Óríon WI 5

Leið númer 28.

Klassísk leið, innst í Flugugili. Mikilfengleg hvelfing sem býður upp á tvær spannir sem gefa ekkert eftir. Getur reynst mjög erfið síðla vetrar þar sem stór hengja vill myndast í toppinn. Góður stans í litlum helli í miðri leið. Prófraun, fyrsta íslenska WI 5.

Leiðin er tæpir 100m að lengd og endar uppi á flötum stalli ofan við hvelfinguna.

Aðkoma sama og fyrir Kertasníki (upp gilbotninn) nema smá hliðarspor til vinstri í lokin – a) upp eitt 10m og annað 20m WI3-4 íshaft (stallur á milli) eða b) fara lengra til hægri inn í bratt mosaklifur í næstu rennu við hliðina á þessum íshöftum. Á báðum tilfellum endar þetta 50-100m aðkomuklifur í Óríon hvelfingunni… (mosaleiðin á hrygg hægra megin)

Algengast er að fara niður hjá Ýringi en einnig er hægt að fara niður gilið aftur en þá þarf að bakka niður aðkomuhöftin

Mynd fengin úr grein Páls Sveinssonar í 1988 ársriti ÍSALP um fyrstu ferð á Óríon. Gæða lestur fyrir áhugasama á bls. 14

„[…] fjarlægðin gerir fjöllin blá og ísleiðirnar aflíðandi.“ – Skabbi eftir að hann fór leiðina í fyrsta skipti. Leiðin reyndist ekki aflíðandi.

Sjá má lýsingar Skabba á ferð hans og Robba í greininni „Kósíheit par exelance“ sem birtist í ársriti 2009.

FF: Guðmundur Helgi Christensen og Páll Sveinsson, jan 1988.

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Flugugil
Tegund Ice Climbing

Myndbönd