Himinn og haf M 8

Leiðin er merkt númer 11 á mynd

Stíf og tæp leið, vinstra megin við Ólympíska félagið

FF: Róberti Halldórssyni des 2009

Klifursvæði Esja
Svæði Búahamrar - Tvíburagil
Tegund Mixed Climbing
Merkingar

8 related routes

Verkalýðsfélagið M 8

Leið merkt inn númer 18 á mynd

Boltuð leið sem byrjar í þakinu hægra megin við Helvítis fokking fokk. Endar í smá ís efst ef hann er til staðar.

Ff: Andra Bjarnasyni, febrúar 2009

Helvítis fokking fokk M 4

Leið merkt inn númer 17 á mynd

Leið hægra megin við Tvíburafossi neðri

Ff: Andri Bjarnason og Sveinn Friðrik Sveinsson, des 2009

Hagsmunagæslan M 5

Leið merkt inn númer 16 á mynd

Afbrygði af Helvítis fokking fokk

FF: Sveinn Friðrik Sveinsson og Freyr Ingi Björnsson, 2008

Tvíburafoss neðri WI 4

Leið merkt inn númer 15 á mynd

Snarpt kerti fyrst, endar svo í slabbi efst.

FF: Jón Geirsson, 1983

Síamstvíburinn M 7+

Leið merkt inn sem 13 á mynd

Sama byrjun og Ólympíska, en beygir fljótt til hægri upp nefið. Eftir mestu erfiðleikana er lítil sylla sem hallar að klifraranum. Þessi sylla þarf að vera ísuð til þess að gráðan passi almennilega.

FF: Ívar F. Finnbogason, Haukur Elvar, Viðar Helgason og Gummi Spánv, des 2009

Ólympíska félagið M 7

Leið merkt inn númer 12 á mynd

Frægasta og mest klifraða leið í Tvíburagili eftir sósíalvetur 2008-2009. Leiðin liggur upp eftir yfirhangandi sprungu og endar í ís þar fyrir ofan. Stutt og snörp leið.

FF.: Andri Bjarnason og Freyr Ingi Björnsson, des. 2008.

Himinn og haf M 8

Leiðin er merkt númer 11 á mynd

Stíf og tæp leið, vinstra megin við Ólympíska félagið

FF: Róberti Halldórssyni des 2009

Tvíburafoss efri WI 4

Leið númer 10 á mynd

Leiðin er ein af vinsælustu leiðum tíburagils.

FF: Jón Geirsson, 1983

Comments

  1. Himinn og haf, M8, var loksins endurtekin (aftur) í dag, 13. janúar 2017, 8 árum eftir 1st og 2nd ascent.
    Robbi frumfór hana 2009 og STÞ endurtók hana síðar sama vetur.
    Ekki er vitað til þess að leiðin hafi verið endurtekin síðan (leiðréttið endilega hérna ef svo er).
    Leiðin var í þokkalega strembnum aðstæðum í dag (frekar lítið af ís en þó slurkur) og það hafði eitthvað molnað úr henni frá frumferðinni (þám. lykilgrip við 2. bolta). Þurftum því að fara í smá „landscaping“ til að laga það sem miður hafði farið.
    Leiðin er því aftur orðin vel klifranleg og hún er brött og ágætlega boltuð og því ætti að vera nokkuð hættulaust að taka flugferðir í henni (við tókum báðir nokkrar í dag…)
    3rd ascent: Róbert Halldórsson
    4th ascent: Sigurður Tómas Þórisson

    Hörkuleið sem hiklaust er hægt að mæla með.
    Mig grunar að hún hafi fengið sorglega fáar heimsóknir síðustu ár en vonandi að það batni…

Skildu eftir svar