4. júlí

Leiðin er í Ingólfsfjalli, vestanmeginn við námuna (vinstrameginn). Leiðin er að hluta til í mjög augljósri sprungu í fjallinu sem sést vel frá veginum.

Hægt að keyra að fjallinu með því að fara að námunni og taka vinstri begyju og taka stuttan slóða nær staðnum.

Gengið upp skriðu að sprungunni. Leiðin byrjar hægra megin við sprunguna og er bara brölt. Frekar létt leið með nokkrum litlum höftum.

Þegar maður er kominn upp c.a 50m þá kemur maður inn í sprunguna en það er mjög augljóst að það er annað berg þar. 4 boltar til staðar til að græja stans. Leiðin þaðan er svo c.a 45m upp á topp.

Gott að hafa í huga að fara þegar það er þurrt eða frost. Þar sem fjallið getur verið mjög laust.

FF: Félagar í Björgunarfélagi Árborgar

Klifursvæði Árnessýsla
Svæði Ingólfsfjall
Tegund Alpine

Kjalardalsfossar WI 3+

WI2 25/30m
WI3 10m
WI3+20/25m

*virðast ekki hafa neitt sérstakt nafn. Hafa verið klifraðir af heimamönnum í gegnum tíðina.

Staðsettir í Kjalardal í norðurhluta Akrafjalls. Lagt við útskot hjá girðingu við túnið. Uþb 5 mín gangur upp að fyrsta hafti. Byrjar á fallegum og breiðum WI2 fossi, eitthvað um 25m upp í flottann og breiðan stans. Strax til hægri er uþb 10m WI2/3 haft. Eftir það er gengið upp með ánni og yfir lítið haft þangað til að komið er að aðal klifrinu. Sirka 20/25m WI3+ formfagurt haft sem er nær lóðrétt síðustu metrana. Hægt er að ganga niður auðveldlega austan megin þ.e. vinstra megin við klifurlínu.

FF óþekkt Klifrað af Erni og Snorra Erni janúar 2021.

Klifursvæði Akranes
Svæði Kjalardalur
Tegund Ice Climbing

Akranes

Eitthvað er um fossa og möguleika á vetrarklifri í Akrafjalli.

Eitthvað er til af sögusögnum um að heimamenn hafi klifrað hér og þar um Akrafjallið en lítið hefur fengist staðfest.

Ísalp óskar eftir upplýsingum um fleiri leiðir, eða að klifrarar leggi upp í leiðangur og skoði hvað fjallið hefur upp á að bjóða.

Stinky Chick

Stinky Chick Route

AD WI3 +, 160m

Eystri Hnappur is a peak on the south-east rim of Öræfajökull at stands at 1758m tall. It is possible to drive up to about 6-700 meters depending on road conditions.

In order to access Eystri Hnappur one must traverse into the crevasse fields below the peak. This can pose one of the most formidable challenges depending on the season and the condition of the many crevasses. It would probably be impassible in late May / June.

Our traverse into the crevasse field started at about 1640m and after some tight navigation through through broken ice and a thin bridge, we made it to the base of the climb. The first pitch itself can range from WI3 to WI3 + depending on the line one would choose. There are some exposed sections and technical moves to the first belay. Protection is minimal at best less one takes the time to make a t-slot. This first pitch was lead by Mike and is about 50+ meters.

The second pitch, which was a ridge traverse was about 50 + m and poorly protected. The pendulum risk is high here as protecting the ridge itself was not possible due to the deep snow. Riggi set up a belay after the 50+ meter pitch halfway up the ridge using a vertical picket and screw and Mike set off for the third pitch.

The third pitch (55 + meters) was another ridge traverse with fall hazard on both sides. Again, protection was sparse and was only possible once the ridge ended and transformed into the final ascent slope. Both a deadman and vertical picket were placed for the belay. Zanet lead the final pitch to the summit. The descent down takes the standard north face route.

FA: Mike Reid, Ra Dost & Rögnvaldur Finnbogason

Why “Stinky Chick”?

This pitch is dedicated to Zanet as it was both her birthday but also, and most importantly, she is a woman who breaks free of stereotypes of what a women should be and forges her own path of adventure and awesomeness. She has no regrets after coming down from big days of adventure a little “Stinky” and owns it proudly. This one is for you “Stinky Chick”, you are an inspiration.

 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Eystri Hnappur
Tegund Alpine

Ljósmyndakeppni Ísalp 2021

Ljósmyndakeppni Ísalp 2021

Að venju er komið að árlegri ljósmyndakeppni Íslenska alpaklúbbsins fyrir liðið tímabil. Í boði eru flokkarnir Klifur, Skíði og Mannlíf á fjöllum. Dómnefnd kýs sigurvegara í hverjum flokki.

Reglurnar eru eftirfarandi:

  1. Keppandi þarf sjálfur að hafa tekið myndina
  2. Keppandi þarf að vera meðlimur í Íslenska alpaklúbbnum
  3. Myndir þurfa að vera teknar eftir síðustu ljósmyndakeppni (nóvember 2020)
  4. Hver keppandi má senda 3 myndir að hámarki (mega fara allar í sama flokk eða skiptast á flokka)
  5. Hverja mynd þarf að tilgreina í einn flokk
  6. Stutt lýsing þarf að fylgja hverri mynd
  7. Með þáttöku samþykkir keppandi að mynd getur birst í ársriti klúbbsins

Til að taka þátt skal senda myndir með tölvupósti á netfangið ljosmyndakeppni@isalp.is í síðasta lagi sunnudaginn 14. nóvember 2021.

Aðalfundur Ísalp

Þann 1. október ætlar klúbburinn að koma saman og halda hinn árlega og eldsnögga aðalfund á Pedersen Svítunni. Í beinu kjölfari ætlar Matteo að halda fyrir okkur myndasýningu og segja frá frumferðum sínum síðasta vetur. Eftir myndasýninguna ætlum við að sitja áfram og halda smávegis partý.
Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:
1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör stjórnar
6. Kjör uppstillingarnefndar.
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
9. Önnur mál
–Ársritið
–Dagskrá vetrarins 2021-2022
Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau ein sem greitt hafa árgjald 2021.
Framboð skulu hafa borist uppstillingarnefnd (runathor@gmail.com) fyrir 24. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður á aðalfundi eftir að kosningar um framkomin framboð hafa farið fram.
Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 24. september.
Staðsetning: Pedersen Svítan

Myndasýning á Sólon 15.júní

ÍSALP blæs til hittings á 2.hæð veitingastaðarins Sólon á þriðjudaginn kl. 19.00. Þar sýna nokkur fyrirmenni í íslenskri fjallamennsku myndir og halda stutt erindi og er viðfangið allt frá íslenskum grjóglímuafrekum erlendis til drekaskíðamennsku á afskekktu hálendi Íslands.
Á mælendaskrá verða:
-Róbert Halldórsson og Katrín Möller
-Ásrún Mjöll og Jafet Bjarkar
-Hinn eini sanni Páll Sveinsson
-Hallgrímur Magnússon (Kite-skíði)
-Valdimar Björnsson (hinn síkáti)
-Jónas G. Sigurðsson formaður ÍSALP
Sjáumst öll!

Öræfasýn

Öræfasýn AI4 200m – N – NW hlið Tindaborgar

Aðkoma um hnappavallaleið. Keyrt upp í 700m og skinnað upp á skíðum upp að vestari hnapp. Svo yfir sléttuna og norður fyrir hnjúkinn. Niður upptakasvæði svínafellsjökul og að tindaborg. Aðkoman tók um 5klst. Skíði skilin eftir neðan við normal leiðina. Farið í brodda og labbað niður fyrir.

Frekar sprungið landslag til að komast að leiðinni og vísara að fara með gát. Leiðin byrjar á stóru bergshrundi sem þarf að fara yfir. Þetta reyndist ansi snúið þar sem lítið hald var í snjónum fyrir axir og þetta var mjög stórt skref. Settur var niður snjóhæll ofan við sprunguna og togað í hann til þess að komast yfir.
Fyrsta spönn var um 55m að áberandi stein í rennuni. 60-70° ís með 3-4m lóðréttum höftum af og til. Lesa meira

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Tindaborg
Tegund Alpine

Kambshryggur

Leið númer 16a á mynd

AI3 M3/4, 600 m. FF: Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, 2.maí 2021.

Leiðin liggur úr Kaldárdal, austan við Skessuhorn, upp klettabelti í upphafi og fylgir síðan löngum og áberandi hrygg á Miðfjallskamb. Veiklekar í neðsta klettabeltinu voru eltir upp á hrygginn og honum síðan fylgt að langmestu leyti alla leið upp á topp.

Mestu erfiðleikarnir voru í mixhöftum í byrjun leiðar, sérstaklega í fyrstu spönn, og í næstsíðustu spönn við toppinn. Ís var víða að finna en yfirleitt býsna þunnur. Þá var töluvert mikið af snjóklifri í leiðinni.

Lesa meira

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Kaldárdalur
Tegund Alpine

BANFF 2021!

Til að hita upp fyrir sumarið þá mun Ísalp standa fyrir BANFF fjallakvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís við Hverfisgötu 4. og 6. maí. Eins og fyrri ár sér GG sport um að gera hátíðina mögulega (svo lengi sem heimsfaraldurinn blandar sér ekki í málið).
Það er af nægu að taka og flestir útivistar- og jaðarsports iðkendur og áhugafólk ættu að finna eitthvað við sitt hæfi: klettaklifur, alpaklifur, skíði, fjallahjól, hlaup og fleira.
ATH. Vegna sóttvarnalaga eru örfáir miðar í boði og því mikilvægt að tryggja sér miða sem fyrst. Einungis verður hægt að kaupa miða á netinu í gegnum tix.is
Félagar í Ísalp geta sótt afsláttarorð á stjorn@isalp.is
Myndir:
Þriðjudagur, 4. maí 20:00
Charge 2
Free As Can Be
Ocean to Asgard
The Chairlift
Pretty Strong: Fernanda
K2: The Impossible Descent
Fimmtudagur, 6. maí 20:00
The Legend of Tommy G
FKT
Climbing Blind
One Star Reviews: National Park
Mount Logan
Slack Sisters
The Secret of Bottom Turn Island
The Ghosts Above

Mother Earth M 7+

Route on the right of Mind Power (D7), that follow an evident crack and then a shield on the top part.

Climbed with pre-placed gear (pinkpoint). There is a bolt at first  that can be use to belay Mind Power and then 2 bolts on the top as anchor.

FA Matteo Meucci and Andrea Fiocca 23/04/2021

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Leikfangaland
Tegund Mixed Climbing

Nýtt undirsvæði, Búahellir í Búahömrum

Búahellir er nýtt þurrtólunarsvæði í Búahömrum í Esjunni. 12 fullboltaðar leiðir hafa verið settar upp.
Aðkoma:
Sama og fyrir Tvíburagil, Skakka turninn og 55. gráður N. Frá þjóðveginum er beygt inn við bæinn Skriðu og bílum lagt þar sem vegurinn tekur 90° beygju nálægt húsunum. Gengið er meðfram námunni og farið yfir girðinguna við járnstaurinn þar sem sést móta fyrir göngustíg. Þaðan eru tveir möguleikar á að komast á svæðið.
1. Bláa línan sem fer nokkuð beint upp, línu hefur verið komið fyrir á erfiðasta kaflanum, 20mín.
2. Rauða línan upp í gegnum Tvíburagil, gengið eftir toppinum og svo niður, 30mín.
Leiðir:
14 leiðir eru fullboltaðar með hringakkeri á toppnum. 95% af axarfestunum hafa verið boruð til og munu verða merkt.
Frá hægri eru gráðurnar um það bil: D4, D5, D5+, D6+, D7+/8, D8/8+, D9/9+, D9/9+, D9/9+, D9/9+, D8, D6+/7, D8+, D8
Það eru þrjú akkeri fyrir ofan brún þar sem er mögulegt að síga niður í leiðirnar og setja upp top-rope: það er mikið af lausum steinum, EKKI síga niður ef fólk er að klifra. Klippið í alla boltana meðan sigið er til að haldast upp við klettinn. Notið hjálm!
Föstum tvistum hefur verið komið fyrir í mest yfirhangandi hlutum veggsins, VINSAMLEGAST ekki taka þá.
Enn finnast lausir steinar í sumum leiðana, verið vakandi meðan klifrað er.
14 tvistar og 60m lína dugar.
Hægt er að klifra á svæðinu allt árið og þarfnast það ekki frosts.
Bergið er gott fyrir utan neðsta gulleita hlutann, léttasta hlutann af leiðunum og svo er restin mjög föst og góð í yfirhanginu.
Látið okkur vita ef þið náið að klifra einhverja af leiðunum svo að við getum uppfært gráðurnar.

Gleymdi þursinn WI 4+

Leið merkt sem 26a.

AD+, WI4+. 200M. – Gráðan segir ekki allt. Getur verið mjög tortryggð, geta verið mjög erfiðar og tæknilegar hreyfingar í stuttum ís/mix höftum
Ístryggingar og klettatryggingar nauðsynlegar
4-6 spannir – Var farið í 5 spönnum 2021.04.05
FF: Óþekkt, Páll Sveinsson og Ottó Ingi Þórisson fóru leiðina 2021.04.05 og gáfu henni nafn.

Fyrsta íslínan vestan megin við rifið.
Helstu erfiðleikarnir eru fyrstu 4-5 íshöftin. Flest eru þau stutt (undir 10m) en geta verið brött og tæknileg.
Leiðin sameinast leiðum nr. 24, 25, 26 (rifinu) og 27 og fylgir þeim upp 2-3 klettahöft upp á topp. Sá hluti getur verið tortryggður.

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Skessuhorn
Tegund Ice Climbing