Manía WI 4

Merkurker – á leiðinni inn í þórsmörk

Keyrt áleiðis inn í þórsmörk að fyrstu ánni/læknum (Sauðá) sem þarf að keyra yfir. Þar er hægt að keyra slóða upp með ánni smá spöl austan megin við hana. Gengið er greinilegan göngustíg í ca. 10 mín yfir hrygg og svo áfram inn gilið ca. 20 mín. Við blasir ísfoss beint að augum inn í gilinu fórum lænuna sem er lengst til vinstri.
Byrjar á þægilegri 20 metra 3-4 gráðu spönn. Svo tók við skjál með rísa fríhangandi drjóla, fullt af regnhlífum og grílukertum. 20-30 metrar 4-5 gráða, fer líklegast eftir aðstæðum. Endar á 20-30 metrum af 3-4 gráðu ís.

FF: Daníel Guðmundsson og Ottó Ingi Þórisson, 24. mars 2013, 70m

Klifursvæði Þórsmörk
Svæði Merkurker
Tegund Ice Climbing

Kaldi

Leið númer 1 á mynd

10-12m, M7 (við FF en allt frá WI4/5 upp í M7+/8 eftir ísmagni líkl.)
FF: Arnar Emilsson, Sigurður Tómas Þórisson, Berglind Aðalsteinsdóttir, 31. des 2012.
Staðsetning: syðst í klettunum ofan Kjarnaskógar við Akureyri, ofan göngustígs yfir að Hvammi (Langiklettur).Best er að leggja á efra bílastæðunu (hjá sólúrinu), ganga uppeftir og fylgja aðal stígnum til suðurs (fyrst aðeins upp). Síðan er skilti merkt Hvammi út af stígnum og þeim stíg fylgt ca. 200m og þar blasir ísþilið við ofan við skógarjaðarinn.

Nokkrar myndir á:
https://picasaweb.google.com/113225176019452545492/AkureyriJol2012?noredirect=1

Og svo þessi flotta mynd í boði Arnars og Berglindar.
Berglind er þarna búin að klippa í fyrstu tvo boltana undir slúttinu og komin út á kertið, þriðji boltinn er rétt við hjálminn og sá fjórði sést með dinglandi tvisti aðeins ofar)

Vitum ekki hvernig þetta er ofan þaksins í ísleysi en þar sem lykilgripið ofan þaksins er lítil solid sprunga, þá kemst maður amk þangað án klaka. Kertið spilaði svo lykilhlutverk í að leysa hreyfingarnar upp úr þakinu svo þær gætu orðið ansi hressar í ísleysi, því það eru þunnar lappir á veggnum undir þakinu. Afar hressandi allt saman.

Klifursvæði Akureyri
Svæði Kjarnaskógur
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Kaldi from Berglind og Arnar on Vimeo.

Kertið í kotinu WI 4

Í Norðurárdal Skagafjarðarmegin við Öxnadalsheiðina er fallegt gil sem heitir Kotagil. Þegar innarlega er komið í gilið koma ísþil í ljós. Ein leið þar er mjög áberandi og hægra megin við hana er önnur leið sem kemst ekki eins oft í aðstæður og var það ekki þegar fyrri leiðin var klifruð.

Beygt er útaf þjóðvegi 1 rétt áður en komið er á Öxnadalsheiði í Norðurárdal. Þar er skilti sem er merkt Kotá. Þar er stórt plan og þaðan er gengið undir brúna og inn í gilið.

Flott leið í flottu gili, byrjar á þægilegu ~12m WI 4 klifri, fer uppá stall og þar tekur við alveg lóðrétt kerti upp í þægilegri rás. Sigum þaðan niður í stað þess að klára upp í brekkuna sjálfa við gilbrúnina.

FF: Guðmundur F. Jónsson og Jón Heiðar Rúnarsson, 23.12.2012

 

 

Klifursvæði Hörgárdalur
Svæði Kotagil
Tegund Ice Climbing

Vindmyllan WI 3

WI 3+/4-

Tvær spannir, um 100m
Frumfarin 1. desember 2012: Sævar Logi Ólafsson, Einar Bjarnason og Egill Halldór Gunnarsson

Áberandi lína Norðaustan í Vörðufelli í Biskupstungum fyrir ofan sumarbústaðina í landi Iðu. Gilið heitir líklega Gunnugil og aðkoman þægileg. Um 10 mínútna ganga frá sumarbústöðunum.

Fyrri spönn, ca 55-60m
Byrjuðum fyrir neðan neðsta haftið sem var 5-6m 3 gráða, síðan tók við 2 gráðu tenging yfir í aðal haftið sem var 10-15m 3+/4-.

Seinni spönn ca 40-45m
Byrjaði á góðu hafti sem var örlítið kertað og hressandi 3+/4- Síðan tók við þægileg þriðja gráða upp 1-2 góð höft í viðbót.

Sigum efri spönnina á V-þræðingu, en mjög auðvelt er að komast úr fossinum milli hafta og ganga niður.

Nokkrar myndir

Klifursvæði Árnessýsla
Svæði Vörðufell
Tegund Ice Climbing

Afi WI 5

Blá lína á mynd

Línan hægra meginn við hellin Paradísarheimt. Nokkuð greinileg lína sem er skorin í sundur af stórum stalli í miðjunni.
5.gr. 120m 60/30/30

F.F. 03.01.2010 Guðjón Snær,Guðmundur Helgi,Viðar Helgason

 

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Paradísarheimt
Tegund Ice Climbing

Rjúpan eina WI 3

Ein spönn – 25 m – WI3

Aðkoma: Ekið norður Kjalveg um 700 m framhjá afleggjara að Skálpanesi. Hvilftin blasir þar við á
hægri hönd. Leiðin liggur upp gilið lengst til vinstri í hvilftinni af þeim þremur mest áberandi sem þar
er að finna.

FF: Bergur Einarsson og Ragnar Heiðar Þrastarson 11. nóv. 2012.

Fleiri myndir má finna hér

 

Klifursvæði Hvítárgljúfur
Svæði Bláfjall
Tegund Ice Climbing

NV hryggur Hraundranga

Hraundrangi í Hörgár/Öxnadal

Gengið frá Staðarbakka í Hörgárdal sem leið liggur upp að neðsta klettabeltinu í NV hlíð Hraundranga.

Fyrstu þrjár spannirnar klifra upp miðjuna á 150m breiðu klettabelti M3-M4. Margar mis erfiðar útfærslur eru á þessum hluta leiðarinnar en reynt var að fylgja augljósustu og fallegustu línunni 150m. Næst tekur við brölt/labb upp fallaegan hrygg um 100m þar til klifrið hefst á ný. 60m létt mosa spönn endar í klauf á hryggnum fyrir neðan sjálfann megin dranginn. Næst er 50m 70-80° mosa spönn sem endar á syllu fyrir neðan erfiðasta kletta haftið. Sjötta og síðasta spönnin er jafnframt sú erfiðasta. Hún skiptist í tvo hluta, 25m M5 krefjandi klifur og svo 20m af léttara klifri alla leið á toppinn. Það eru 2 fixaðir fleygar í síðustu spönninni. Útbúnaður: 1 vinasett, 1 hnetu sett, 5 fleygar (blað-lost arrow) 1-2 vörtusvín eða snarg, 10 tvistar mislangir

FF: Steve House, Jökull Bergmann, Freyr Ingi Björnsson, Jón Heiðar Andrésson, 15. mar. 2007

D+ M5 350m

Hvíta línan á mynd tvö

Klifursvæði Hörgárdalur
Svæði Hraundrangi
Tegund Alpine

Because it is there WI 3

Kvísker in Oraefi in southeast Iceland

The very top of the gorge Þvergil in the altitude of about 500 meters (Þvergil is a gorge that runs parallel with Múlagljúfur and enters it at the lowest part.

We wanted to climb a beautiful unclimbed 50 m WI 4 waterfall lower down in Þvergil (can be seen from the main road close to Hrútá) but it was too wet. Instead of doing nothing we continued up to this small route.

FF: Richard Edkins and Einar R. Sigurðsson, 06. mar. 2007, 12m

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Kvísker
Tegund Ice Climbing

Ríkharður Ljónshjarta WI 3

Mjóa línan vinstra megin

Kvísker in Öræfi

In the bottom of Bæjargil starting 3 meters left of the main stream waterfall that falls into the gorge. Best to walk up on the small hill just behind the farm and then descend into the gorge close to the route.

The route starts 70° for the first part, then there are some easier steps, but the second short pitch was the most spooky. In our warm conditions we had to climb very carefully to get to the top of the route. Normally there should be plenty of good ice all the way.

FF: Richard Edkins and Einar Sigurðsson, 05. mar. 2007, 70m

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Kvísker
Tegund Ice Climbing

Rúsínan í pylsuendanum WI 4

Vinstri leiðin á mynd

Lón austan við Höfn í Hornafirði

Leiðin er neðarlega í hlíðum Fjarðarheiðar, þar sem þjóðvegurinn byrjar að fylgja rótum fjallsins (Fjarðarheiði) ca. 200 m vinstra megin við Kaldamús. Aðrar mögulegar leiðir eru mun ofar í hlíðinni.

Leiðin er í nokkrum stöllum og var efsti stallurinn í aðal leiðinnihæstur og brattastur. Svo löbbuðum við aðeins áfram upp skriðuna og fundum óvænt smá viðbót, 15-20 metra ísþil sem leiddi okkur upp á klettastall sem við þurftum svo að síga niður af.

FF: Bjarki Kárason og Einar R. Sigurðsson, 25. nóv. 2006, 80m

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Lón
Tegund Ice Climbing

Naomi’s Toil WI 3

Mynd af leiðinni óskast

Kvísker in Öræfi in southeast Iceland

In Bæjargil in Kvísker, just right of Kerling WI 3+ wich is the most obvious line there.

The route starts up a small ice wall, then scrambling through tree filled gully up to the main part of the route, an 75° 30 m wall. The finish was the most funky, mixture of ice, rock and moss.

FF: Naomi Conlan, Richard Edkins, Einar R. Sigurðsson, 23. nóv. 2006, 65m

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Kvísker
Tegund Ice Climbing

Brellur eru fyrir börn WI 4

Lengst til hægri á mynd

Marðarárgil í Fljótshlíð

Keyrið þjóðveg 1 (Suðurlandsveg) að Hvolsvelli, þaðan þjóðveg 261 inn í Fljótshlíðina. Rétt við innsta bæ (??) er beygt til hægri út af þjóðveginum inn á jeppaslóða sem liggur meðfram Markarfljótinu í átt að Tindfjallaslóðanum. Farið er yfir nokkur lítil

Miðjan á breiða fossinum austan við Skapareiðina. Byrjar á 5m 3. gráðu hafti, svo taka við 25m af síbrattari ís þar til syllu er náð. Þaðan hægt að fara nokkur afbrigði upp í síðustu ísbunkana. Bratt og laust 10m grjóthaft fyrir ofan fossinn gerir erfitt að enda uppi á toppi í þessari leið.

FF: Sigurður Tómas, Skarphéðinn og Freyr Ingi, 09. des. 2006, 40m

Klifursvæði Fljótshlíð
Svæði Marðarárgil
Tegund Ice Climbing

Skapareiðin WI 4+

Miðleiðin á mynd

Marðarárgil í Fljótshlíð

Keyrið þjóðveg 1 (Suðurlandsveg) að Hvolsvelli, þaðan þjóðveg 261 inn í Fljótshlíðina. Rétt við innsta bæ (??) er beygt til hægri út af þjóðveginum inn á jeppaslóða sem liggur meðfram Markarfljótinu í átt að Tindfjallaslóðanum. Farið er yfir nokkur lítil

Næsti stóri foss austan við Góðborgarann. Byrjar á slabbi en þrengist svo smám saman og verður brattari. Fórum svo 10m áfram upp slabbið í ísbunka til að síga niður. Hefði einnig verið hægt að enda uppi á toppi.

FF: Freyr Ingi og Skarphéðinn, 09. des. 2006, 30m

Klifursvæði Fljótshlíð
Svæði Marðarárgil
Tegund Ice Climbing

Góðborgari með osti WI 4+

Lengst til vinstri á mynd

Marðarárgil í Fljótshlíð

Keyrið þjóðveg 1 (Suðurlandsveg) að Hvolsvelli, þaðan þjóðveg 261 inn í Fljótshlíðina. Rétt við innsta bæ (??) er beygt til hægri út af þjóðveginum inn á jeppaslóða sem liggur meðfram Markarfljótinu í átt að Tindfjallaslóðanum. Farið er yfir nokkur lítil

Vestasti fossinn í stóru gilhvelfingunni. Fórum upp funky-ass ostkennda línu hægra megin við miðju og enduðum á stórum stalli undir léttu 3. gráðu slabbi, sem hægt hefði verið að lengja leiðina um 10m með og enda uppi á toppi ef menn vilja. Erfiðara afbrigði hefði verið lengst til vinstri og svipað erfitt okkar lengst til hægri.

FF: Sigurður Tómas og Sveinn Friðrik (Sissi), 09. nóv. 2006, 25m

Klifursvæði Fljótshlíð
Svæði Marðarárgil
Tegund Ice Climbing

Grundarfoss WI 5

Leið númer 1.

Rétt áður en komið er að Grundarfirði ef ekið er í vesturátt, sést Grundarfoss ef litið er til vinstri. Við hlið hans er Morsárfoss sem er stórglæsilegur foss einnig. Stutt er frá þjóðveginum og inn að fossunum. Hægt að aka langleiðina inneftir.

Út frá Grundarfossinum sjálfum, sem var ekki fullkomlega frosinn, myndast nokkuð breitt ísþil sem við klifruðum í. Þilið er vel bratt og víða stórar regnhlífar. Fórum þetta í einni 50m spönn sem endaði á sillu. Þar fyrir ofan var nánast íslaus veggur, um það bil 15m hár.

FF: Björgvin Hilmarsson og Skarphéðinn Halldórsson, 14. apr. 2006, 70m

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Grundarfoss
Tegund Ice Climbing

Rúnaríus e Rúnaríus WI 3

Í efstu klettunum í 1200 metra hæð austanmegin í Sandfellinu, gengið upp Kotárjökul. Leiðin er c.a. 60 metra vinstra megin við Sólarsömbu, liggur skáhallt upp til vinstri. Við hægri hlið leiðarinnar er svipuð óklifruð leið sem liggur beint upp.

Fyrsti hlutinn er brattastur, 10 metrar, svo kom brött snjóbrekka upp að efri hluta leiðarinnar þar sem er stutt bratt haft, og ég setti tvo vini, eina spectru og einn sling í klettinn hægra meginn þegar komið er upp í gilið yfir leiðinni. Þaðan var auðvelt fyrir seinni mann að brölta upp gilið uppá brún.

FF: Rúnar Sigurðsson og E. Rúnar Sigurðsson, 13. apr. 2006, 35m

fff

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Sandfell
Tegund Ice Climbing

Efri Bergárfoss WI 4

Bergárdalur í Hornafirði á Suðausturlandi

Þetta er efri fossinn í Bergá, hann sést vel úr Nesjahverfinu, en ekki neðan frá Höfn. Hann hefur verið viðfangsefni á fjallamennskunámskeiðum, en aldrei skráður, og aldrei klifraður allur þar sem hann er brattastur.

Fyrst klifruðum við 10 metra haft sem hægt hefði verið að labba uppfyrir, og svo kom hæsti kaflinn, sem varð brattur, lóðréttur um tíma. (Lengst til hægri í fossinum). Sú spönn var 30 metra. Svo komu aðrir 30 metrar í stöllum upp á neðri brún. Þar gengum við að efsta hlutanum, 20 metra háu tjaldi sem byrjaði létt, en varð svo lóðrétt í smá stund.

FF: Bjarki Kárason og Einar Öræfingur, 02. apr. 2006, 90m

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Bergárdalur
Tegund Ice Climbing

Gjöfin sem heldur áfram að gefa M 5

Leið B1

WI 4+ /M 5

Vestast í stóra svarta klettinum er stompur. leiðin liggur upp hann.

Byrjið á að klifra smá mosa ræmu upp ca. 7m og hliðrið svo til hægri inn í strompinn. Fylgið svo íslínunni upp 2-3spannir og komið upp í góðan stans í einskonar hvilt. Þá er farið út til vinsti, í fyrstu meðfram tryggjanlegum klettum en svo kemur um 30m ótryggjanlegur kafli þegar fara verður út á kletta slabið. Einnig mögulegt að fara til hægri upp erfiðari en tryggjanlega kletta. Ísinn í leiðinni er víðast hvað um 15cm þykkur og því fullt af stuttum skrúfum eða bönd fyrir tie off. Einnig hægt að nota klettadót og spectrur, sérstaklega spectrur og blaðfleiga. Þessi leið er öðrvísi en allt annað og ekki fyrir nema alvöru kallmenn þar sem bæði eistun hafa gengið niður. Ekki láta ykkur dreyma um að síga niður. Best að fara til vesturs og elta nokkur auðveld gil. (Skrifað af Ívari)

FF: Ívar Freyr Finnbogason og Arnar Emilsson , 12. jan. 2005, 130m

Klifursvæði Bolaklettur
Svæði Bolaklettur
Tegund Mixed Climbing

Beta WI 3+

Þetta er leið nr. 2 (100-200 metrum lengra en The Intimidation Game) þegar maður labbar frá þjónustumiðstöðinni eftir malbikaða stígnum í átt að Skaftafellsjökli. Stór flatur steinn sem má nota fyrir borð er fyrir neðan leiðina.

Fyrsta spönnin (50 m) byrjar vel en svo er langur mjög léttur kafli en efsti hluti spannarinnar verður lóðréttur síðustu 10 metrana. Síðan smá rölt upp að næsta hafti (15 m) aftur smá rölt að enn minna hafti en efst í leiðinni bíður skemmtilegt 20 metra íshaft sem við klifruðum lengst til vinstri þar sem það var brattast.

FF: Bjarki Kárason og Einar Öræfingur, 11. jan. 2005, 90m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Skaftafellsjökull
Tegund Ice Climbing