Shooters WI 4+

Leiðin sem er lengst hægra megin í sectornum Glassúr, yfir sjónum

Til að klifra þessa leið þarf að gera annað hvort af tvennu, hlaupa milli alda eftir klettafjörunni, sem næst  fjöru eða síga ofan frá (toppa úr annari leið). Í frumferðinni var það fyrrnefnda gert.

FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner, 15/02 ’16

Klifursvæði Kaldakinn
Svæði Glassúr
Tegund Ice Climbing

SV-hryggurinn upp á Vesturtind

Leið A

FF. Jón Geirsson og Snæ- varr Guðmundsson, um hvítasunnu árið 1986.

Gráða: PD. Á myndinni sést sú leið sem oftast hefur verið farin upp suðvesturhrygginn á Vestara-Hrútsfjalli eins og hún liggur nokkurn veginn. Í fyrstu ferðinni fóru Jón og Snævarr aðeins ofar í ísfallið, upp snjóbrekkur og síðan inn á hrygginn.

 

Texti og mynd úr leiðarvísi úr Ársriti Ísalp 2011-2015. Björgvin Hilmarsson.

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Alpine

Smörfingur WI 5

Leið 2

FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 23. apríl 2015.

Gráða: TD+, AI5.

Farið upp frá Svínafellsjökli og upp undir suðurhrygginn í Vestara-Hrútsfjalli. Byrjað á 110 m háum ísfossi. Hann var farinn í þremur spönnum sem voru AI4 (30 m), AI5 (50 m) AI3 (15 m). Eftir það hefðbundin leið eftir hryggnum og upp á topp.

IMG_0777

 

Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015. 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Ice Climbing

10 norskar stelpur WI 4

Leið 3

FF. Bjartur Týr Ólafsson og Matteo Meucci, 22. apríl 2015.

Gráða: TD, AI4.

Aðkoma eftir Svínafellsjökli. Gengið upp með ísfallinu og að um það bil 125 m háum ísfossi ofarlega og vestan í vestasta hryggnum í suðurhlíðinni. Fossinn var farinn í þremur spönnum sem voru AI4+ (55 m), AI4 (55 m) og AI3 (15 m).

IMG_0718

hrutfjallstindar4

Leið 3

Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015. 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Ice Climbing

Orginallinn

Leið 4

FF. Anna Lára Friðriksdóttir, Einar Steingrímsson og Torfi Hjaltason, maí 1981. Gráða PD, II+.

Lengd: 1400 m (400 – 1852 m).

„Alvarleg og löng leið á jökli.“ Vegna veðurs hliðraði þríeykið út að Vesturtindi og þaðan niður.

hrutfjallstindar4

Leið 4

Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015. 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Alpine

Scottsleið

Leið 5

FF. Dough Scott, Helgi Benediktsson, Jón Geirsson, Snævarr Guðmundsson og Þorsteinn Guðjónsson, maí 1985.

Heildargráða TD. Mestu erfiðleikar, 60 m hár ísfoss, bratti 75 – 90 gráður, 4. gráða.

Tindakamburinn, ein spönn 5. gráða og ein 6. gráða, ís og klettar. Þar á milli klifur í snjó af 1. – 2. gráðu og klettum af III. gráðu.

hrutfjallstindar4

Leið 5

Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015. 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Alpine

Myndbönd

Íshröngl WI 4+

Leið 6

FF. Freyr Ingi Björnsson og Styrmir Steingrímsson, 3. apríl 2012.

Gráða TD, WI4/5.

Leiðin hefst á ísfossi mitt á milli Scottsleiðar og Postulínsleiðarinnar, sameinast Postulínsleiðinni og svo síðar Scottsleið. Þeir fóru síðan upp lokahaftið í Scottsleið og enduðu uppi á Suðurtindi. Leiðin er merkt með grænni línu.

hrutfjallstindar4

 

Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015. 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Ice Climbing

Postulínsleiðin WI 5

Leið 7

FF. Einar Rúnar Sigurðsson, Ívar F. Finnbogason og Örvar A. Þorgeirsson, 1. apríl 2000.

Gráða TD, WI5.

Eftir fyrstu snjóbrekkurnar er myndarlegur WI4 gráðu ísfoss, um 40 metra hár. Eftir það er farið um snjóbrekkur og styttir ísfoss að erfiðasta fossinum sem er um 50 m af gráðu WI5. Lokahaftið í suðurhlíðinni er ísfoss sem farinn var í þremur spönnum: WI4 20 m, WI5 30 m, WI2/3 30 m. Héldu þeir félagar áfram upp á Suðurtind.

hrutfjallstindar4

Leið 7

Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015. 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Ice Climbing

Stóragil

Leið 8

FF. Arnór Guðbjartsson og Helgi Benediktsson um páska 1983

Gráða: PD. Þeirra leið lá síðan upp á Miðtind ofarlega í gilinu, rétt áður en línan tekur áberandi sveig til austurs, skildu þeir skíðin eftir. Á leiðinni niður var ætlunin að skíða niður en minna varð úr því en áætlað var.

hrutfjallstindar2

Mynd 8

Texti og mynd úr leiðarvísi í grein Björgvins Hilmarssonar frá Ársriti Ísalp 2011-2015. 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hrútsfjallstindar
Tegund Alpine

Ísklifurfestival 2016: gott veður og góðir vinir

12698483_10153552352664302_6334417868836987156_o

Nú er helgin liðin og árlega ísklifurfestival ÍSALP afstaðið. Um það bil 37 klifrar mættu í Kaldakinn helgina 12. – 14. febrúar og nutu þar einstakrar gestrisni heimamanna við býlið Björg.

Spáin hans Hlöðvers um gott veður stóðst að venju og lék veðrið við okkur alla helgina. Hitastigið var oftast rétt um frostmark yfir daginn og stöku sinnum sást meira að segja til sólar. Meðan maður stóð við ströndina og sleikti sólina mátti maður spyrja sig hvort hér væri í raun um ísklifurfestival að ræða. Gildir klifrið ef maður drepst ekki úr naglakuli á leiðinni? Reynsla klifraranna náði yfir allan skalann, allt frá grænum byrjendum í vetrarklifur ofurhetjur og skemmtu sér allir konunglega enda um nóg að velja í Kaldakinn.

Klifrað var alla daga og í öllum sektorum svæðisins. Vinsælast var fjöruborðið við svæðið Glassúr þar sem nærri allar mögulegar leiðir og afbrigði voru farin um helgina. Helst má nefna þar frumferðir Albert Leichtfried og Benedikt Purner á ísfossunum sem liggja út í sjóinn. Þar tímasettu þeir sig vel og sprettu á milli alda til að ná upp í Sex on the Beach WI5+ og Shooters WI4+. Matteo Meucci og Halldór Fannar reyndu einnig við nokkrar frumferðir á svæðinu en að góðri íslenskri venju kom í ljós að þetta hafði allt verið farið fyrir langa löngu.

Af öðrum svæðum má helst nefna frumferðir Albert Leichtfried og Benedikt Purner á X-files WI6/M6 í Stekkjastaur sektor og frumferð Arnars Þór Emilssonar og Sveins Eydals á Stönthrút WI4 meðan Freyr Ingi Björnsson og Haukur Már Sveinsson frumfóru Salómon Svarti WI4/5. Stekkjastaur sjálfur var klifraður einu sinni yfir hátíðina af Albert og Benedikt enda í mjög þunnum aðstæðum. Gáfu þeir honum WI6/6+ í núverandi ástandi. Sektor Girnd fékk fáar en góðar heimsóknir og voru þar frumfarnar tvær nýjar leiðir. Matteo Meucci og Halldór Fannar fóru leið sem þræðir nýtt kerti hægra megin við Upprisu Svínanna og fékk leiðin gráðuna WI5+. Albert og Benedikt létu sig ekki vanta og fóru nýja leið á milli Kostulega Postula og E300 sem nefnist Have no fear, have a skyr M7. Einnig má nefna að farnar voru leiðirnar Drífa, Íssól, Hlæjandi Fýlar, Faðir og Sonur, Dramb, Heimasætan ofl. fengu allar heimsóknir.

Á kvöldin var boðið upp á ljúffengan mat að Björgum og á laugardagskvöldið var einnig boðið upp á harmónikku- og gítar undirspil. Eftir að kláruð voru 6 lambalæri og öllu skolað niður með Kalda í boði Kalda þá hélt Albert fyrir okkur myndasýningu úr seinustu ferð hans og Benedikts til Tíbet en myndirnar voru teknar af ljósmyndaranum Elias Holzknecht sem var einnig á svæðinu.

Kærar þakkir til Hlöðvers, Jónu og allra á Björgum sem og allra sem lögðu leið sína norður til að njóta helgarinnar með okkur.

 

Sex on the beach WI 5+

Næst ysta mögulega línan í sectornum Glassúr, ekki almennilega formuð á myndinni

Til að klifra þessa leið þarf að gera annað hvort af tvennu, hlaupa milli alda eftir klettafjörunni, sem næst  fjöru eða síga ofan frá (toppa úr annari leið). Í frumferðinni var það fyrrnefnda gert.

FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner, 14/02 ’16

Mynd: Elias Holzenecht
Klifursvæði Kaldakinn
Svæði Glassúr
Tegund Ice Climbing

X-files WI 6

Vinstra megin við A1, Whish you were here

Þrjár spannir

  1. WI 4
  2. M 6, aðallega 1-2 mixhreyfingar er svo er restin af spönninni WI 6
  3. WI 6 upp á topp

Leiðin var frumfarin á ísklifurfestivali Ísalp 2016, nafnið er tilkomið út af hreyfingu til að hiðra út í seinustu spönnina, þar sem maður er krossfestur í stóru X-i

FF: Albert Leichtfried og Benedikt Purner, 13/02 ’16

Klifursvæði Kaldakinn
Svæði Stekkjastaur
Tegund Ice Climbing

Mávahlátur WI 4

Leið merkt inn sem A8

Leiðin er næsta leið til hægri við Niflheima (A11). Hægra megin við Mávahlátur er svo áberandi rif (sést illa á mynd, mikið af snjó og hún er aðeins yfirlýst þarna), hinu megin við rifið er svo leiðin Aussie Pickings.

Leiðin byrjar á bröttu hafti, ca 10-12m. Eftir það er leiðin mjög slabbandi, auðveld og með kverk svo að frábært er að stíga. Þegar að leiðin var fyrst farin var ísinn mjög mjúkur og þægilegur svo að leiðin var þægileg WI 4, allar líkur eru á að aðstæður geti auðveldlega gert leiðina erfiðari.

Stór snjóhengja var fyrir ofan leiðina og leiðin slabbaði sífellt meira og meira yfir í snjóklifur, sigum því niður á síðasta áberandi ísbunkanum.

FF: Þorsteinn Cameron og Jónas G. Sigurðsson, 05. feb 2016, ca 30m

Klifursvæði Bolaklettur
Svæði Innri-hvilft
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Mávahlátur í Bolakletti from neitsroth on Vimeo.

Amma dreki WI 5+

Hægri leiðin á myndinni

Brattur og tæknilegur. Stoppuðum í efsta bunkanum þar sem það var síðasti séns til að koma fyrir tryggingu. (Sem betur fer fannst góður ís þar sem dugði í megintryggingu)

Sögur herma að þetta hafi verið klifrað í fornöld, engar heimildir eru til um það

FF: Freyr Ingi Björnsson, Eyvindur Þorsteinsson og Eyþór Björgvinsson, 6. febrúar 2018, WI 5+

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Seljalandsfoss
Tegund Ice Climbing

Bjarta hliðin WI 6

Leiðin er skráð sem fyrsta P6 leiðin á Íslandi. P6 gráðan kemur frá því að Palli notaði lengi vel ekki WI 6 gráðuna, lét skalan bara enda í WI 5.

Eftirfarandi ummæli hafa fallið um leiðina

Siggi Tommi: Ja, hvernig á að meta P6 annars?
Þetta var alla vega alveg óheyrilega yfirhangandi og tæknilegt nánast alla leið.
Fyrsta spönnin var sú allra erfiðasta sem ég hef klifrað (mun erfiðari en fyrsta spönnin í Stekkjastaur á Festivalinu í fyrra en Albert og co. sögðu hana vera WI6) og fær Robsterinn stórt prik fyrir að leiða hana svona glæsilega.
Önnur spönnin var aðeins skárri, „bara“ létt í fangið fyrri partinn og svo lúmskt erfitt lóðrétt restina eftir hliðrun undir tjaldi. Erfiðari en flestar 5. gráður sem ég hef prófað og prýðilega leitt hjá Hr. R.
Þriðja spönnin var svo meira hressandi en leit út fyrir með tveimur 5m létt slúttandi höftum og rest aðeins skárri (samtals 25m brattur ís) og svo 25m skrölt upp fyrir brún. Nokkuð hressandi leiðsla fyrir mig en ætli hún hafi ekki verið svona temmileg WI5 (ætli það sé ekki ca. P3? :)
Var Palli búinn að gráða þessa leið annars?

Palli: Til hamingju félagar.

P gráða er gríngráða sem festist á mig þar sem ég gráðaði aldrei hærra er 5. Bjarata hliðin er WI6 en ég hún fékk P til að halda gríninu á lífi.

Neðri hluti leiðarinnar leit út fyrir að vera svipaður og þegar ég fór hana en efrihlutinn leit út fyrir að vera mun erfiðari en um árið.

Þetta gerist nú ekki mikið erfiðar ef þetta á að kallast ísklifur á annað borð.

FF: Palli Sveins og …

 

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Paradísarheimt
Tegund Ice Climbing

Butter and Onions WI 5+

Leiðin er hægri línan á myndinni

Butter And Onions 50M WI5+

It is located on the arête to the left of Lust and about 50 meters to the right of Lost In Iceland. It is an awkward route that follows two different columns. The upper column is very awkward and over hanging. Super fun but steep climbing

Hinu megin við rifið sem skagar út, hægra megin við hægri leiðina, er leiðin Girnd

FA: Wes Bender, Shawn Morgan 2-Feb-2016

Klifursvæði Kaldakinn
Svæði Stekkjastaur
Tegund Ice Climbing

Lost in Iceland WI 5+

Leiðin er vinstri línan á myndinni

Lost In Iceland 130M WI5+

It is located 100 meters right of Stekkjastaur. It starts as a 50 meter WI5+ climbing on vertical to over hanging ice to a hanging belay due to no anchor ice on flatter ground. Then a 50 meter snow slope leading to a final 30 meter WI3+
Hinu megin við rifið sem skagar út, hægra megin við hægri leiðina, er leiðin Girnd

FF: Wes Bender, Shawn Morgan 1-Feb-2016

Klifursvæði Kaldakinn
Svæði Girnd
Tegund Ice Climbing