Manía WI 4
Merkurker – á leiðinni inn í þórsmörk
Keyrt áleiðis inn í þórsmörk að fyrstu ánni/læknum (Sauðá) sem þarf að keyra yfir. Þar er hægt að keyra slóða upp með ánni smá spöl austan megin við hana. Gengið er greinilegan göngustíg í ca. 10 mín yfir hrygg og svo áfram inn gilið ca. 20 mín. Við blasir ísfoss beint að augum inn í gilinu fórum lænuna sem er lengst til vinstri.
Byrjar á þægilegri 20 metra 3-4 gráðu spönn. Svo tók við skjál með rísa fríhangandi drjóla, fullt af regnhlífum og grílukertum. 20-30 metrar 4-5 gráða, fer líklegast eftir aðstæðum. Endar á 20-30 metrum af 3-4 gráðu ís.
FF: Daníel Guðmundsson og Ottó Ingi Þórisson, 24. mars 2013, 70m
Klifursvæði | Þórsmörk |
Svæði | Merkurker |
Tegund | Ice Climbing |