Blika WI 5

Áberandi kerti í stuðlabergshvelfingu ofan við bæinn Lambhaga. Kertið tengir sjaldan og um að nauðsynlegt að nota tækifærið þegar það gefst.

Yfirleitt er keilan undir kertinu frekar lítil og kertið lóðrétt nánast alla leið upp á brún. Um 25m og góður ís fyrir akkeri á stalli beint fyrir ofan.

FF.: 30. des 2022 Árni Stefán Haldorsen og Íris R Pedersen

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Svínafell
Tegund Ice Climbing

Istinto Apuano M 4

Leið F á mynd

Leiðin fylgir augljósu gili með einhverjum klettatryggingum (BD2, BD1, bleikur tricam, n9 and n13 BD nuts).

M4 60m

„Istinto Apuano“ gæti þýðst sem Apuanska innsæið, þar sem Apuönsku Alparnir eru fjallgarður í norðanverðri Ítalíu á heimaslóðum Matteo og Andrea.

FF: Andrea Fiocca  & Matteo Meucci, nóvember 2022

Klifursvæði Kaldidalur
Svæði Þórisjökull
Tegund Mixed Climbing

Greinar í ársrit Ísalp 2022

Ágæti Ísalpari

Hefur þú sögu að segja? Eitthvað magnað, fyndið, erfitt, lærdómsríkt og/eða rosalega áhugavert tengt háfjallamennsku, sportklifri, fjallaskíðum, ísklifri, dótaklifri eða grjótglímu?

Ritstjórn Ísalp leitar að greinahöfundum til að skrifa greinar í ársrit Ísalp 2022 og við ætlum okkur stóra hluti. Ríkur vilji er til þess að birta greinar sem sýna dýpt og breidd íslenskar fjallamennsku sem höfðar til stærri hóps en venjulega. Þannig viljum við fá skrif frá reynsluboltum og nýliðum, ungum sem öldnum, harðkjörnum og kósíklifrurum frá öllum kynjum og allt þar á milli.

Við viljum heyra hetjusögur, klaufabárðasögur, tilfinningarússíbana, viðtöl, græjuhorn, fræðslu, hugljómarnir, upplifanir og fleira.

Það er stefna ritstjórnar að veita greinahöfundum stuðning í gegnum allt ferlið, þannig að þau sem hafa góða sögu að segja en eru feimin við að skrifa geta fengið stuðning og uppbyggilega ritstjórn í gegnum allt ferlið. Allt með það endanlega markmið að fá margar og vandaðar greinar í ársritið.

Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að allar greinar sem birtast munu taka þátt í greinakeppni Ísalp, sem er nýjung. Hlutlaus og fagleg þriggja manna dómnefnd mun lesa greinarnar og velja eina sem mun hljóta verðlaun og birtingu fremst í blaðinu.

Ritstjórn mun taka við tillögum að greinum fram til 22. nóvember og lokaskil á greinum er um miðjan desember. Allar tillögur skal senda í gegnum skráningarform hér: https://forms.gle/Cqy9JpfXXajCkxJY7

Brunnhorn

Leið sem spíralar sig upp á miðtind Brunnhorns.

200 metrar, AD+ III 5.4, 6 spannir og ein gönguspönn

Klifrið byrjar frá söðlinum í nyrðra skarði Brunnhorns.

  1. spönn: Liggur upp bratt haft með grasi, síðan eftir syllukerfi, fyrst til vinstri og svo til hægri þar til komið er að stórum kletti. Þar má gera stans á góðri syllu.
  2. spönn: Hliðrun um heila línulengd út til hægri eftir grónum syllum, fram hjá bröttum vegg og litlum steinboga. Stans undir enda veggjarins.
  3. spönn: Stutt en bratt og frekar tæpt haft sem þarf nokkrar taugar í.
  4. spönn: Hryggur sem liggur í átt að tindinum, aftur fram hjá steinboganum og inn að litlum vegg sem gleypir við bergtryggingum.
  5. spönn: Ganga upp sundurskorna grasbrekku. Stans undir höfuðvegg hornsins. Næst fikarar leiðin sig réttsælis um tindinn.
  6. spönn: Hliðrun um línulengd eftir mis tæpum syllum og endar á rúmgóðri syllu undir frekar stuttu en bröttu, grónu og mjög lausu hafti. Haftið skyggir á toppinn. Klifrið er sleipt og laust, sprungurnar tryggjanlegar en óvíst hverju tryggingarnar halda. Haftið endar á litlum toppahrygg norðan í tindinum.
  7. spönn: Er rétt tæp línulengd. Án efa tæknilega erfiðasta klifrið á leiðinni en loksins eru berggæðin orðin ástættanleg og hægt að koma fyrir sæmilegum tryggingum.

Ítarleg umfjöllun um leiðina birtist í ársriti Ísalp fyrir árið 2021.

FF: Valdimar Harðarsson, Guðni Bridde og Björgvin Richardsson, 1994

Klifursvæði Vestrahorn
Svæði Brunnhorn
Tegund Alpine

Útgáfuhóf fyrir ársrit Ísalp og aðalfundur

Þann 29. september boðar stjórn til aðalfundar og í beinu framhaldi útgáfuhóf í tilefni af því að árstir klubbsins er loksins að koma út.

Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:

1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör formanns
6. Kjör stjórnar
7. Kjör uppstillingarnefndar.
8. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
9. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
10. Önnur mál

Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau ein sem greitt hafa árgjald 2022.
Framboð skulu hafa borist uppstillingarnefnd (runathor@gmail.com) fyrir 26. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður á aðalfundi eftir að kosningar um framkomin framboð hafa farið fram.
Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 26. september.
Staðsetning: Bryggjan Brugghús klukkan 19:00

Laus sæti í stjórn

Fjögur sæti eru laus í stjórn, formaður, gjaldkeri og tvö sæti fyrir meðstjórnendur. Ert þú næsti (eða veistu um einhvern) stjórnarmeðlimur Ísalp?
Stjórnarseta er ekki mikið vinnuálag og stjórnin er ávalt skipuð frábæru fólki sem vill stuðla að framgangi og uppbyggingu fjallamennsku á Íslandi.
Framboð má senda á uppstillingarnefnd, Rúna, Sissi og Freysi (runathor@gmail.com, sissi@askur.org, freskur@gmail.com) og/eða stjorn@isalp.is

Gratitude

Route number 3 – Gratitude

AD, WI3 80m

Vestri Hnappur is one of the peaks of Öræfajökull. It is located on the south rim of Öræfajökull. The peak is 1851m and you can enter the climb around 1700m.

In order to access this peak, we traveled along the antenna access road behind Foss Hotel Glacier Lagoon and up to about 800 meters. We came to Stigárjökull at about 1000 meters and roped up from there to the base of the Vestri Hnappur. This ascent was done in April so there were almost no exposed crevasses on the way up to Vestri Hnappur.

This climb is between both Einhyringar and Gnar for Breakfast. This path follows the avalanche gully, which is slightly steep but somewhat mellows out after the initial 3 meter steeper section. From there, it’s about a 50degree snow climb until the section just below the summit, which is the last tricky area until the walk to the top.

Overall, it’s not very changing climb but the lack of reliable protection makes it one to think about. It would do you well to carry 3 snow pickets and use 1 as an intermediate belay and the other 2 to make a bomber anchor to belay up the second.

Lastly, why ‘Gratitude’?

Being in this country has been a pleasure beyond belief. So much opportunity exists here to learn and grow as an alpinist and a guide. This climb goes out to all the Icelandic alpinists both current and past, who have laid the foundation that allows us to play in this amazing alpine environment.

* As pictured, route # 1 is ” Einhyringar ”, route # 2 is “Gnar for Breakfast”, and route #3 is “Gratitude”

Michael Reid, Julian O’Neil, and Natalia Bucior – 23 April 2022

Pictured is of the first leading the pitch.

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Vestari Hnappur
Tegund Alpine

BANFF Mountain Film Festival 2022 – Ísland

Takið kvöldin frá! Íslenski Alpaklúbburinn ætlar að sjá fyrir sannkallaðri fjallaveislu á BANFF Mountain Film Festival kvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís þann 10. og 12. maí kl 21:00. Kvikmyndahátíðin er sannarlega góð upphitun fyrir sumarið með fullri dagskrá af fjallamennsku, klifri, skíðum, fjallahjólum og fleiru.
Meðlimir Ísalp geta sótt afsláttarkóða hjá stjorn@isalp.is
Við mælum með að fólk mæti snemma í Bíó Paradís og hafi það gaman saman, hægt verður að tryggja sér Ísalp derhúfuna og tilboð verða á barnum og veitingasölunni.
Ísalp þakkar GG sport og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum fyrir að gera hátíðina mögulega.
___
The Icelandic Alpine Club ISALP celebrates the Banff Centre Mountain Film Festival on May 10th and 12th at 9 o’clock at Bíó Paradís, Hverfisgata. The festival includes films focusing on rock climbing, alpine climbing, skiing, mountain biking, running and more.
Isalp members can get a discount code at stjorn@isalp.is
___
Myndir / Films:
Þriðjudagur, 10. maí 21:00
The Slabs
EM
Exit the North Pole
The Mystery
Swissway to Heaven
INSIDE – A Hole New Ski Experience
Fimmtudagur, 12. maí 21:00
Follow the Light
ASCEND: Reframing Disability in the Outdoors
Link Sar
Learning to Drown
The Farmer
Reel Rock15: Action Directe
Maneuvers
JURRA – The Guardians of the Pole
Girls Gotta Eat Dirt
Markus Eder’s The Ultimate Run

Basalt Route M 7

Þar sem Stuðlagil er vinsæll ferðamannastaðaur og náttúruperla sem þarf að hugsa um og vernda, þá mælir Ísalp með að fleiri þurrtólunarleiðum verði ekki bætt við veggina og að þessi leið verði bara endurtekin með mestu varúð og nákvæmni.

Þurrtólunarleið upp miðjann vegginn í stuðlagili. Tryggð með náttúrulegum tryggingum.

FF: Dani Arnold & Martin Echser 8. febrúar 2022

Klifursvæði Fljótsdalshérað
Svæði Stuðlagil
Tegund Mixed Climbing

Nýtt svæði, Tröllaskagi

Nýverið voru skráðar þrjár nýjar leiðir. Ein í Héðinsfirði og tvær á Siglufirði. Þar sem að ís- og alpaklifur er frekar dreift um Tröllaskagan, þá var ákveðið að sameina þessar nýju þrjár leiðir ásamt klifursvæðunum Ólafsfjarðarmúli og Svarfaðardalur (Svarfaðardalur, Búrfellshyrna, Kerling og Skíðadalur).

Nýja klifursvæðið heitir Tröllaskagi og þar undir eru allar gömlu góðu leiðirnar af áðurnefndum svæðum, nú skráð sem undirsvæði.