Hörgárdalur
Hörgárdalur liggur frá Eyjafirði og suðvestur inn í land að Öxnadalsheiði. Hörgárdalur greinist í sundur 13 km frá dalmynninu og skiptist í Öxnadal, Hörgárdal, Myrkárdal, Barkárdal og Syðri-Sörlártungudal. Nokkrar leiðir eru þekktar í Hörgárdal og Öxnadal sem og á Hraundranga sem er á fjallsegg mitt á milli dalana.
Öxnadalur
Djúpur dalur í vestanverðum Eyjafirði, inn af Hörgárdal. Hann er um 25 kílómetra langur frá mynni dalsins við Bægisá inn að Öxnadalsheiði. Um hann fellur Öxnadalsá. Hringvegurinn, þjóþvegur 1, liggur um Öxnadalsheiði og Öxnadal áleiðis til Akureyrar.
Öxnadalur merkir eiginlega nautgripadalur eða uxadalur. „Öxn“ er hvorugkynsorð í fleirtölu, þau öxnin, og er gamalt orð um nautpening, skylt uxi. Samkvæmt Landnámabók var Öxnadalur numinn af Þóri þursasprengi.
Leiðirnar hér eru á víð og dreif og lítið virðist vera til af myndum, aðsendar myndir eru vel þegnar. Hér er einnig ein óstaðsett leið, Rörið, upplýsingar um hana eru einnig vel þegnar.
Svæði 1 í Öxnadal (Efstaland)
Engin mynd er til af leiðinni eins og er.
- Two Fat Boys – WI 3
Svæði 2 í Öxnadal (Steinstaðir II)
Hægt að leggja bílnum við Steinstaðir II. Endilega banka upp á hjá bóndanum og biðja um leyfi til að leggja.
Klettabeltið sést greinilega frá bænum og tekur ca. eina klukkustund að labba uppí leiðir frá bóndabænum.
Einhvað var að flottum mix leiðum þarna.
- Sólbaðið -WI3
- Unclimbed
- Unclimbed
- Unclimbed
- Unclimbed
- Party Klifrið -WI3+
- Vitalys-nightmare – W3+
- wiener-schnitzel -WI4+
- Unclimbed
Svæði 3 í Öxnadal (Örlygur)
Hægt að leggja bílnum við Engimýri II. Endilega banka upp á hjá bóndanum og biðja um leyfi til að leggja.
Hnit á klettabeltinu 65°34’10”, -18°30’44”
Frá bóndabænum tekur aðkoman að klettinum ca. eina klukkustund Leiðirnar eru á milli 500m og 600m yfir sjávarmáli svo að ætla má að þær hangi inni í aðstæðum þó svo að hlýni aðeins á láglendi.
1. Thin/mixed? line (unclimbed)
2. First date – WI4
3. Örlygur – WI4
4. Uxi – WI4
5. Unclimbed
Svæði 4 í Öxnadal (Súlan)
Stærsta svæðið í Öxnadal, hér eru í kringum 5 leiðir og möguleiki á nokkrum í viðbót
GPS hint af útskoti sem hægt er að leggja í: 65.537868, -18.570634. Ef einhver snjór er á svæðinu er ekki hægt að leggja venjulegum fólksbílum í þetta útskot.
- Yersinia – WI 3
- Unclimbed
- Súlu sectorinn
- Rennibrautin – WI 3+
- Maxi popp – WI 3
- Súlan – WI 4
- Unclimbed
- Samloka Bjarka – WI3
Svæði 4 í Öxnadal (Varmavatnshólum)
Hægt er að leggja afleggraum til að komast í Varmavatnshólum þaðan er rúmur klukkutíma labba í leiðina.
Ein leið eins og komið er en eru nokkrar þarna í viðbót bæði ís og mix.
Svæði 6 í Öxnadal (Heiðarfjall)
- Gollurshús – WI 3+
Svæði 7 í Öxnadal (Skagafjarðarmegin við heiðina)
- Kertið í Kotinu – WI 4
Hraundrangi
Áberandi tindur í Drangafjalli, upp á hann eru þekktar tvær leiðir. Auk þess er leið upp á Kistuna, næsta tind sunnan við Hraundrangan. Einnig segir sagan að Alex Lowe hafi í einni atrennu þverað alla eggina, ef einhver hefur frekari upplýsingar um það, þá má endilega koma þeim til klúbbsins.
Hér eru einnig tvær erfiðar Mixaðar línur í Drangafjalli undir Hraundranga
Rauð punktalína: Hraundrangi, upprunalega leiðin
Hvít punktalína: NV hryggur Hraundranga – D+, M 5
Rauð lína: Kistan
Hoarniglsheidi – M 7 / WI 6
Exciting Trousers – M 6
Hörgárdalur
Ný dönsk
Lagt er við bæinn Flögu, sem er síðasti bærinn áður en komið er að Staðarbakka þar sem gangan upp á Drangann hefst yfirleitt. Í klettabeltinu er urmull ísklifurleiða sem hafa víst verið klifraðar oft í gegnum tíðina án þess að Ísalp hafi vitað af. Því hafa nöfn og gráður skolast til og eru allar nýjar eða betri upplýsingar vel þegnar (eins og alltaf). Leiðirnar á svæðinu heita allar eftir lögum með hljómsveitinni Ný dönsk.
- Skynjun
- Regnbogaland
- Apaspil
- Horfðu til himins – WI 4+
- Veröld – WI 4
- Tilvera – WI 4
- Draumur
- Nostradamus
- Skjaldbakan
- Hlébarði
- Eplatré
- Hjálpaðu mér upp
Directions
Frá Reykjavík er ekið í norður í átt að Akureyri. Ef þið sjáið Hraundrangann, þá eruð þið á réttum stað.