Frekar tæknileg leið og í mjög misjöfnum aðstædum. Getur verið frá WI4 upp í WI5+. Viljum ekki gefa leiðinni gráðu fyrr en fleiri hafa farið hana (Ekki víst að fleiri hafi farið hana). Fyrst farin í WI5 aðstæðum. Leiðin er sunnan megin í gilbotninum. Vinstra megin við Pegasus
Rauðar línur eru ófarnar
FF: Guðmundur Eyjólfsson og Sigursteinn Baldursson, mars 1997, 70m
Leiðin er í vestari hluta gilsins og byrjar undir stóru áberandi þaki við hliðina á sléttum og fallegum klettavegg.
Byrjað að klifra nokkur kerti upp í góðan ís og upp undir stóra þakið. Áður hefur verið reynt að byrja lengra til vinstri og klifra þaðan út á frí hangandi kerti en í þetta skipti var mikill ís og þess þurfti ekki. Undir þakinu er svo hliðrað til vinstri út á stórt kerti og klifrað á því upp á góðan stall. Eftir stallinn er klifrið auðvelt.
FF: Ívar F. Finnbogason og Jökull Bergmann, 9. feb 2003,
Leiðin er í vestari hluta gilsins og er næst síðasta línan áður en komið er að 3.gr. fossinum sem er innst í gilinu.
Áberandi íslína sem endar þegar um 1/3 af veggnum er eftir. Þá er hægt að hliðra til vinstri yfir á þunnan ís og klifra á honum upp á betri ís sem er fyrir ofan upphaflegu línuna. Samfeld og skemmtilega leið.
FF: Jökull Bergmann og Ívar F. Finnbogason, 09. feb. 2003, 45m