Berufjörður

Í Berufirði á Austfjörðum er af talsvert miklum ís að taka. Þegar þetta er skrifað eru skráðar 19 leiðir í Berufirði að tindum og alpalínum meðtöldum, svo að fyrir þann sem nennir að keyra austur á firði, þá er nóg í boði af óklifruðum leiðum. Árið 2016 dróg til tíðinda í Berufirði þegar að Sigurður Tómas og Róbert Halldórsson klifu austurhlið Búlandstins, sem var búið að vera óklárað verkefni íslenskrar fjallamennsku síðustu áratugi.

Fyrstu ísleiðirnar í firðinum voru klifraðar árið 2007 af Albert Leichtfried og Markus Bendler. Tveim árum síðar voru nokkrir Íslendingar á ferð um fjörðinn, þeir Björgvin, Skarphéðinn, Sveinn Friðrik og Haraldur. Klifruðu þeir einar 6 leiðir í Bolabotnum og í Dys. Ekki var mikið klifrað í firðinum þangað til á Ísklifurfestivali í Breiðdal árið 2018 en þá bættist eitthvað við af leiðum ásamt því að núna á vefurinn alveg óskaplega fínar myndir úr firðinum.

A. Búlandstindur

  1. Búlandstindur – Austurveggur – WI 5

B. Dys

  1. Gengið í svefni – WI 4
  2. Triple step – WI 5
  3. Albatros – WI 5
  4. Adrenalín – WI 5

C. Fossárvík

Sector sem var klifraður í hálfgerðu djóki og grenjandi rigningu. Fínasta roadside klifur, hentar vel í mjög snöggt session

  1. Ain’t no mountain high enough – WI 3+
  2. Með miðstöðina í botni – WI 2
  3. Bílabíó – WI 2
  4. Roadkill – WI 2

D. Bolabotnar

  1. Sundlaug – WI 4
  2. Fingerfood – WI 5
  3. Superbelly – WI 5
  4. Epinefrine – WI 4
  5. Endorphine – WI 4+
  6. Dopamine – WI 4+
  7. Atropine – WI 4
  8. Fjögur spor – WI 4

E. Tindar við Berufjörð

  1. Tilikum – AD+ AI 3
  2. Stöng

Directions

Frá Reykjavík er ekið eftir þjóðvegi 1 í austur í 7-8 tíma þer til komið er á Djúpavog.
Einnig er hægt að fljúga á Egilsstaði og keyra þaðan

Map

Leave a Reply