Botnssúlur

Ísalp hefur um árabil átt og séð um skálann Bratta í Súlárdal í Botnssúlum. Skálinn hefur lent í ýmsum hremmingum í gegnum tíðina. Farið var með nýjan skála upp í Súlárdal í mars 1983. Gengið var frá honum þannig að hann myndi þola vond veður þar til að gengið væri endanlega frá honum um sumarið. 17 apríl gerði hins vegar fárviðri af norðaustri. Að sögn bænda í Brynjudal var þetta alversta veður í áraraðir og fuku meðal annars þök af húsum þar. Í þessu veðri fauk Bratti í heilu lagi og brotnaði niður í spýtnabrak. Strax var hafist handa við endurbyggingu og 1984 var kominn upp nothæfur skáli.
2011 var Bratti aðframkominn vegna slæms viðhalds og var fluttur í bæinn til lagfæringar. Árið 2014 fékk klúbburinn nýjan og veglegan skála að gjöf frá bílaframleiðandanum Land Rover og kemur sá skáli til með að leysa Gamla-Bratta af hólmi. Gamli-Bratti var gefinn til að rýma fyrir þeim nýja og hann þjónar nú sem verkfæraskúr við sumarbústað á Suðurlandi.
Til stendur að flytja nýja skálann upp í Botnssúlur næsta vetur í samstarfi við Ferðafélag Íslands.

Frá Bratta eða úr Súlárdal, einnig þekktur sem Súludalur, er hægt að stefna á nokkrar mismunandi Súlur. Skráðar eru leiðir í Hásúlu, Miðsúlu og Syðstusúlu en líklegt þykir að hægt sé að fara leiðir í Vestursúlu eða í Súlnabergi.

Gefnir hafa verið út nokkrir leiðavísar um Botnssúlusvæðið:
Leiðavísir Ísalp nr. 6 – Botnssúlur, fyrri hluti
Leiðavísir Ísalp nr. 7 – Botnssúlur, seinni hluti
Leiðavísir Ísalp nr. 19. – Leiðir í Bratta

1. Syðstasúla (1093m)
Hæðsta Súlan og jafnframt sú vinsælasta til að ganga á.

Norðausturhlíð
1. Austurhryggur – Gráða I
2. Klettur – Gráða I
2a. Klettur afbrygði – Gráða II
3. Þrengslin – Gráða III/IV
4.  Farartálmi – Gráða II

Norðurhlíð
4a. Scottsrif – Gráða III/IV
4b. Morgunfýla – WI 3/4

Norðvesturhlíð
5. Tog – Gráða II
5a. Þel – WI 3
6. Dráttur – Gráða II

2. Háasúla (1023m)
Læðsta súlan í Botnssúlum, aðeins Súlnaberg er lægra. Ekki er vitað hvaða kaldhæðni var í gangi þegar að þessi tindur var nefndur eða hvort að fólk hafi almennt haldið að Háasúla væri hæðst.

Norðurhlíð
Norðurveggur – WI 3

Vesturhlíð
7. Vesturgil – Gráða II
8. Norðurgil – Gráða II

3. Miðsúla (1086m)
Jafn há og Vestursúla og stendur næst skálanum Bratta. Leiðirnar á norðurhlíðinni eru nefndar eftir frægum persónum úr Andabæ Ripp, Rapp og Rupp. Bræðurnir þrír eru jafnhæfir í öllu, hvort sem um er að ræða að gáfnafari, leikhæfni í tölvuleikjum, og eru allir jafnir að hæð og þyngd, þetta kemur saman við leiðirnar þrjár sem eru allar Gráða I/II og eru 90-100 m

Suðausturhlíð
9. Direct – Gráða II/III
10. Sveigjan – Gráða I

Norðurhlíð
11. Ripp – Gráða I/II
12. Rapp – Gráða I/II
13. Rupp – Gráða I/II

4. Vestursúla (1086m)

Vinsæll tindur til að ganga á, sérstaklega úr Botnsdal. Engar leiðir skráðar hér en sennilega hægt að klifra eitthvað.

5. Súlnaberg (954m)
Engar leiðir skráðar en nafnið gefur til kynna að þarna sé eitthvað sem vert er að skoða.

Directions

Frá Reykjavík er ekið eftir Þingvallavegi, þar til komið er að Uxahryggjavegi (550), þar er ekið inn um 1,6 km inn og svo er beygt út á grófan vegslóða, sem liggur inn að vesturhlið Botnsúlna. Þaðan er hægt að ganga inn Súlárdal að Bratta.

Map

Leave a Reply