Fardagafoss WI 3

Mynd óskast

Fardagafoss við Egilsstaði . Karl sólóklifraði fossinn og þótti honum þetta hið skemmtilegasta klifur. Hins vegar þætti ritnefnd það slæmt mál að missa eina af sínum rithöndum og vill því benda Karli á að hætta þessum ósið hið fyrsta. Karl ber það fyrir sig, vegna fenginnar reynslu, að fríklifur sé hættuminna en klifur með austfirðingum!

FF: Karl Ingólfsson, 1996, 15m

Klifursvæði Fljótsdalshérað
Svæði Egilsstaðir
Tegund Ice Climbing

Hrafnsegg WI 5

Mynd óskast, og nánari upplýsingar um staðsetningu. (Milli Útvarðar, leið 7 og Naggs, leið 9, 10 og 11)

Leið á tindinn Nagg. Leiðin byrjar í
skarðinu á milli Útvarðar og Naggs
og liggur upp vesturhrygg Naggs og er hún fimm spannir af fimmtu
gráðu.

Í Frumferðabókinni segir: Leiðin liggur upp vesturhrygg Naggs. Farið er í skarðið milli Útvarðar og Naggs (Leið númer 7.). Fyrst er um 10m haft klifið, af V gráðu. Síðan er hryggnum fylgt uns komið er að stórri sillu undir höfuðveggnum. Hliðrað er til hægri upp í lítið gil sem endar í lóðréttu hafti af V gráðu klifri. Leiðin endar á tindi Naggs.

Aðstæður í frumferð: Veður var gott en snjór á sillum.

FF: Haraldur Örn Ólafsson og Guðmundur Eyjólfsson, 10. nóvember 1995, fimm spannir

 

Klifursvæði Esja
Svæði Vesturbrúnir
Tegund Alpine

Stál WI 3

Reyðarfjörður sunnanverður, gil þar sem Fossá í Fossdal rennur.

Þarna eru margar leiðir af þessari erfiðleikagráðu og ennfremur er hægt að finna talsvert
erfiðari leiðir ef leitað er víðar í fjöllunum þarna í kring.

FF: Karl Ingólfsson og Ólafur Grétar Sveinsson, 1995, 3 spannir

Klifursvæði Fjarðabyggð
Svæði Reyðarfjörður
Tegund Ice Climbing

Vík í Mýrdal

Svæðið í nágrenni við Vík í Mýrdal.

Ekki er vitað til þess að mikið hafi verið klifrað þar en það er klárlega þess virði að skoða.

Í lok árs 1995 voru tvær leiðir klifraðar í Höfðabrekkuhamri, fengu leiðirnar nöfnin Knoll og Tott.

Augnablik WI 3+

Mynd óskast

Leiðin er í gili fyrir miðju Réttarfelli að norðanverdu u.þ.b. 400-500 m austan við Álfakirkju.

Erfiðasti hluti leiðarinnar er 4-5m lóðrétt kerti í miðri leið. Þegar komið er upp í leiðina blasir við austan megin í gilinu, stórt gat eða auga í kletti. Leiðin fékk nafn sitt, Augnablik, af þessu auga.

FF: Helgi Borg og Hákon ÁsgrÍmsson, 30. nóvember 1996, 100m

Klifursvæði Þórsmörk
Svæði Réttarfell
Tegund Ice Climbing

Glófaxi WI 5

Leið númer 5 á mynd

Frekar tæknileg leið og í mjög misjöfnum aðstædum. Getur verið frá WI4 upp í WI5+. Viljum ekki gefa leiðinni gráðu fyrr en fleiri hafa farið hana (Ekki víst að fleiri hafi farið hana). Fyrst farin í WI5 aðstæðum. Leiðin er sunnan megin í gilbotninum. Vinstra megin við Pegasus

Rauðar línur eru ófarnar

FF:  Guðmundur Eyjólfsson og Sigursteinn Baldursson,  mars 1997, 70m

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Hestagil
Tegund Ice Climbing

Hvalbak WI 4+

Leiðin er fyrir neðan Hvalina þrjá og byrjar fyrir neðan stóru steinana og þrenginguna í gilinu. Séð úr gilinu virðist vera ,,slabb“ í leiðinni og er nafnið dregið af því. Leiðin byrjar í sléttum vegg með þunnum ís, ca. 25 m. Þaðan er haldið yfir slabbið að þunnum kertum og flóknum. Leiðin endar í 10m klettum.

FF: Jón Haukur Steingrímsson og Guðmundur Tómasson, 1997, ríflega 2 spannir, WI 4/5

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Hlynur WI 5

Leið 10,1

Þeir sigu niður Þrym og klifruðu upp nýja leið fyrir neðan, þ.e. vinstra megin við Þrym sem er nr. 11 í leiðarvísi nr 23. – viðauka. Nýja leiðin, sem þeir nefndu Hlyn, er þriggja spanna og fyrstu tvær voru nokkuð brattar með miklum snjó en sú síðasta var mjög brött með miklu íshröngli. Ekki var hægt að komast beina leið upp á brún vegna þess að ísinn náði ekki niður og klettarnir eru slúttandi síðustu 20 metrana.

FF: Guðmundur Helgi, Páll Sveinsson og Þorvaldur Þórsson, 1. mars 1998, 130m

Hlynur er í frauðinu og sveppunum upp til vinstri. Þrymur er í kverkinni hægra megin á myndinni.
Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Konudagsfoss WI 4

Leið númer 47,5 á mynd

Leiðin liggur upp stuttan foss í Spora gilinu innst í Kjós, fossinn er næsti austan við Spora.

Klifraðar eru tvær stuttar en brattar spannir, með smá skúta á fyrir miðju.

Það er ekki mikið um tryggingar ofan við leiðina, og ekki auðvelt að komast í ís, svo snjótryggingar eru líklega eini kosturinn, eins og í öðrum leiðum í gilinu.

20 m

F.F. Skarphéðinn Halldórsson og Herdís Sigurgrímsdóttir 26. janúar 2007.

Mynd: Håkon Broder Lund

 

Klifursvæði Kjós
Svæði Skálafellsháls
Tegund Ice Climbing

Svolítið blaut WI 4+

Mynd óskast

Á leiðinni upp í Þórsmörk, við síðustu girðingu (1998), er gil uppi í fjalli sem heitir Hellissel og er steinbogi þar mjög áberandi. Í þvi gili var klifruð ein leið sem heitir Svolitið blaut og er WI 4 -4+.

FF: Kim og Will Gadd. 15. mars 1998, 40m

Klifursvæði Þórsmörk
Svæði Hellissel
Tegund Ice Climbing

Sacrifice WI 5+

Leið ekki merkt inn á mynd, hægra megin við leið númer 14

Nýtt afbrigði af Glym. Leiðin er alveg innst inni í kvosinni rétt vinstra megin við Glym sjálfan. Þetta voru rúmlega fjórar spannir og er WI 5+ að sögn Christophe Moulin. Leiðin hlaut nafnið Sacrifice vegna þess að Manu missti af sér hjálminn í annari spönn og öxi eins klifrara sem stóð á brúninni endaði einnig i gilbotninum.

FF: Manu Ibarra og Christophe Moulin, 28, febrúar

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Fjórir fílar WI 3

Mynd óskast

Fossakinnar skammt norðan við Rauðskriðugil. Best er að keyra inn að bænum Fagrahlíð

Eftir fyrri spönnina er hliðrað til hægri nokkra metra og haldið svo upp.

FF: Guðmundur Óli Guðmundsson, Jón Heiðar Andrésson, Arnar Þór Emilsson og Rafn Emilsson, 24. janúar 1998, 70m

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Rauðskriðugil
Tegund Ice Climbing

Gunnars majónes WI 4

Mynd óskast

Rauðskriðugil er á norðanverðu Snæfellsnesi, suður af Búlandshöfða sem er á milli Grundarfjarðar og Ólafsvikur. Aðeins um 20 mínútna gangur er úr bíl og að gilinu. Best er að keyra inn að bænum Fagrahlíð.

Þar var ein leið farin:

Gunnars Majonnes WI 4. 30-40 m ísleið sem er innst inni í gilinu fyrir miðju.

FF: Hallgrímur Örn Arngrímsson, Guðmundur Óli Gunnarsson, Rafn og Arnar Þór Emilssynir,  febrúar 1998.

Klifursvæði Snæfellsnes
Svæði Rauðskriðugil
Tegund Ice Climbing

Weird girls WI 4

Skálafell

Gengið er frá húsinu sem er vestast í Skálafelli, sexhyrnd strýta við yfirgefnu skíðalyftuna. Gangan tekur aðeins um 10-15. Gengið er inn í skál og einskonar helli eða hvelfingu. Frá veginum er þetta eini alvöru fossinn sem sést sunnan megin frá.

FF: Sigursteinn Baldursson, Árni Gunnar Reynisson, Ari Trausti Guðmundsson og Hreinn Magnússon, janúar 1988.

Klifursvæði Esja
Svæði Skálafell
Tegund Ice Climbing