Ísaðstæður 2012-2013

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2012-2013

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #57968

    Þið eruð greinilega búin að koma heilavöðvanum vel í gang. Flott hjá ykkur að fara þarna hægra megin. Viðar talaði einmitt um að hann og Ívar hafi farið þessa línu eitt árið.

    Þarf ekki eiginlega að tala um þetta sem alveg sér afbrigði og jafnvel gefa þeirri línu sitt eigið nafn? Það er augljóslega ekki alveg það sama að klifra Óríon eða Óríon.

    Fleiri fossar í Flugugili. Man einhver hvað þetta heitir og er gráðað?” Við klifruðum þetta á leiðinni uppeftir. Fín upphitun, ekki erfitt… sirka þriðja gráða plús. En þá er ég að meina upp að skálinni þar sem skeggið nær ekki niður. Vorum ekki með neinn klettagír og gátum því ekki mixað okkur þar upp.

    #57969
    Gummi St
    Participant

    Við Addi vorum að klára 3 daga helgi, fórum Single malt on the rocks á föstudaginn, tvær stuttar leiðir í Skálagili Haukadal í þokunni í gær og svo í dag fór Óðinn með okkur í Stíganda í Múlafjalli.
    Nóg af ís og funky regnhlífar í Múlafjalli, aðstæður annars góðar í vissum leiðum í Múlanum og frábært veður. Einhver hefur farið á undan okkur í Stíganda þar sem við sáum v-þrætt prússík neðst í lykilhaftinu.

    Vorum helst hræddir um að vera skotnir þegar við myndum kíkja með hvítu hjálmana yfir brúnina. Nóg af byssumönnum útum allt.

    Var að setja í gang að taka inn á tölvuna myndirnar sem ég læt rúlla meðan ég sef, er samt trúlegast um 10Gb af rassamyndum…

    #57970
    Sissi
    Moderator

    Undirritaður, Freyr og Baldur fóru í tvær skemmtilegar leiðir rétt vestan við Flugugil, óhætt að mæla með þeim. Þær eru ekki í leiðarvísinum, veit einhver hvort þetta heitir eitthvað?

    [img]https://lh5.googleusercontent.com/-90izsDY87L8/ULNnjCBxZJI/AAAAAAAAK6k/eouC1Naz32E/s720/IMG_6967.JPG[/img]

    https://picasaweb.google.com/104240981616495770314/201211Brynjudalur?authkey=Gv1sRgCJLZ8IfvgILVAw#

    #57971

    Við Viðar vorum að koma úr Tvíburagili. Hér er mynd sem sýnir ástandið þar núna. Lítill ís í Ólympíska en alveg óvenjumikið í t.d. HFF.

    [attachment=497]IMG_3480.jpg[/attachment]

    Svo er önnur sem ég tók á leiðinni til baka og sýnir hvernig 55° eru og dótið þar í kring.

    [attachment=498]IMG_3484.jpg[/attachment]

    #57972
    2109803509
    Member

    Hér eru nokkrar myndir til viðbótar frá Óríon og Kertasníki fyrir áhugasama. Eða heitir hin síðarnefnda e-ð annað? Fann e-ð lítið um þetta með því að gúggla. Er Kertasníkir í Austurárdal? Hvað heitir þá þessi?

    Lúkkar!

    #57974
    1207862969
    Member

    Helgi, Sjonni og Árni fóru í sólbakaðan og „þúúmmmpandi“ Grafarfoss í gær. Hann sást fyssa á stöku stað, en ekki mikið mál að finna færar leiðir upp. Tók vel við öxum og temmilega við skrúfum.

    Einhverjir höfðu líklega verið þarna daginn áður. Kannski djarfar rjúpnaskyttur á Rambo-broddum?

    Tókum stystu ísleið á Íslandi á leiðinni heim, „bröttu leiðina“ upp á Úlfarsfell.

    Allur Grafarfoss
    [attachment=499]IMG_1860.JPG[/attachment]

    Hægri hluti Grafarfoss
    [attachment=500]DSCN2162.JPG[/attachment]

    #57984
    Otto Ingi
    Participant

    Ég, Birgir og Ásdís (HSSR lið) fórum í Single malt on the rocks í bröttubrekku 25 nóv. Frábær leið fyrir byrjendur, fullt af stuttum höftum og hægt að labba út úr leiðinni eftir hvert haft. Tókum hana frá byrjun og það var alveg allur dagurinn. Nóg af ís þarna síðustu helgi.

    Ég og Birgir fórum svo í Múlafjall í dag, fullt af ís en hann var rosaleg kertaður og þétt sturta í öllum fossum. Ég gleymdi hjálminum í bænum þannig að við löbbuðum upp fyrir leiðirnar og klifruðum Rísanda og Stíganda í ofanvaði (skiptumst á að nota hjálminn hans Bigga). Þetta var nú reyndar lán í óláni því hvorugur okkar hefði þorað að leiða þetta í þessum aðstæðum.

    Fundum þessa hnetu ásamt karabínu í mosanum fyrir ofan Rísanda, ef eigandinn vill fá þetta má hann hafa samband við mig í sima: 6918666

    [attachment=502]2012-12-0116.54.50.jpg[/attachment]

    Læt eina mynd fylgja af hafti númer 2 í Stíganda.

    [attachment=503]2012-12-0114.42.14.jpg[/attachment]

    kv.
    Ottó Ingi

    #57985
    0909862369
    Member

    Fór ásamt tveimur Gnúpverjum í NA hluta Vörðufells í Biskupstungum þar sem við fórum mjög greinilega línu sem sét vel frá veginum. Gilið gæti heitið Tæpastígsgil eða Gunnugil (samkvæmt korti) En spurningin er hafa menn verið að brölta þetta áður, ef svo er hvaða nafn ber þá þessi leið og hvað var hún gráðuð?
    Við tókum þetta í tveimur spönnum, fyrri spönnin tæpir 60m og sú seinni milli 40m og 50m. Hressandi höft inni á milli (WI3+/WI4- ?), en annars þægilegt klifur.
    En hvað segja vitrir menn, ber þessi leið ekki eitthvað nafn?
    [attachment=504]Vordufell.jpg[/attachment]

    #57986
    Freyr Ingi
    Participant

    Sæll Sævar,

    ég hef ekki heyrt af klifri á þessum slóðum fyrr en nú.

    Ég legg til að þú og Gnúpverjarnir skráið leiðina sem frumfarna og komist að því hvaða nafn er á gilinu. Hendið svo nafni, gráðu, lengd og upplýsingum um aðkomu með og haldið áfram að klifra. ;o)

    #57988
    Karl
    Participant

    Líklega er þetta annað giljanna sem sjá má á þessari mynd:
    Örnefnasjá

    Ég birti loftmynd af þessu tagi um daginn af Tindfjallaskála. Örnefnasjá LMI er frábært verkfæri til þess að sýna klifurleiðir og aðkomu að leiðum.

    Tilvísun af þessu tagi er gerð með því að frysta viðkomandi ramma með hnappnum “Geyma hlekk” og líma svo slóðina hér inn.

    #57989
    1506774169
    Member

    Fórum við 4 mann inn í Villingadal í gær og klifruðum í hliðargilinu sem liggur til suðurs innst í dalnum. Það voru prima aðstæður og nægur ís.

    #57998
    1207862969
    Member

    Tvíburagil er næstum íslaust þann 6. desember 2012

    #58007
    Arni Stefan
    Keymaster

    Við Viktor fórum í Villingadal í gær. Þar er böns af ís og fínt klifur.

    [attachment=508]1_2012-12-09.jpg[/attachment]

    “Aðal” fossarnir.

    [attachment=509]2_2012-12-09.jpg[/attachment]

    Gilveggurinn vinstra megin í dalnum.

    Í dag var svo Brynjudalur nánast íslaus, reyndar Flugugil frekar hvítt og við sáum ekki nógu vel hvort það væri nægur ís eða hvort þetta væri mest snjór. Annað í dalnum er íslaust.

    Spori og nágrannar hans eru síðan sæmilega feitir og bóndinn bara hress.

    #58016
    Sissi
    Moderator

    Stuð í Múlafjalli í gær, nokkrar myndir

    Sjá einnig umfjöllun hér

    [attachment=512]mlafjall_regnhlf_des12.JPG[/attachment]

    #58033
    Sissi
    Moderator

    Stuð í Múlafjalli um þessa helgi líka, mjög vel heppnað jólaklifur hvar á fjórða tug lömdu klaka.

    Myndir

    [attachment=515]IMG_7090.JPG[/attachment]

    #58083
    Sissi
    Moderator

    Gleðilegt ár.

    Væri ekki skemmtilegra að nota þráðinn sem Árni stofnaði í haust í allan vetur og hafa þetta allt á einum stað, gerir auðveldara að fletta upp í þessu á einum stað.

    Set inn hliðarþráðinn sem myndaðist yfir jólin hérna: https://www.isalp.is/forum/7-is-og-alpaklifur-/13695-isaestaeeur.html#13712

    Heyrði að menn kíktu líka í Kistufell í dag, ekkert spes aðstæður skilst mér þar.

    #58090

    Er alveg sammála Sissa um að nota þræði sem fyrir eru í stað þess að gera sífellt nýja. Set því mitt síðasta innlegg inn aftur og þá í þennan þráð. Í grunninn fjallar þessi þráður um ísaðstæður en það skiptir litlu máli að lýsa því núna hvernig þetta var hjá okkur á nýársdag, þetta var á síðasta frostadegi í einhvern tíma og allt sem var þá á hraðri niðurleið.



    Við Skabbi paufuðumst upp Grafarfoss og síðan Kókostréð í dag (01.01.2013) í blíðunni, sem er víst á undanhaldi því miður.

    – b

    #58157

    Hjálparsveit skáta í Garðabæ hélt fjallamennskunámskeið í Villingadal á sunnudag. Þar er fínn ís og voru fossarnir í hvilftinni notaðir fyrir kennslu.

    Sendi tvær myndir með.

    Vesen að koma inn myndum. Setti myndir inn á agust.smugmug.com

    Ági

    #58158
    3103833689
    Member

    Hey frábært að heyra af aðstæðum. Var einmitt að velta fyrir mér að renna í Villingadalinn síðasta sunnudag. Nennti svo ekki að taka sénsinn á aðstæðum og veðri.

    Við Jón Smári fórum í Tvíburagilið í staðinn. Þar hefur alveg verið meiri ís en það þarf sem betur fer ekki mikið til að gleðja.

    #58164
    Gummi St
    Participant

    Ég, Addi og Óðinn fórum í Villingadalinn í dag og gerðum góðan dag. Nóg af ís í leiðunum en dáldið af snís/skel sem gerir þetta bara skemmtilegra.

    Keyrðum svo framhjá Múlafjalli á leið heim og það er farinn að myndast svoldill ís þar en það lítur út fyrir að vera þunnt. Mega hengja fyrir ofan Orion.

    #58168
    Arnar Jónsson
    Participant

    Myndir frá ferð okkar í Villingadalinn eru komnar inná climbing.is

    #58231
    1205835739
    Member

    Fór 2 daga í Villingardal ásamt Frey, Jón Heiðari og Ragga ofl þegar við kenndum fagnámskeið í fjallamennsku fyrir SL um helgina. Það er nægur ís í Villingardal en á því miður engar myndir. Einnig er farið að myndast ís í Múlafjalli eftir hlýindin og leit út fyrir að eitthvað af leiðunum þar væru í aðstæðum og ætti allavega að geta orðið gott ef veðurspáin út vikuna rætist.

    #58232
    helen
    Member

    Ég, Dísa og Áslaug skelltum okkur í Spora í gær, nægur ís til staðar.

    [attachment=537]spori.jpg[/attachment]

    Kv. Helen

    #58240
    Otto Ingi
    Participant

    Ég, Arnar og Jonni klifruðum Ýring í dag í fínum aðstæðum. Fullt af ís í Hvalfirði ef fólk er að velta fyrir sér að fara að klifra á morgun.

    #58246
    Otto Ingi
    Participant

    Ég, Arnar Halldórsson og Daníel Másson klifruðum Spora á sunnudaginn, fullt af ís í kjósinni.

    Myndir frá ýring á laugardeginum

    Myndir frá Spora á sunnudeginum

    Þetta eru facebook mynda albúm og ég held að þau eigi að vera opin fyrir öllum.

    kv.
    Ottó Ingi

Viewing 25 posts - 26 through 50 (of 55 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.