice line on the left of n°35, second n°36 Strumpar and third Nálaraugað (2 bolted belay).
    Matteo

    #64507
    Jonni
    Keymaster

    Múlafjall var í góðum gír í gær í jólaklifrinu. Allt inni en sumstaðar aðeins þunnt. Mega flottar aðstæður! Í heildina voru 12 bílar á bílastæðinu þegar ég taldi og allt að 30 manns í fjallinu í gær.

    Múlafjall was quite good in yesterdays Christmas climb. All the routes were in but maybe a little bit thin in some places. Very nice conditions! Over all there were around 12 cars in the carpark and close to 30 climbers.

    #64590
    Páll Sveinsson
    Participant

    Helgi Egilsson Grjóthart
    Páll Sveinsson Enda heitir hún “Heiladauður”.
    Sigurður Tómas Þórisson Og fóruð þið þetta í rauðpunkti?
    Var þetta ekki skráð óendurtekið í mínum bókum? Eða er það eitthvað úrelt úr gömlum annál?
    Rafn Emilsson Vel gert og flott leið. Nokkuð viss um að ég hafi fengið að elta Ívar upp þess leið í kringum 99´. Getur það ekki passað Ivar Finnbogason?
    Ivar Finnbogason veit ekkert hvar þetta er, en man eftir einhverju svona kerti sem ég fór upp þegar ég kom úr spánarför okkar Stebba ´98. Getur alveg passað við þetta. Maður var nú ekki mikið að spá í nöfnum og gráðum í Múlafjalli þá, gerði bara ráð fyrir að Palli og G.H. væru búnir að massa þetta allt, gráða WI3 og ef eitthvað hefði verið skilið eftir hefðu Dagur og Viddi tekið það á leið heim úr Glymsgili og kannski sett WI4 á það.
    Skarphéðinn Halldórsson Ég hef farið þessa vinstra megin nokkrum sinnum m. a. með Róbert Halldórsson, og ég held þessa líka, reyndar í töluvert meiri ís.
    Ottó Ingi Þórisson Þetta var skráð í leiðarvísinn og heimasíðuna sem óendurtekin leið. En það getur vel verið að fleiri séu búnir að klifra þessa leið.
    Sigurður þeir hörðustu í klifurbransanum myndu líklegast ekki telja þessa ferð með. Ég datt nefninlega á rassinn í fyrstu tilraun og byrjaði seinna go ca. þar sem ég stend á þessari mynd.
    Páll Sveinsson Gaman af þessu. Svolítið í anda Múlafjalls.

    #64649
    Matteo
    Keymaster

    Hi,
    yesterday on the 24th me and Riccardo we climbed the line above the Forest center on Ulfarsfell (WI2). A lot of fun on his first ice-line!
    Matteo

    #64656
    Freyr Ingi
    Participant

    Grafarfoss var í fínum gír í gær.
    Orginalinn bauð upp á sérdeilis prýðilega skemmtun. Talsvert landslag alveg í kverkinni eftir hlákuskotið.

    #64660
    Otto Ingi
    Participant

    Ég, Palli og Guðjón fórum í Orion í flottum aðstæðum í dag. Myndir hér
    Fullt af ís inn í Flugugili ef menn vilja fara þangað að príla

    #64661
    Páll Sveinsson
    Participant

    Tók saman smá víedó úr Orion fyrir þá sem hafa gaman af.

    kv. P

    #64673
    Siggi Richter
    Participant

    Það spurðist víst út í fyrradag að klifurvænt væri í flugugili, svo við Maggi létum loks verða af því í gær að klifra Óríon, og fylgdum hlandslóð fyrra teymis upp fossinn. Frábært klifur, bratt í skemmtilegum ís, en heldur stökkt í kuldanum í gær.
    Á niðurleiðinni litum við á Ýring, meginhaftið er spikað, en neðstu aðkomuhöftin eru eitthvað þynnri, væri ekki vitlaust að kippa með hnetusetti eða tvem.
    Skógræktin er alveg úti, einfaldlega of kalt, nálaraugað er eina leiðin sem nær niður (myndi samt segja leiðina vera í hetjuaðstæðum).
    Flestar leiðir undir WI4 í kring virðast hins vegar hafa það töluvert betra.

    #64679
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég og Otto fórum orginalinn í Paradísarheimt í Eyjafjöllum. Að vanda mjög blautur og mjúkur. Úr fjarlægð leit út fyrir að vera þunnur sem hann var ekki. En annað í fjöllunum er ekki í góðum aðstæðum enþá.

    kv.P

    #64682
    Jonni
    Keymaster

    Ég fór í Grafarfoss og Granna 29. des. Grafarfoss var í geggjuðum aðstæðum, mjúkur mest alla leið og góður ís alveg upp að akkerinu, smá rennandi vatn rétt undir ísnum rétt í toppinn en ekkert alvarlegt. Granni var í skemmtilegum aðstæðum, svolítið af snjó ofarlega en það var ekkert mál að tryggja og koma fyrir öxum þrátt fyrir það.

    Granni er núna breiðari en ég hef séð hann, er ekki bara innst í kverkinni heldur er hann orðinn talsvert breitt þil og svo er aðskilin lína búin að myndast andspænis Grafarfossinum. Veit einhver til þess að þetta hafi verið klifrað?

    #64717
    Jónas Þrastarson
    Participant

    Smá uppfærsla á ađstæđum á sunnanverđum Vestfjörđum.

    Hé er allt á kafi í ís, hef ekki séđ jafn mikiđ af ís í mörg ár.

    Ég hef ekki fariđ inní Ketildali í langan tíma en sennilega eru leiđirnar þar allar í góđum málum og þær leiđir sem hafa ekki veriđ nógu góđar síđustu ár ættu ađ vera klifranlegar núna.

    Tilvaliđ ađ skella í roadtrip vestur.

    Kv. Jónas.

    #64718
    Páll Sveinsson
    Participant

    Já Jonni. Línurnar á móti Gravarfoss hafa verið klifraðar nokkuð oft. Í gamladaga kom nefnilega oft svona frostakaflar.

    En annað.
    Ég tók saman smá myndband frá Paradísarheimt í Eyjafjöllum.

    kv.P

    #64720
    Jonni
    Keymaster

    Palli: Ekki fékk þessi lína eitthvað nafn? Er gráðan meira WI 4 en WI 5?

    Jónas: Ekki áttu myndir af stemmingunni? Hvering eru gilin fyrir ofan bæinn eða Andahvilftin?

    #64736
    Siggi Richter
    Participant

    Þar sem vegagerðin hélt því fram að Eyjafjöllin hefðu sveiflast um einhverjar 12°C á innan við fimm tímum í nótt, létum við Paradísarheimtina bara vera í morgun og kíktum heldur í Bolaklett.
    Ég veit ekki hvort ég eigi að lofa eða lasta aðstæður þar, þar sem við höfum ekki komið þangað áður, en af myndum að dæma virðast innri leiðirnar vera eitthvað í þynnri kanntinum miðað við venjulega, og mixleiðirnar gætu alveg þegið nokkra metra af ís í viðbót (gott top-out samt).
    Hins vegar er “bara ef mamma vissi” í frábærum aðstæðum, stórskemmtilegt klifur sem er max WI4 í þessu árferði.

    #64753
    Brecht
    Participant

    On Newyearsday we (Mira, Bori, Emilia and I) went up to Grænafjallsgljúfur
    After climbing the first waterfall that gives access to the area we climbed one of the first lines on the left in the canyon. Couldn’t really find on the website here which route it is.
    Anybody can help me?

    Takk fyrir,
    B

    • This reply was modified 7 years ago by Brecht.
    #64770
    Jonni
    Keymaster

    The first waterfall that gives access is Þröskuldur https://www.isalp.is/problem/throskuldur (Do you have a photo?)
    The route you are describing could be Nefbrjótur https://www.isalp.is/problem/nefbrjoturinn but the description sounds more like it is located before you go up Þröskuldur.

    I think your route might be a first accent based on what is logged on the website.

    The website doesn’t have a lot of photos from Grænafjallsgljúfur, can you maybe send me some?

    #64808
    Siggi Richter
    Participant

    Við Maggi Óli og Bergur Einars heilsuðum upp á landsbyggðina í dag og rúlluðum vestur á Grundarfjörð, í Mýrarhyrnu. Hugmyndin var að klifra Abdominal, og þegar við komum undir gilið og sáum að kertið leit út eins og mynd á póstkorti, létum við reyna á það. Við gerðum okkur greinilega ekki grein fyrir hvað bleyta er illgreinileg úr fjarlægð…
    Bergur leiddi upp í helli, sem var fínasta klifur. Undirritaður tók næstu spönn, og strax og hliðrað var út á kertið hófst trommusláttur lækjarniðarins á hjálminum, og þessum trommuslætti linnti ekki fyrr en í stans, 30 metrum ofar. Sjaldan hefur mér tekist að blotna jafn mikið í umhverfi sem ekki var ætlað til böðunar, en ætli ég geti þó ekki þakkað bleytunni fyrir að halda athyglinni að einhverju leiti frá því að það var fyrst fjórða skrúfa sem gubbaði út tiltölulega heildstæðum ísmassa við ísetningu, enda var fyrri hluti spannarinnar sundurkertaður.
    Að þessu undanskildu var klifrið stórskemmtilegt, frábær leið, og Maggi og Bergur komu hinir kátustu upp úr læknum á eftir mér. Þegar í stansinn var komið virtum við fyrir okkur seinustu spönnina, sem í þessum aðstæðum gaf fyrri spönninni lítið eftir. Spönnin virtist bjóða upp á sömu tjölduðu kertasúpuna, þó með eitthvað fleiri hvíldarmöguleika á leiðinni, en þarna var ekki hjá því komist að klifra upp sama vatnsflaum og við höfðum synt upp í fyrri spönn. Í frostinu voru línurnar núna farnar að hegða sér meir eins og lyftuvírar frekar en klifurlínur, og var lítið af búnaði sem ekki var myndarlega kápuklæddur. Að vel ígrunduðu máli létum við bara gott heita og sigum niður í kaffi.

    Við litum eitthvað yfir svæðið í kring, það er nóg af ís að hafa í Mýrarhyrnunni, en flest virðist úr fjarlægð hafa svipaða áferð og Abdominal, blautt og kertað.

    Nú langar mig reyndar að beina spurningu að reynsluhoknu aldursmeisturunum hérna, er einhver árstími sem er betri fyrir Mýrarhyrnu en annar?

    #64811
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór ásamt Palla Sveins í Glymsgil í dag (laugardag 6. janúar ´18).

    Fullt af ís í gilinu og skörin á ánni meiri en ég hafði reiknað með.
    En þar sem við vorum þarna í +3°C þá ákváðum við að hætta okkur ekki yfir tæpa skör handan við Hval 1 (önnur tæp aðeins lengra sem leit heldur ekki gáfulega út).
    Vippuðum okkur því bara í Hval 1 sem var í frábærlega skemmtilegum aðstæðum – passlega kertaður- og bólstraður og erfiðleikinn WI4+ eða létt WI5 (efri spönnin, fyrri WI4).
    Set með glæsilega mynd af göngumaðurinn Flosi Eiríksson tók af okkur í seinni spönninni af brúninni hinu megin við gilið.

    Sáum teymi í Nálarauganu í Brynjudal. Sáum ekki hverjir eða hvernig gekk (voru í miðri leið).
    Fullt af ís þar á bæ. Óríón og Ýringur smakkfullir af ís en Snati reyndar langt frá því að ná niður.
    Múlafjall kjaftfullt af ís sem fyrr.

    #64814
    Siggi Richter
    Participant

    Það vorum víst við Maggi Óli sem þið sáuð í Nálarauganu, frábær ís í fyrri hluta en eitthvað slappari í toppinn, en þó auðvelt að finna ísskrúfu ís hér og þar. Aðrar leiðir í sectornum virðast eiga töluvert í land.

    #64872
    Jonni
    Keymaster

    Ég fór ásamt Ága og Dóra Danger í Suðurstrandarrúnt á laugardaginn. Dóri var slæmur í maganum og varð því eftir á Shellskálanum í Hveragerði, öskrandi á postulín. Ég og Ági létum það ekki á okkur fá og keyrðum út á Klaustur. Við komum aðeins og snemma og þurftum að bíða af okkur kuldaskil sem voru að ganga yfir. Veðrið fór úr slydduviðjóð yfir í heiðskýrt á hálftíma og við ljósmynduðum allar leiðirnar á Klaustri og létum vaða í eitthvað nýtt innst inni við bæinn Mörk. Sú lína fékk nafnið Dominos. Næst hlupum við upp leið sem blasir við frá bensínstöðinni og gáfum henni nafnið Altarisgangan, þar sem hún er við Kirkjugólfið.

    Því næst brunuðum við í Skaftafell, því að sá sjaldgæfi aftburður hafði gerst að Svartifoss fraus, ekki vildum við missa af því. Við urðum fjórða teymið til að klifra hann á þrem dögum og hugsanlega það fyrsta til að ná því í birtu.

    Fyrir áhugasama eru komnar nýjar myndir á allar leiðir við Kirkjubæjarklaustur og Svartafoss sectorinn.

    #65119
    Kári B.
    Participant

    Fór með hóp úr HSSR í Brynjudal. Fórum í Stórahjalla, yst í dalnum. Fullt á ís en nokkuð blautur og krapaður. Annars góðar aðstæður.

    #65120
    Jonni
    Keymaster

    Fór með Matteo á Sólheimajökul í dag. Á leiðinni sáum við að allt undir Eyjafjöllum er inni, Paradísarheimt, Dreitill, Bjarta hliðin, Canada dry og fullt af óförnum leiðum. Í kringum Sólheimajökul er fullt af ís allan hringinn, vatnsís þ.e. svo fullt af jökulís eins og venjulega. Fórum tvær áður ófarnar leiðir eftir því sem við komumst næst.

    #65185
    Jonni
    Keymaster

    Teymi af tveimur Norðmönnum er að klifra hér og þar á Suðvesturhorninu. Samkvæmt þeim er Single malt inni, “Main pillar in good shape, lots of snow in the route and open in places”. Glymsgil ætti líka að vera ágætt, ” (#4 in topo, 100m WI3+ish. In shape). Hvalur 1 seems in conditions, 2 and 3 look thin at the top. Glymur may be doable.”

    #65770
    Bjartur Týr
    Keymaster

    Fór með Jóni Gauta í Skarðsheiðina í dag. Flottar aðstæður þar núna. Glerhart færi og tilturlega auðvelt að keyra inn undir Skarðshorn. Fórum Skessuþrep sem var í skemmtilegum aðstæðum. Dálítið þunnt í seinustu höftin þó. Læt fylgja myndir af Skessuhorni og Skarðshorni.

    #65775
    Bjartur Týr
    Keymaster

    Fór með Matteo í Ýring í Brynjudal í dag. Fínar aðstæður þar. Neðstu höftin voru örlítið blaut og brattasta haftið var nokkuð kertað.

    Sáum líka slatta af ís inn í Eilífsdal og Hrútadal.

Viewing 25 posts - 26 through 50 (of 53 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.