6. Hvalur 2 WI 5

Leið 6
100 metrar, 2-3 spannir

Leiðin liggur upp efitr stuttum íshöftum og bröttum ísbrekkum fyrstu 70 m. í lokin er bratt ískerti 25-30 m. Þar endar leiðin á syllu neðan við Svala. Það liggur beint við að klára leiðina upp Svala eð ljúka leiðinni með því að hliðra eftir syllunni til vinstri.

FF: Páll Sveinsson og Þorvaldur Þórsson, 18 feb. 1995.

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Leið ókunna mannsins WI 3

Alvarleg og opin leið, í fyrstu upp kletta sem leiða síðan upp í gil. Leið nr. 2 á mynd.

Gráða: IV og WI3, 150m

Í Alpaklúbbsferð í janúar 1986 fóru þeir Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson albrigði af Leið ókunna mannsins (leið 2). Farið var beint upp gilið og klifraðar tvær spannir af 5. gráðu í ísuðum klettum áður en leiðin sameinaðist eldri leiðinni.

FF: Jón Geirsson, 24. feb. 1984.

Mynd óskast

Klifursvæði Esja
Svæði Vesturbrúnir
Tegund Alpine

Keisarinn

Leið númer C8.

Bumban milli Múlakaffis og Fyrirburans. Boltuð að einhverju leiti. Eins og margar aðrar leiðir þá bunkast ís yfir hana og þá verður hún meira WI 3-4

Leiðin er með bolta með sighring fyrir ofan brattasta hlutann, sett inn 2023.

FF: Óþekkt

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Ice Climbing

Helgi WI 3+

Leið númer C15

Efst í stóra gilinu, hægra megin við Íste og co. Þrjár ca. 10m línur á stalli rétt ofan við girðinguna. Helgi er leiðin lengst til hægri. Einhverjir boltar í leiðinni og akkeri efst.

Leiðin er með tvo auka bolta með sighringjum. Sett upp 2023.

FF: Óþekkt

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Ice Climbing

Stekkjastaur WI 5+

Leið merkt inn sem A10

WI 5+, 120m

Stórt kerti sem ekki vex alltaf niður. 20m lóðrétt/yfirhangandi fyrst, siðan 50m WI4, svo brött/tæknileg 50m WI5. Mjög ábrandi á staðnum. Sennilegast ein af táknrænustu leiðum landsins.

A breathtaking long pillar over a 10-15m overhang at the start.
Pillar doesn´t always touch the ground below, so can be quite
hard. 50m of WI4 after the pillar, then steep and technical
50m of WI5 to the top.

Fyrst farin 25. desebember 1996. Karl Ingólfsson, Tómas G Júlíusson

Klifursvæði Kaldakinn
Svæði Stekkjastaur
Tegund Ice Climbing

Gísli WI 3+

Leið númer C13.

Efst í stóra gilinu, hægra megin við Íste og co. Þrjár ca. 10m línur á stalli rétt ofan við girðinguna. Gísli er leiðin lengst til vinstri af þessum þremur, liggur undir smá þaki og svo yfir. Einhverjir boltar og toppakkeri.

FA: Óþekkt

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Testofan
Tegund Ice Climbing

Fimm í fötu M 5+

Leið númer B15.

Hægra megin í öðru gili vinstra megin við Íste. Greinilegur strompur í efri partinum.
Þétt boltað og þrír boltar í akkerinu (2 á stalli og einn ofar til að auðveldar brölt niður ef menn ætla að TR).
Þessi leið var farin á miðöldum af GHC og PS án aðstoðar borvélar.

Ca. 35m löng

 

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Mix Climbing