Smérgeirastrípur 5.1/5.2
5.1/5.2
40 m
Auðveldasta leiðin upp á lítinn tind sem kúrir í norðurenda Bolakletts. Ekki er víst hvort tindurinn beri nafn, en nafn fannst hins vegar ekki í fljótu bragði við leit á veraldarvefnum. Þ.a.l. gefum við tindinum tímabundið nafnið Smérgeirastrípur, í samræmi við all undarleg staðarnöfn í kring, og borgfirskar örnefnahefðir. Ef einhver þekkir til nafns tindsins má endilega koma því áfram til okkar og við skiftum nafninu hér út.
Um 0.5-1 tíma gangur er upp að tindinum upp skriðuna norðan fjallsins, þar til komið er að skorningi sem leiðir upp í söðulinn. Klöngrast er upp mjög auðveldan skorninginn upp í söðul, og þaðan er klifruð suð-austur hlið tindsins. Mjög auðvelt klifur, um 15-20 metrar frá söðli og upp á topp, en tryggingar nokkuð vandasamar og berg mjög laust á köflum. Engu að síður ágætasta ævintýri.
Sigið niður sömu leið, tvær 60 metra línur ná vel niður að skriðu aftur.
FF (?, engin ummerki um aðrar mannaferðir á toppnum): Sigurður Ý. Richter & Atli Már Hilmarsson, febrúar 2023
Klifursvæði | Bolaklettur |
Svæði | Bolaklettur |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |
Skemmtilegt!