Álið er málið WI 4
Leiðin er staðsett í Þórólfsárgili í Fljótshlíð, norðvestan við Þórólfsfell
Þórólfsárgljúfur
Keyrt inn Fljótshlíðina. Um er að ræða gil/gljúfur sem er skammt innan við innsta bæinn í Fljótshlíð, Fljótsdal. Gengið er inn gilið nokkur hundruð metra. Þá opnast lítið hliðargil á vinstri hönd þar sem sést í leiðirnar. Gengið upp brekku nokkra tugi metra
Klifrið hefst á þægilegu hafti upp á eilítinn stall. Því næst tekur við allbrattur kafli sem leiðinlegt er að tryggja, upp á annan og minni stall. Þá tekur við síðasti bratti kaflinn, með einkennilegri hreyfingu upp úr hinum eiginlega ísfossi. Lokakaflinn er mosa/gras/grjótspól upp úr leiðinni.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1340024/
Myndaseríu úr leiðinni má finna á
http://gudmundurtomasson.photoshelter.com/gallery/20081130-Fljotshlie/G0000EdvTQ50i_Os/C0000cXfay2abrv4
Möguleikar eru fyrir erfitt mix í gilinu
FF: Stefán Örn Kristjánsson, Hlynur Stefánsson, Árni Þór Lárusson, Sveinn Friðrik Sveinsson, Freyr Ingi Björnsson, 21. jan. 2007
Klifursvæði | Fljótshlíð |
Svæði | Þórólfsárgljúfur |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |
Það vantar Stækkum Straumsvík sem er við hlið þessarar og var frumfarin sama dag.Jonni fann út úr því að SS var sennilega aldrei kláruð