Cast Away WI 3

Leið númer 1

Í klettahömrum Vatnshlíðar í Seljalandsdal í Álftafirði er fjöldinn allur af leiðum til klifurs.

Leiðirnar Cast Away og Wilson voru klifraðar á ísklifurfestivali Ísalp febrúar 2020 og eru að finna í hömrunum innst í dalnum.

Áætlunin var að klifra í hömrunum utar eða þar sem Stigið og Hryggspenna eru en það fór ekki betur en svo að klifurfélaginn lenti í vandræðum með að komast yfir ánna. Með blauta fætur skakklappaðist undirritaður yfir ánna og endaði sem strandaglópur, félagalaus og skrúfulaus.

Það var ekki margt annað í stöðunni en að einfara auðveldan ís þar sem hamrarnir voru hvað lægstir.

FF. Bjartur Týr Ólafsson, febrúar 2020

Cast Away, breiða ísþiliði fyrir miðju
Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Seljalandsdalur
Tegund Ice Climbing
Merkingar

9 related routes

Múrverk WI 4

Innst inni í Seljalandsdal þeim er liggur inn af Álftafirði er ónefnt gil í stöllum þar sem gilið breikkar og myndar eins og skálar. Leiðin er í annarri skálinni af þremur.

Þarna er einstaklega formfagur berggangsveggur sem við klifruðum með og fyrri spönnin sem er um 50m, endar nánst á bakvið hann. Þar fyrir ofan er brattasta hafið, spönn sem er um 15m.

Fyrri spönninn er væntalega nokkuð mislöng eftir því hversu mikill snjór er í gilbotninum. Þó líklega alltaf hægt að ná niður í einu sigi á 70m línum.

FF: Björgvin Hilmarsson og Viðar Kristinsson, 28. janúar 2020.

Ísfirzku goðsagnirnar Búbbi og Rúnar Karls hafa farið leið í þessari skál og finnst þeim líklegast að hún hafi legið þar sem leið 2 er merkt inn á myndirnar. Núna 20 árum seinna var ákveðið að kalla hana Í blámanum. Við nánari skoðun á nýjum og gömlum myndum læðist að manni sá grunur að línan þeirra gæti hafa verið aðeins innar (lengra til hægri á myndunum). Það verður skoðað nánar og uppfært ef þarf.

Í blámanum WI 4

Innst inni í Seljalandsdal þeim er liggur inn af Álftafirði er ónefnt gil í stöllum þar sem gilið breikkar og myndar eins og skálar. Leiðin er í annarri skálinni af þremur.

Klifraðar hafa verið tvær leiðir í þessari skál. Í blámanum er merkt nr. 2 á myndunum sem hér fylgja. Línurnar sýna hvar Búbbi og Rúnar halda að leiðin hafi líklega verið en það er sem sagt ekki alveg á hreinu (gæti líka hafa verið aðeins meira til hægri). Líklega er leiðin svona um 45m með öllu. Hin leiðin, Múrverk WI4, er merkt sem nr.1

FF: Sigurður Jónsson (a.k.a. Búbbi) & Rúnar Karlsson, 30. nóvember 2000.

Ath: Myndirnar sem eru með rauðu línunum eru ekki teknar þegar leiðin var farin svo þær sýna ekki aðstæður eins og þær voru þá. En myndirnar af Rúnari og Búbba að klifra eru klárlega engar falsfréttir og teknar meðan á stuðinu þeirra stóð.

Grettisbeltið WI 3

40m long WI3

FA: Franco Del Guerra, Matteo Meucci 9 Feb 2020

Some easy steps and then a steeper wall at the end. Possible a similar line just few m to the right ending in the same place.

Approach: park a Seljaland and go back on the road, cross the bridge and along the field and then start to walk up valley. The regular approach from the Valagil path can lead to an unpassable river if not fully frozen.

Wilson WI 3

Leið númer 2

Í klettahömrum Vatnshlíðar í Seljalandsdal í Álftafirði er fjöldinn allur af leiðum til klifurs.

Leiðirnar Cast Away og Wilson voru klifraðar á ísklifurfestivali Ísalp febrúar 2020 og eru að finna í hömrunum innst í dalnum.

Áætlunin var að klifra í hömrunum utar eða þar sem Stigið og Hryggspenna eru en það fór ekki betur en svo að klifurfélaginn lenti í vandræðum með að komast yfir ánna. Með blauta fætur skakklappaðist undirritaður yfir ánna og endaði sem strandaglópur, félagalaus og skrúfulaus.

Þegar komið var að Wilson var Heiða komin yfir ánna veitti líflínu í stað einmannaleikans.

FF. Bjartur Týr Ólafsson & Heiða Aðalbjargar, febrúar 2020

Wilson fylgir ísnum hægra meginn fyrir miðja mynd

Cast Away WI 3

Leið númer 1

Í klettahömrum Vatnshlíðar í Seljalandsdal í Álftafirði er fjöldinn allur af leiðum til klifurs.

Leiðirnar Cast Away og Wilson voru klifraðar á ísklifurfestivali Ísalp febrúar 2020 og eru að finna í hömrunum innst í dalnum.

Áætlunin var að klifra í hömrunum utar eða þar sem Stigið og Hryggspenna eru en það fór ekki betur en svo að klifurfélaginn lenti í vandræðum með að komast yfir ánna. Með blauta fætur skakklappaðist undirritaður yfir ánna og endaði sem strandaglópur, félagalaus og skrúfulaus.

Það var ekki margt annað í stöðunni en að einfara auðveldan ís þar sem hamrarnir voru hvað lægstir.

FF. Bjartur Týr Ólafsson, febrúar 2020

Cast Away, breiða ísþiliði fyrir miðju

Stigið WI 4

Leið í vesturhlíð Vatsendafjalls í Seljalandsdal í Álftafirði.

Fínasta stallaleið í Seljalandsdal, byrjar á mjög auðveldu brölti upp að megin kerti leiðarinnar. Þar er hægt að velja um tvö kerti en þetta á við um vinstra kertið en hitt hægra megin er ívið auðveldara að líta á. Þar fyrir ofan er löng snjóbrekka að næsta ís þar sem trygging var sett upp. Þaðan náði 60m línurnar ekki alveg niður.

Leiðin er rétt vinstra megin við miðja mynd, kertið sést vel.

FF: Arnar Jónsson og Guðmundur Freyr Jónsson. 11. mars 2012

Hryggspenna WI 4

Nánari staðsetning óskast.

Leið í vesturhlíð Vatsendafjalls í Seljalandsdal í Álftafirði.

Sama ísþil og Fangbragð, nema hægra megin í þilinu.

FF: Freyr Ingi Björnsson, Styrmir Steingrímsson. 11. mars 2012

Fangabragð WI 4

Nánari staðsetning óskast.

Leið í vesturhlíð Vatsendafjalls í Seljalandsdal í Álftafirði.

Leiðin liggur vinstra megin upp ísþilið og endar stuttu en bröttu kerti í klettaskoru.

FF: Freyr Ingi Björnsson, Styrmir Steingrímsson. 11. mars 2012

Hælkrókur WI 3+

Leiðin er í Seljalandsdal í Álftafirði en er ekki staðsett nánar en það, mynd óskast.

Leið í vesturhlíð Vatsendafjalls í Seljalandsdal í Álftafirði.

Breitt ísþil með mjög auðveldri byrjun svo ca. 8-10m lóðrétt þil. Stuttu ofar er ágætis trygginarstaður í ís.

Hælkrókur er næsta leið hægra megin við gilið til vinstri.

WI3+, 40m

FF: Arnar Jónsson og Guðmundur Freyr Jónsson. 11 mars 2012.

Skildu eftir svar