Ásbyrgi

Eitthvað hefur verið dótaklifrað í Ásbyrgi og herma sögur að þar sé hið ágætasta berg.

Í febrúar 2018 voru Albert Leichtfried og Benedikt Purner á ferð framhjá. Þeir skelltu í eitt stykki leið í tilefni þess, Shelter of the gods, M 10/M 9+.

Í kjölfar þess að leiðin Shelter of the gods var sett upp upphófst umræða um boltun í berginu í Jökulsárgljúfrum. Alpaklúbburinn vill koma þeim skilaboðum til félagsmanna að boltun innan þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum er óheimil.

 

Eftirfarandi skilaboðum vill þjóðgarðurinn svo koma á framfæri við alla sem hugast klifra í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum:

„Að gefnu tilefni vill þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum koma því á
framfæri við Íslenska Alpaklúbbinn og félagsmenn hans að óheimilt er að valda skemmdum á
jarðminjum í þjóðgarðinum, s.s. með því að festa bolta í berg þannig að varanlegt rask verði.
Allar framkvæmdir í þjóðgarðinum, stórar sem smáar, þurfa að vera í samræmi við ákvæði
laga um Vatnajökulsþjóðgarðs (2007/60) sem og stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins.
Jafnframt skal afla leyfis hjá þjóðgarðsyfirvöldum fyrir öllum framkvæmdum sem ekki eru að
frumkvæði þjóðgarðsins.“

Leiðarlýsing

Frá Akureyri er ekið til Húsavíkur eftir veg 85. Frá Húsavík er haldið áfram eftir sama vegi 62km þar til komið er að Ásbyrgi

Kort

Skildu eftir svar