Sólei
Leið merkt sem 31
AD+, WI4. 250M FF: Björgvin Richardsson og Óskar Þorbergsson, 1986.
Sólei er alvarleg og erfið ísklifurleið í eystri hluta Skarðshorns. Með því að tengja hana við efri hluta leiðar nr. 31, Austurrif fæst einhver albesta ísklifurleið á Íslandi (sjá leiðarlýsingar fyrir Dreyra og Austurrif).
Neðri hluti Sólei inniheldur meginerfiðleikana auk leiðarvals í fyrstu spönn. Ísskrúfur eru notaðar í megintryggingar. Hafa skal meðferðis 2-3 bergfleyga. Leiðin er 3-4 spannir, auðveldari í efri hluta.
Úr miðgilinu er haldið upp vinstra megin í fyrstu, upp brött höft og svo upp á við til hægri, undir klettarifið hægra megin við gilið. Eftir það er augljóst ísgil með nokkrum íshöftum, uns það eyðist út í efri hluta og gengur að lokum út á háöxlina undir Austurrifi. Af henni er tilvalið að halda áfram upp rifið eftir leið 31. Að öðrum kosti er hliðrað út undir austurhluta rifsins.
Klifursvæði | Skarðsheiði |
Svæði | Skarðshorn |
Tegund | Alpine |