Nú styttist í að ársrit Ísalp 2020 fari á flakk um landið og skili sér í póstkassa meðlima. Forsíðu ársritsins príðir ein af þremur vinningsmyndunum úr ljósmyndakeppni klúbbsins, að þessu sinni var það sigurmynd klifurflokksins. Úr nægu var að velja af ótal glæsilegum myndum sem meðlimir sendu okkur í nóvember, en sjóuð dómnefnd skar úr um þær þrjár bestu myndir í hverjum flokki og má sjá þær hér að neðan ásamt nöfnum ljósmyndara og lýsingum. Að sjálfsögðu hljóta þessar myndir sínar síður i ársritinu, ásamt nokkrum fleiri vel völdum myndum úr keppninni sem skreyta blaðið.
Regnbogaland
Leið númer 2.
Gráða óþekkt
FF: Óþekkt en Anton Berg segist vera búinn að klifra þetta allt
Klifursvæði | Hörgárdalur |
Svæði | Ný dönsk |
Tegund | Ice Climbing |