Breiðdalur
Allar upplýsingar um Breiðdal eru fengnar úr leiðavísinum “Breiðdalur” eftir Sigurð Tómas Þórisson.
Breiðdalur er í syðri hluta Austfjarða og liggur rétt norðan við Berufjörð. Fyrst var klifrað í Breiðdal árið 2007 – Hreindýrafoss og Chocolate Chaud en meirihluti leiðanna voru klifraðar á Ísklifur festivali ÍSALP árið 2008.
Lítill bær að nafni Breiðdalsvík liggur við ströndina norðanmegin í dalnum. Þar er verslun með helstu nauðsynjar og aðrar þarfar þjónustur.
Hægt er að gista í farfuglaheimili Berunes, nokkra km inn eftir Berufirði, sirka 20-40min keyrsla frá klifursvæðunum. Einnig er hægt að hýsa stærri hópa (20-30 manns) í mjög fínum veiðiskála Breiðdals (www.strengir.is/breiddalsa) en hann er einungis 10min frá Tröllhömrum.
Eins og er má finna 25 skráðar leiðir í Breiðdal. Erfiðleikar leiðanna eru allt frá WI3 upp í M10 og lengdir frá 15m upp í 100m+. Flestar leiðirnar snúa í norður og verða því seint sólbakaðar þegar dagarnir fara að lengjast eftir vetrar sólstöður. Tröllhamra og Pálskletta svæðin eru í um það bil 200-300m hæð og haldast því góð lengur en Flögugil, sem liggur við ströndina.
Það eru enn góð tækifæri fyrir nýjar leiðir á svæðinu, nokkrar línur um WI4 í Pálsklettum og nokkrar erfiðar mix leiðir í Flögugili auk stakra leiða og nýjar útgáfur af gömlum leiðum. Einnig er mikið af leiðum í Berufirði sem bíða fyrstu heimsókna.
Chocolate Chaud (M10), í Flögugili, er frægasta leiðin á svæðinu og var mynd af henni framan á tímaritinu Alpinist (Vetur 2007/08, tbl. 22).
M. Múlaklettar
- Partýbær – WI 4
Pylsupartý
Eurovisionpartý - Kántríbær – WI 3
- Menntavegurinn – WI 4
——————————————————
B. Tröllhamrar
- Vegur viskunar – WI 4+
- Launaþrællinn – WI 4+
- Stálin stinn – WI 5/ M 6
- Svartur afgan – WI 5
- Gredda nærri banvæn – WI 4+
- Paradísarfuglinn – WI 5
- Gerðist snemma þaulkunnur gatinu – WI 5
- Flagð undir fögru skinni – WI 3
A. Flögugil
—————————————————–
- Litlir sætir strákar – WI 3
- Allir mínir sjúku órar – WI 3+
- Leiðsluboltinn – M 5
- Byrja hér – WI 5
- Krókódílamaðurinn – M6
- Drög að sjálfsmorði – M7
- Chocolate Chaud – M10
R. Rauðihryggur
C. Pálsklettar
Þegar að leiðir 1-7 voru fyrst farnar, þá var vonskuveður. Mikill vindur, spindrift og skortur á yfirlitsmynd olli því að ekki var unnt að staðsetja hver hefði farið hvað. Vonandi greiðist úr þessu í framtíðinni.
Ef að klettabeltinu er fylgt í vestur, áleiðis upp að Breiðdalsheiði er komið að Hreindýrafoss og Á fallandi fæti.
Ef klettabeltinu er fylgt í austur út dalinn er fljótlega komið að sectornum Rauðahrygg, en þær leiðir tilheyra strangt til tekið Pálsklettum líka, þó að þessu sé skipt upp svona til einföldunar.
- Lengi er von – WI 4
- Spindrift dauðans – WI 4
- Ókeypis er allt það sem er best – WI 4
- Nóttin hefur augu eins og flugan – WI 4+
- Fyrir fallið – WI 4
- Dóra-te –
- Gleymér –
- KB –
- Depill – WI 4
———————————————————–
D. Breiðdalsheiði
T. Tindar við Breiðdal
Talsvert er af formfögrum tindum sem sjást úr Breiðdal, sennilega eitthvað af þeim alaveg ófarnir.
Directions
Breiðdalur er auðveldlega sóttur af Þjóðvegi 1 og hægt að nálgast úr norðri og suðri. Ef keyrt er frá Egilsstöðum er hægt að keyra yfir Breiðdalsheiðina en betra er að keyra firðina ef aðstæður eru slæmar. Athugið að vegirnir eru oftast ísaðir á veturna og best er að hafa góðan fjórhjóladrifin bíl þegar ferðast er um á veturna.
Flögugil er um það bil fyrir miðju Breiðdals, nokkrum km vestan við Tröllhamra, þar sem áin Flöguá kemur niður úr fjöllunum. Aðkoman frá þjóðveginum er 15min létt ganga.
Tröllhamrar eru fyrir ofan Randversstaði, fyrir miðju Breiðdals. Aðkoman er 45-60min brött ganga upp frá Randversstöðum.
Pálsklettar eru innst í Breiðdalnum, rétt áður en farið er upp á Breiðdalsheiðina. Aðkoman er um það bil 1klst ganga frá Þjóðveginum.