Leið A á mynd er upprunalega Birkitréð en sú leið hefur sjaldan komist í aðstæður á síðustu árum.
Leið B á mynd er Birkitréð sem er yfirleitt klifrað.
Ein af fyrstu leiðunum til þess að komast í klifranlegar aðstæður þar sem leiðin liggur hátt yfir sjávarmáli. Klifin í tveimur spönnum, sú fyrri brattari en sú seinni léttari en getur verið erfiðari að tryggja.
Ef hægt er að útbúa sigakkeri er lítið mál að síga úr leiðinni en annars má fara upp á brún og ganga niður skriðjökul sem liggur örlítið norðar.
FF.: Guðmundur Helgi Christensen og Páll Sveinsson, 1990.
Nokkrar leiðir hafa verið klifraðar í Kaldadal og er Birkitréð í Þórisjökli þektust þeirra.
Leiðirnar liggja hátt og eru því oft komnar í aðstæður snemma vetrar.
Keyrt er inn Kaldadalinn og lagt við áberandi vörðu, ca 2,5 metra há og er meira í laginu eins og grjóthrúga heldur en hefðbundin varða. Frá vörðunni er um klukkutíma ganga inneftir.
Upplýsingar og myndir eru fengnar úr Leiðarvísi ÍSALP nr. 22 eftir Snævarr Guðmundsson og Kristin Rúnarsson. Frekari upplýsingar eru að finna í ársriti ÍSALP 1987.
Skarðsheiðin hefur lengi verið eitt vinsælasta fjallamennsku svæði Íslendinga og má sjá það einna best í merki Ísalp, en þar er einmitt Skessuhorn í aðalhlutverki.
Frægt verkefni í Skarðsheiðinni er að klifra alla þrjá Norðurveggina á einum sólarhring. Þetta eru NV veggur Skessuhorns, N veggur Skarðshorns og NV veggur Heiðarhorns. Þetta verkefni var fyrst klárað af Páli Sveinssyni og Guðmundi Helga Christensen í mars 1993, Róber Halldórsson og Sigurður Tómas Þórisson urðu svo annað teymið til að klára þessa þolraun í apríl 2008.
Skarðsheiðinni er skipt niður í þó nokkur undirsvæði eins og sjá má á mynd
Skarðshyrna
Í Skarðshyrnu er megnið af klifrinu á veggnum sem snýr í suðvestur og svo er leið 8 á veggnum sem snýr í suðaustur.
Villingadalur Villingadalur er vissulega hluti af Skarðsheiðinni en vegna vinsælda hans sem „sport“ ísklifursvæðis, sem sker sig frá öðru klifri í Skarðsheiði, þá var ákveðið að hafa hann sér. Upplýsingar um Villingadal má finna HÉR
Skessuhorn Hér er um að ræða einn klassískasta alpavegg Íslands, sem er í uppáhaldi margra eða á óskalista yfir næsta mission. Hér eru leiðir 21 og 22 á austur veggnum en megnið af klifrinu (23-29) eru á NV veggnum.
Skarðshorn Skarðshorn er án efa einnig einn af vinsælli alpaveggjum Íslands. Ein af leiðum veggsins prýðir forsíðu ársrits Ísalp frá 1987, en þar má sjá Snævar Guðmundsson í frumferð á leiðinni Dreyra.
Bókasafni ÍSALP var nýverið afhent gestabók af tindi Hraundrangans í Öxnadal. Í bókina eru skráð nöfn þeirra sem komu við á tindinum frá jóladegi 1993 og til 24.júní 2001, en þá var blautri bókinni bjargað úr gestabókarkassanum sem hafði gefið sig. Fremst í bókinni eru upplýsingar um allar uppgöngur fram til þess að bókin var sett upp.
Bókin endaði í góðu yfirlæti hjá bjargvætti sínum, Jökli Bergmanni um árabil þar til það varð til tíðinda að Bjarni E. Guðleifsson líffræðingur, skrifaði kafla um Hraundrangann í bók sína Hraun í Öxnadal og hafði upp á gestabókinni góðu hjá Jökli. Bjarni afhenti stjórn ÍSALP síðan bókina, eftir að hafa nýtt hana sem heimild í skrif sín. Bjarni gaf klúbbnum einnig nýútkomna og glæsilega bók sína og kunnum við honum bestu þakkir fyrir!
Nú þarf að koma nýrri gestabók upp á Drangann. Stjórn óskar eftir sjálfboðaliðum í verkið.
Bókarhöfundurinn Bjarni E. Guðleifsson og Helgi Egilsson, formaður ÍSALP á góðri stundu
Sunnudaginn 6. september héldu nokkrir vaskir garpar út í góða veðrið með það í huga að grafa holur fyrir nýjum undirstöðum undir Bratta. Með í för voru 22 álhólkar, skóflur og járnkarlar, sleggja, öll rúnstykkin á Select, guðsveigar og samkomutjald. Þetta reyndist hin skemmtilegasta ferð þó að lítið hafi náðst að grafa holur sökum erfiðleika í jarðveginum. Hjáleið var gerð framhjá stóra steininum sem lokaði veginum í seinustu ferð og undirstöður gamla Bratta voru hreinsaðar og jafnaðar jörðu. Ekki gekk vel að tjalda. Verkefninu er hvergi nærri lokið en Helgi, Gísli, Jonni, Árni og Þorsteinn þakka fyrir sig.
Fossinn er staðsettur í botni Arnarfjarðar og hefur aðeins verið klifinn einu sinni. Fossinn er breiður og er sennilega hægt að klifra mörg afbrygði af honum ef nægilegt frost næst. Vegurinn inn að Dynjanda og yfir Dynjandaheiði er ekki þjónustaður á veturna og því er sjaldgæft að fá fossinn í aðstæður en ekki ófærð inn að honum.
F.F: Rúnar Óli Karlsson og Búbbi febrúar 2010
Videoið er frá einu uppferðinni hingað til, horfið á allt myndbandið.
F.F. 04.12.2010 Bergur Einarsson og Jósef Sigurðsson
Lýsing leiðar:
1. spönn – 3. spönn: WI3, 100m.
4. spönn: WI4 – 20m.
5. spönn: WI4 – 15m.
6. spönn: WI4+ – 25m.
7. spönn: WI3 – 10-12m.
8. og 9. spönn WI3 80m.
Leiðin fylgir sömu leið og Single malt og appelsín þar til komið er að skálinni fyrir ofan 5. spönn. Þar er miðlínan valin en 6. spönn er lykilkafli leiðarinnar, lóðrétt aðeins í fangið stóran hluta spannarinnar. Eftir 6. spönn tekur við stór stallur og upp af honum er 10-12 m haft, 7. spönn. Þar tekur svo við annar stór stallur neðan við langan (~80m) samfelldan 3. gr kafla sem þó er með góðum stöllum. Hægt að velja um nokkra stalla í honum til að skipta kaflanum í 2 spannir en við tókum þann efsta þar sem við vorum að vonast til að ná að klára upp úr honum í einni spönn.
Fórum 100-200m til norðurs og niður brekkurnar þar sem er vel bratt. Líklega er betra að fylgja sömu niðurleið og í Single malt og appelsín.
Niðurleið:
Gangið 100m. til suðurs út á smá nef, skerið síðan til baka niður brattasta kaflann og síðan beint niður í bíl, frekar þægilegt.