Dýrafjörður

Vestfjörðunum er skipt niður í: Barðaströnd, Arnarfjörður, Dýrafjörður, Ísafjarðardjúp og Hornstrandir

Mest hefur verið klifrað í Dýrafirði á Ísklifurfestivali Ísalp árið 2013. Þá var klifrað á tveimur stöðum, Eyrardal sunnan megin í firðinum og í Garðshvilft norðan megin í firðinum. Á festivalið mættu atvinnu ísklifrararnir Dawn Glanc og Tim Emmett. Með þeim í för var ljósmyndara teymi en þar á meðal var Keith Ladzinski sem er hvað þekktastur fyrir sportklifur myndbönd.

Eitthvað hefur skolast til í skráningunni síðan 2012 og 2013 og því eru einhver göt sem á eftir að fylla í

Dawn Glanc og Stanislav Vrba komu svo við í Dýrafirði árið 2014 og klifruðu fleiri leiðir.

Garðshvilft

Garðshviflt er staðsett norðan megin í Dýrafirði, eiginlega andspænis Eyrardalnum. Dawn Glanc er sennilega fyrst til að klifra í hvilftinni en hún frumfór eitthvað af línum þarna fyrir 2013 (sem við höfum ekki upplýsingar um). Því næst var klifrað þarna á ísklifurfestivali 2012 í slæmu veðri og 2013 í fínasta veðri.

Leiðir 4-9 gætu einhverjar ekki verið alveg rétt staðsettar sökum nokkuð óskýrra mynda og misræmis í heimildum.

  1. Bleikt og blátt – WI 5
  2. Palli?
  3. Vindlar faraós – WI 5
  4. Comedy of errors – WI 4
  5. Hamlet WI 5
  6. Óþelló – WI 4
  7. Ofviðrið – WI 3+
  8. Gogglurnar – WI 3+
  9. Rómeó og Júlía – WI 5

Eyrardalur

Stór falleg skál með klifri allan hringinn. Það tekur u.þ.b. hálftíma að ganga inn í miðja skálina og svo annan hálftíma upp að leiðunum.

  1. Úlfur – WI 3
  2. Garmur – WI 3+
  3. Fenrir – WI 4
  4. Freki – WI 4
  5. Vargur – WI 4
  6.  Óþekkt gömul
  7. Blái lótusinn – WI 5-
  8. Bleiki Pardusinn – WI 5
  9. Locals only – WI 5+
  10. Ego problem – WI 6
  11. Seaweed – M 7 / WI 5+
  12. Checking out seals – M 7 / WI 5+
  13. Right out of the fjord – WI 5
  14. Óklifin
  15. Óklifin
  16. Grasleysa – WI 3
  17. Óklifin

By Dýrafjarðargöng

Park your car by the tunnel and walk to the first gully. The river is called Bæjará. The gully has two nice routes

Directions

Á veturna eru Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði yfirleitt ófærar. Því er eina leiðin í Dýrafjörð oftast frá Ísafirði, 40-60 mínútna akstur.

Map

Video

Leave a Reply