Sunnan við flögu

Rauð lína á mynd
Fyrir leiðalýsingu hvernig á að komast að Þumli, sjá Þumall – klassíska leiðin.
Leiðin liggur sunnan (hægra megin) við flöguna sem flettist af vesturvegg Þumals og sameinast svo klassísku leiðinni í síðustu spönninni upp á topp.
Í frumferðinni og einu ferðinni á þessari leið, var klifrað upp um 40 m og var tryggt á leiðinni upp þann kafla. Þegar þessum 40 m var lokið, losaði Arnór sig úr línunni og sóló klifraði þaðan upp á topp.
FF: Arnór Guðbjartsson, 19.06 1982
Klifursvæði | Öræfajökull |
Svæði | Þumall |
Tegund | Alpine |
Merkingar |