Leið númer 3 á mynd.
Miðjuleiðin austan megin í Litlasandsdal, aftan við Þyril.
Leiðin er um 70m en getur verið klifruð í einni risaspönn, WI 3
Skráð af: Freyr Ingi Björnsson, Haukur Már Sveinsson og Sveinn Friðrik Sveinsson, 30 des 2021, WI 3 – 70m.
Lengi hefur verið klifrað í dalnum svo mögulegt er að leiðin hafi verið klifin en upplýsingar um FF eru ekki þekktar. Ef þær upplýsingar eru til má koma þeim á ÍSALP.