Fossinn er dálítið norðar í Kjósarskarði en Hrynjandi (#45), í gili sem heitir Strákagil, sést vel frá veginum. Beygt er af Kjósarskarðsvegi og keyrt yfir brú. Fyrsti afleggjari til hægri er svo tekinn og keyrt alla leið að sumarhúsabyggð, ef færð leyfir (sjá kort). Einungis er um 25 mínútna gangur að fossinum, sem gerir hann kjörinn í eftirmiðdagsklifur.
Eins og sést á yfirlitsmyndinni þá má klifra fossinn á nokkra vegu og erfiðleikagráðan er á bilinu WI4 til WI5 eftir því hvaða leið er valin og hvernig aðstæður eru hverju sinni. Kverkin (leið 1) er auðsóttust og jafnan í WI4 aðstæðum. Hinar leiðirnar eru erfiðari, jafnan WI4+ en geta slagað í WI5 þegar yfirhangandi kaflar myndast. Leið 3 er sjaldnast í aðstæðum þar sem fossinn er oftast opinn einhvers staðar á þeirri leið. Þar er hann jafnan blautastur.
Leiðirnar eru flestar 30-35 metra langar. Stundum frýs fossinn efst og þá er hægur leikur að klifra upp úr gilinu fyrir ofan hann og ganga niður vinstra megin við Strákagil (séð frá klifrara). Það er hins vegar algengara að gera V-þræðingu efst í fossinum og síga niður, á tveimur línum eða einni 70m línu.
150 m
FF: Ari T. Guðmundsson. Hreinn Magnússon og
Höskuldur H. Gylfason 26. janúar 1985. Lengsta
ísfossaleiðin i Grenihlið, er í Grindagili. Mislöng
isþrep með snjósköflum á milli í venjulegu árferði.
Innst í Skálagili í Haukadal. Leiðin eltir vinstri jaðar bogans, sem hin heimsfræga leið Brennivín (M11+) liggur beint upp. Byrjar rétt hægra megin við Trommarann (megin foss gilsins), hliðrar skáhallt upp meðfram jaðri bogans í vandasömum, tortryggðum þunnum ís. Þar var áð og gerður stans á nokkuð solid ísbunkum eftir 50m+ klifur (með 30m exposure beint fyrir neðan). Eftir stansinn tók við nokkuð vandasöm hliðrun undir/bakvið megin kertið í efsta ísþilinu. Þar bakvið var læðst upp undir létt yfirhangandi tjald með kröftugum tæknilegum hreyfingum. Ofan tjaldsins tók við feitur 20m WI5 ís upp á brún í góðan stans. Sigið í einu 60m+ sigi beint niður bogann.
Ekki eins brutally erfitt og útlit var fyrir að neðan en afar vandasamt og risky á löngum köflum (þunnur ís og tæpar/fáar tryggingar), einkum í lok fyrri spannar (á þunna slabbinu í löngu hliðruninni) og á fyrstu 10m seinni spannarinnar (hliðrun undir kertið og upp bratta tjaldið).
Frábær leið með óviðjafnanlegum exposure faktor.
FF: Róbert Halldórsson og Sigurður Tómas Þórisson, feb 14
Leið þessi var fyrst farin 7. apríl 1985 af Jón Geirssyni, Önnu Láru Friðriksdóttur, Torfa Hjaltasyni, Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni.
Aðkoman liggur um Breiðamerkurjökul og tekur 2-4klst. Þar tekur við krefjandi klifur upp hrygginn sem líkist meira egg en hrygg. „Þannig er hvergi hægt að „svindla“ og stytta sér leið framhjá erfiðleikum á auðveldan hátt.“ Í efsta kafla leiðarinnar er hreint og þó nokkuð strembið ísklifur. Upprunalega var leiðin klifruð með skíði og skíðað var niður.
Meðan að Björgvin og Skarphéðinn klifruðu „eins og vel smurð vél“ og fóru samtals fimm leiðir á einum degi, þá klifruðu Sissi og Halli þessa leið og skruppu svo í bæjarferð. Nafnið á leiðinni gefur til kynna kvers kyns bæjarferðin var