Meinhornið

Leið merkt sem 36
AD+ 300M. FF: Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson 1985
Krefjandi klettaklifurleið með mjög misjöfnu bergi. Átta spannir. Löng og alvarleg leið, en með góðum megintryggingum. Haldið er upp hægra megin á vestara rifinu, fyrst tvær spannir. Þá er komið undir hæsta klettabeltið. Þar er farið til vinstri yfir gilið með varkárni, en þó hratt vegna hættu á grjóthruni. Á eystra rifinu er farið fyrst upp greinilega gróf á miðju rifinu. Þaðan er rifinu fylgt að háveggnum og síðan upp hann – 3 spannir af III. og IV. gráðu lausu bergi.
Klifursvæði | Skarðsheiði |
Svæði | Heiðarhorn |
Tegund | Alpine |
Merkingar |