Bókun á Tindfjallaskála
Upplýsingar um skálann
GPS hnit skálans eru 63°46’24.5″N 19°40’46.5″W (gráður, mínutúr , sekúndur) eða 63.773472″N 19.679583W (gráður í tugabrotum).
Slóðina má finna á wikiloc og einnig sem viðhengi neðst á síðunni.
Ennig er að finna upplýsingar og myndir af skálanum á Facebook síðu skálans – https://www.facebook.com/tindfjallaskali
Bókun og verðskrá
Verð á gistinótt:
Fyrir félaga Ísalp: kr. 3.000,-
Aðrir: kr. 5.000,-
Greitt er fyrirfram með því að leggja inn á reikning ÍSALP eða við afhendingu lykils. Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára.Leggist inn á:
Reikningsnúmer: 0133-15-007485
kennitala ÍSALP: 580675-0509
Vinsamlegast sendið kvittun á gjaldkera ÍSALP erlagudny@gmail.com.
Reikningsnúmer: 0133-15-007485
kennitala ÍSALP: 580675-0509
Vinsamlegast sendið kvittun á gjaldkera ÍSALP erlagudny@gmail.com.
Ef tveir ólíkir hópar eiga pantaða nótt hvor á eftir öðrum er meginreglan sú að leigt er frá hádegi til hádegis.
Tekið er á móti bókunum á bókunarsíðu skálans, en hafa þarf samband við ábyrgðarmenn skálans fyrir brottför til að staðfesta greiðslu og fá kóða að lyklaboxi skálans og hliði.
Ábyrgðarmenn skála
Nafn | Sími | Netfang |
Hálfdán Ágústsson | 8659551 | halfdana(hjá)gmail.com |
Kristján Guðni Bjarnason | 8200412 | kristjan.gudni.bjarnason(hjá)gmail.com |
Veður
- Nýjasta veðurathugun hjá Veðurstofu Íslands.
- Nýjasta veðurathugun á farsímasniði.
- Veðurspá fyrir nærliggjandi veðurstöð (Sámsstaðir) frá Veðurstofu Íslands.
- Skýrsla um veðurmælingar í Tindfjöllum frá Veðurstofu Íslands 2007 er að finna í viðhengi neðst á síðunni.
Til staðar
- Olíukamína
- Olíutunna ( staðsett fyrir utan skálann )
- Gashella og gas
- Pottar til að hita vatn og bræða snjó
- Leirtau og hnífapör fyrir 8
- Kojur fyrir 6 og svefnloft fyrir 4
- Tuskur og viskustykki og annar viðlegubúnaður til að þrífa eftir sig ( í plastkössum undir kojum )
- Ruslapokar
- Handsápa og uppþvottalögur
- Kerti og eldspýtur
- Kamar hefur verið smíðaður og er staðsettur um 50 metra frá skálanum til norðvesturs
- Lítið gasljós, ATH gas ekki á staðnum
Leiðbeiningar fyrir olíuofn
Leiðbeiningar um olíuofn eru að finna á Facebook síðu skálans, sjá https://www.facebook.com/tindfjallaskali/posts/1480888605420713
LEIÐBEININGAR FYRIR KAMÍNU
Haustið 2018 kom ný kamína í Tindfjallaskála. Hér eru leiðbeiningar fyrir hana1) Skrúfa frá…
Posted by Tindfjallaskáli on Þriðjudagur, 21. janúar 2020
Hvað ber að taka með sér
- Ekkert vatn er í skálanum né í næsta nágrenni. Ef komið er að sumri er gott að stoppa við lækinn fyrir neðan neðsta skála (Tindfjallasel) og fylla á öll vatnsílát.
- Salernispappír
- Gas fyrir ljós ( litlu kútarnir sem skrúfast á ljós/prímus)). Heppilegt að taka með en ekki nauðsynlegt.
Fyrir brottför
- Þvoið áhöld og gólf (öll efni ættu að vera í plastkössum undir kojum)
- Lokið gluggum tryggilega, bæði í eldhúsi og á svefnlofti Sjáið til þess að kamarhurð sé lokuð
- Strjúkið vatni úr gluggakistum ef eitthvað er
- Skrifið í gestabókina
- Slökkvið öll ljós
- Skiljið hvorki matvæli né rusl eftir í skálanum
- Lokið fyrir alla gaskúta.
- Takið tóma gaskúta fyrir helluborð með í bæinn og afhendið umsjónarmanni
- Lokið útihurðum(hurð og hleri) vandlega og læsið millihurð
- Ef einhverju er ábótavant skal nefna það við skil á lyklinum
- Takið allar óhreinar tuskur og moppur með í bæinn og skilið til umsjónarmanns.
- Skiljið engan nýjan borðbúnað eftir í skálanum
- Skiljið við skálann eins og þið viljið koma að honum
- Fyllið á olíutank í ofni með þartilgerðum brúsa (sjá leiðbeiningar með ofni)
GPS track af úr Fljótshíð að skála: tindfjoll.gpx.gz