Rísandi vestari WI 4

Leið númer 2 (D2).

Rísandi vestari (hægri) var fyrsti stóri ísfossinn sem klifinn var í Múlafjalli. Eftir fyrsta haftið greinist ísfossinn í tvær rásir. Leiðin liggur upp hægri greinina sem er öllu erfiðara að klifra heldur en þá vinstri.

FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson 21. apríl 1983

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Leikfangaland
Tegund Ice Climbing

Brynjudalur

Brynjudalur er annar tveggja dala innst í Hvalfirði. Dalurinn afmarkast af Múlafjalli í norðri en í suðri af Þrándarstaðarfjalli og Suðurfjalli. Botnsúlur blasa svo við enda dalsins í austri. Hér hefur verið klifrað allan hringinn í dalnum en þó mest í norðurhlíð dalsins. Norðurhlíð dalsins er suðurhlíð Múlafjalls en því má þó ekki rugla saman við klifursvæðið Múlafjall en það er í norðurhlíð fjallsins og snýr út í Botnsdal.

Tveir leiðarvísar hafa verið gefnir út fyrir Brynjudal. Sá fyrri var skrifaður af Snævarri Guðmundssyni og birtist hann í ársriti Ísalp árið 1990. Hann fjallaði um Hvalfjörð og Kjós, þar á meðal Brynjudalinn en aðeins Flugugil og Ýring. Hinn leiðarvísirinn skrifuðu Sigurður Tómas Þórisson og Róbert Halldórsson og kom hann fyrst út í kringum 2010 en hefur verið uppfærður nokkrum sinnum síðan. Sá leiðarvísir nær aðeins yfir Nálaraugað og Skógræktina. Eins og stendur nær enginn leiðarvísir yfir öll svæði í dalnum.

Svæðin í Brynjudal, talin upp í réttsælis röð, eru:

D. Stórihjalli
C. Ingunnarstaðir
B. Nálaraugað
Þ. Þyrnigerðið
A. Skógrækt
H. Hestagil
S. Sunnan til í dalnum
Ý. Ýringur
F. Flugugil

D – Stórihjalli

Back to top

Ysti sectorinn í Brynjudal, utan við Ingunnarstaði. Hér er búið að klifra eitthvað í gegnum tíðina en lítið sem ekkert hefur verið skráð.

D0 Baðöndin – WI 3
D1 Vegasaltið – WI 2
D2 Tokyo – WI 2+
D3 New York – WI 3
D4 Bahamas – WI 3
D5 Haraldsleið – WI 3
D6 Húsasundið – WI 2
D7 Kjötveisla – WI 3+
D8 Hawaiian – WI3+
D9 Minn tími er kominn – WI 4

 

C- Ingunnarstaðir

Back to top

Allt vestan við svæðií Byrynjudalsleiðavísinum og út að næsta hjalla. Hér er hellingur af léttum leiðum í WI 2 – 3 erfiðleikum. Eftir því sem nær dregur Nálaraugasectornum verða klettarnir brattari og nokkrar áhugaverðar línur er þar að finna. Hér á eftir að skrá nánast allt, svo að upplýsingar um klifur á þessum slóðum eru vel þegnar.

C1 Hvamm-Þórir – WI3
C2 Brynja – WI 3
C3 Refur hinn gamli – WI 3+
C4 Vatn og vellíðan – WI 5
C5
C6 Kvistlingur – WI 4
C7 Vör – WI 3+
C8 Með fjóra tigu nauta – WI- 3

 

B- Nálaraugað

Back to top

Svæði í Brynjudalsleiðavísi. Hér eru nokkrar klassískar leiðir eins og Snati og Nálaraugað en einnig eitthvað af nýrri leiðum eins og mixleiðin Svartur á leik.

B1. Árnaleið – WI 4
B2. Blindauga – WI 4+
B3. Þunnt milli þilja – WI 5+ R
B4. Svartur á leik – M 10
B5. Nálaraugað – WI 5
B6. Nálaraugað-afbrigði – M?
B7. Snati – WI 5+

 

Þ – Þyrnigerðið

Back to top

Tiltölulega nýtt svæði með tilkomu mixleiðarinnar Þyrnigerðisins og svo Tollheimtumanns tízkunar. Þessar tvær mixleiðir skiptu Nálaraugasvæðinu upp í tvennt og núna tilheyra Kisi, Hvutti og Seppi Þyrnigerðinu.

 

A – Skógrækt

Back to top

Svæðið sem er merkt í Brynjudalsleiðavísi

A1. Tappi – WI 3+
A2. Korkur – WI 3+
A3. Pilsner – WI 4+
A4. Kópavogsleiðin – WI 4
A5. Stout – WI 4+
A6. Porter – WI 4+
A7. Kútur – WI 3+
A8. Stútur – WI 3+
A9. Gambri – WI 3+
A10. Landi – WI 4
A11. Spíri – WI 4

 

H – Hestagil (Innst í dalnum)

Back to top

Hestagil er ís og mixklifursvæði í botni Brynjudals og er alls ekki augljóst. Það bíður upp a margar leiðir sem flestar eru ófarnar enn sem komið er. Erfiðleikar eru frá WI3 upp í mjög erfiðar mixaðar leiðir. Jafnvel má segja að Hestagil sé fyrsta ,,íssportklifursvæðið“ sem hér er að finna. Svæðið er mjög fallegt og fjölbreytilegt með mjög góðu bergi (eins og i Valshamri) og býður upp á erfiðar, ófarnar klettaklifurleiðir (5.11a-5.12b/c.). Rauðar línur á myndum eru ófarnar leiðir sem lofa góðu.

1. Ivan grimmi – WI 5+
2. Pétur mikli – WI 5
3. Hestafoss – WI 3
4. Pegasus – WI 5
5. Glófaxi – WI 5

 

S – Sunnan til í dalnum

Back to top

Sunnan til í dalnum eru fínustu leiðir sem gætu dottið í aðstæður fyrr en aðrar leiðir í Brynjudal þar sem þær snúa í norður. Innarlega og ofarlega eru leiðirnar Óli, Pétur og Stubbur. Utar í dalnum má svo finna Þrándarstaðarfossa rétt á undan Húsagili þar sem Ýringur er. Fyrir ofan leiðirnar Óla, Pétur og Stubb eru síðan nokkur auðveld og stutt þil sem hafa ekki verið skráð.

Fjarska glaður til hægri og of mörg epli til vinstri:

E – Þrándarstaðarfossar

  • Neðri Þrándarstaðafoss – WI 3
  • Marianne Mix – D8?
  • Lína 1
  • Lína 2
  • Lína 3
  • Lína 4
  • Efri Þrándarstaðafoss – WI 4-5
  • Beina bunan – WI 5
  • Lína 7
  • Lína 9
  • Lína 9 (mjög stutt)
  • Lína 10 (tvö höft)

Ý – Ýringur

Back to top

Ýringur er stök leið í áberandi gili beint suður af Þrándarstöðum. Stutt aðkoma og sívinsæl leið.

 

F – Flugugil

Back to top

Stórt og djúpt gil sem hefur alskonar leiðir að geyma. Frægust af þeim er Óríon.

Austan til í Flugugili:

22. Skrekkur – WI 4
23. Rás 1 – WI 3
24. Rás 2 –  W 2
24a. Blómabörn – Gráða IV
25. Lensan – WI 3
26. Riddarinn – WI 3+
27. Snjórásin – WI 3
28. Óríon – WI 5
28a. Myoplex vöðvaflex – WI 5+
29. Litli Risinn – WI 3+

Vestantil í Flugugili:

Kertasnýkir – WI 5+

Rétt austan við Flugugil

Morgundögg – WI 4
Kvöldroði – WI 4+

Rétt vestan við Flugugil

Sólstafir – WI 3+/4
Tíbrá – WI 3+/4