Ákavíti WI 5+

Innst í Skálagili í Haukadal. Leiðin eltir vinstri jaðar bogans, sem hin heimsfræga leið Brennivín (M11+) liggur beint upp. Byrjar rétt hægra megin við Trommarann (megin foss gilsins), hliðrar skáhallt upp meðfram jaðri bogans í vandasömum, tortryggðum þunnum ís. Þar var áð og gerður stans á nokkuð solid ísbunkum eftir 50m+ klifur (með 30m exposure beint fyrir neðan). Eftir stansinn tók við nokkuð vandasöm hliðrun undir/bakvið megin kertið í efsta ísþilinu. Þar bakvið var læðst upp undir létt yfirhangandi tjald með kröftugum tæknilegum hreyfingum. Ofan tjaldsins tók við feitur 20m WI5 ís upp á brún í góðan stans. Sigið í einu 60m+ sigi beint niður bogann.
Ekki eins brutally erfitt og útlit var fyrir að neðan en afar vandasamt og risky á löngum köflum (þunnur ís og tæpar/fáar tryggingar), einkum í lok fyrri spannar (á þunna slabbinu í löngu hliðruninni) og á fyrstu 10m seinni spannarinnar (hliðrun undir kertið og upp bratta tjaldið).

Frábær leið með óviðjafnanlegum exposure faktor.

FF: Róbert Halldórsson og Sigurður Tómas Þórisson, feb 14

 

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Skálagil
Tegund Ice Climbing

NA-Hryggur Heljargnípu

Leið þessi var fyrst farin 7. apríl 1985 af Jón Geirssyni, Önnu Láru Friðriksdóttur, Torfa Hjaltasyni, Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni.

Aðkoman liggur um Breiðamerkurjökul og tekur 2-4klst. Þar tekur við krefjandi klifur upp hrygginn sem líkist meira egg en hrygg. „Þannig er hvergi hægt að „svindla“ og stytta sér leið framhjá erfiðleikum á auðveldan hátt.“ Í efsta kafla leiðarinnar er hreint og þó nokkuð strembið ísklifur. Upprunalega var leiðin klifruð með skíði og skíðað var niður.

Leiðin þykir alvarleg og fær gráðuna D, 600m.

 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Heljargnípa
Tegund Alpine

Fjögur spor WI 4

Meðan að Björgvin og Skarphéðinn klifruðu „eins og vel smurð vél“ og fóru samtals fimm leiðir á einum degi, þá klifruðu Sissi og Halli þessa leið og skruppu svo í bæjarferð. Nafnið á leiðinni gefur til kynna kvers kyns bæjarferðin var

Fyrst farin af Svein Eydal og Halla í mars 2009

Klifursvæði Berufjörður
Svæði Bolabotnar
Tegund Ice Climbing

Kirkjubæjarklaustur

Í kringum Kirkjubæjarklaustur er þó nokkuð af stökum leiðum og litlum sectorum. Svæðið Kirkjubæjarklaustur skiptist niður í

A – Fjaðrárgljúfur

Leiðirnar sem eru skráðar á Fjaðrárgljúfurssectorinn eru ekki í hinu eiginlega Fjaðrárgljúfri, heldur útfrá veginum sem liggur upp á Fjallabak.

Gljúfrið sjálft hefur samt einhverjar línur að geyma, hér er mynd af óklifruðum ís beint á móti bílastæðinu við Fjaðrárgljúfur.

B – Kirkjubæjarklaustur

Fyrstu leiðirnar sjást út um gluggann á bensínstöðinni, sennilega fleiri ef farið er innar í bæinn og í átt að Systrastapa.

  1. Ófarin
  2. Altarisgangan – WI 3

Þegar komið er inn á Klaustur er farið út úr hringtorginu á útgangi númer 2 og keyrt inn eftir þeim vegi. Fljótlega eftir Kirkjugólfið er farið yfir litla brú sem brúar Stjórná. Inni í Stjórnárgili eru leiðirnar Smjör er fjör WI 5 og Kapteinn Kirk M 6+. Þegar komið er fram yfir brúna ættu leiðirnar að blasa við í hömrunum

  1. N-18 – WI 5
  2. Hertoginn af Kolbeinsey – WI 4
  3. Golden Shower – M 5+
  4. Sexí – WI 6
  5. Miðmundarfoss – WI 4

C – Hörgsárgljúfur
Hörgsárgljúfur er um það bil 5km lengra en Kirkjubæjarklaustur. Aðkoman að gljúfrinu er mjög þægileg, nokkurra mínútna gangur frá bænum Múlakoti á Síðu sem er við þjóðveg 1. Hafi menn áhuga á að klifra þarna er hægt að fá gistingu á Hörgslandi, næsta bæ við.

D – Fljótshverfi
Í Fljótshverfi er töluvert af leiðum sem bíða þess að verða klifraðar.

Bara stelpur WI 3

100m WI 3.

Leið upp Innsta Sniðagil: 6-7 stutt höft.

Aðkoma: Þetta er innsta gilið Morsárdalsmegin í Skaftafellsheiðinni þar sem klifranlegur ís myndast. Gengið er inn að innri Morsárdalsbrú og þar til baka út með Morsá að gróinni aurkeilu fyrir framan gilið. Klifrið toppar á gönguleiðinni um Vesturheiði.

FF: Helga María og Katrín Pétursdóttir, ísklifurfestival 2010

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Morsárdalur
Tegund Ice Climbing