Tröllaskagi

Ís- og alpaklifur á Tröllaskaga skiptist niður í Siglufjörð, Héðinsfjörð, Ólafsfjarðarmúla, Svarfaðardalur, Búrfellshyrna, Kerling og Skíðadalur.

Siglufjörður

Ís í fjallshlíðinni beint fyrir ofan bæinn við gömlu rafstöðina og í Skútudal við göngin

Siglufjarðar seigur – WI 2-3
Myrkraverk – WI 2

Héðinsfjörður

Ísþil í Héðinsfirði allt frá 15m uppi 60-70m.

40 mín gangur frá vegi meðfram sjónum. Gamalt neyðarskýli er á svæðinu sem stendur til að gera upp og hægt verður að nota sem skála.

Sögur herma að talsverðir möguleikar séu fyrir ísklifur í Héðinsfirði

Þingmannaleið – WI 2-3

Ólafsfjarðarmúli

Allar upplýsingar um Ólafsfjarðarmúla eru fengnar út leiðavísinum „Ólafsfjarðarmúli“ eftir Sigurð Tómas Þórisson og Jökul Bergmann.

Ólafsfjarðarmúli telur samtals 12 leiðir sem skiptast niður á fjögur undirsvæði, Svartskeggur, Sjóræningjavogur, Plankinn og Flæðarmálið.

Svæði A – Flæðarmálið

A1 Sægreifinn – WI 5
A2 Lambaskersfoss – WI 4
A3 Hart í bak – WI 4
A4 Landkrabbinn – WI 4
A5 2009/2010 – WI 3+

Svæði B – Plankinn

B1 Mígandi – WI 4+

Svæði C – Sjóræningjavogur

C1 Rip tide – WI 6+
C2 Dead calm – WI 6
C3 Surfs up – WI 5+
C4 Gale force – WI 5

Svæði D – Svartskeggur

D1 IceSave was not Safe – WI 4+
D2 Smooth sailing – WI 3+

Sunnan Ólafsfjarðarmúla

Sunnan við klifursvæðin sem skráð eru í leiðavísinum „Ólafsfjarðarmúli“ má finna nokkur ókönnuð svæði.  Eins og minnst er á í leiðarvísinum sést hluti svæðisins þegar keyrt er suður, frá Ólafsjarðargöngum til Dalvíkur.

Horft til norðurs með dróna. Hér sést hluti svæðisins “Sunnan Ólafsjarðarmúla”.

Klif – Svali sektorinn

Þetta er syðsta svæðið sem sést frá vegi þegar keyrt er suður. Það afmarkast af Flesjahorni, sem skagar út í Eyjafjörð til móts við nyrsta odda Hríseyjar. Mælt er með því að keyra örlítið sunnar og leggja bílum á malarslóða sem teygir sig í átt að svæðinu – frekar en að leggja í vegarkanti á Ólafsfjarðarvegi, ef aðstæður leyfa. Þá er gengið í norður og má nýta sér lækjarfarveg sem þægilega niðurgönguleið í flæðarmálið (66°01’43.4″N 18°30’49.9″W).

Niðurgönguleið, Sunnan Ólfasfjarðarmúla
Niðurgönguleið í Svala sektorinn við Klif

Aðeins ein leið hefur verið skráð en möguleikar eru á talsvert fleiri leiðum, bæði á þessu svæði og svæðunum norðan við.

  1. Ísbað – WI 4+

Svarfaðardalur

Svarfaðardalur liggur frá Eyjafirði og til suðurs, greinist svo í tvennt um það bil 12 km frá dalsmynninu, Svarfaðardalur í vestri og Skíðadalur í austri, fjallið sem aðskilur þá er fjallið Stóll, en hádindur þess er Kerling. Þess má geta að Búrfellshyrna er í Svarfaðardal en fær hér að vera sér undirsvæði sökum stærðar.

 

Urðir
Rétt áður en komið er að bænum Urðir í Svarvaðardal er flott skál sem er ekki langt frá vegi. Í skálinni eru flottir möguleikar á nýjum leiðum, en ekki er vitað til þess að nein af þeim hafi verið klifruð upp á topp eða eins langt og hægt er að komast.

Urðarrani – WI 3+

Hnjótafjall

Hjótafjall NA hryggur

 

Búrfellshyrna

Búrfellshyrna er fjall í innanverðum Svarfaðardal. Það nær 1.091 metra hæð á hæsta tindi. Neðan undir fjallinu eru bæirnir Búrfell og Hæringsstaðir. Sitt hvorum megin við það eru stuttir afdalir, Búrfellsdalur og Grýtudalur. Í Búrfellsdal er Búrfellsjökull, lítill daljökull sem vakið hefur athygli jöklafræðinga því hann hleypur fram á nokkurra áratuga fresti og er því svokallaður hlaupjökull. Afhverju leiðirnar sem líta út fyrir að vera jafn langar eru á bilinu 650-800 m, vitum við ekki, ef einhver er með nákvæmari mælingu á þessu þá væri frábært að fá hana.

Rauð lína: Ormapartý – III, WI 4, 200m
Svört lína: Wanker syndrome – III, AI 2, WI 3, M 4, 750m
Gul lína: Ýmir – III, AI 2, M 3, 650m
Rauð lína: Ósk Norðfjörð – III, AI 2, WI 4+, 800m

Kerling

Kerlingareldur – 5.9 trad

Skíðadalur

Stakar leiðir hér og þar um dalinn

Gamlársparý – WI 5
Hálsbrjótur – WI 4
Lambakjöt – WI 3
You can take the Scotsman out of Scotland, but… – WI 3+
…you can’t take Scotland out of the climber – WI 3
Super Dupoint – WI 5

Directions

Ýmist er hægt að fara Siglufjarðarveg eftir vestanverðum Tröllaskaga að svæðunum eða Ólafsfjarðarveg eftir austanverðum skaganum.

Map

Leave a Reply