Rauð lína á myndinni
Til að komast að rótum leiðarinnar þarf að ferðast yfir Skaftafellsjökul. Ef farið er í lok mars eða í apríl, þá ætti ekki að vera snjóhula á honum. Skaftafellsjökull er hinsvegar mjög sprunginn og hafa teymi tekið á bilinu 3-8 tíma að koma sér yfir jökulinn og að rótum fjallsins eftir því hvernig þau hitta á sprungusvæðin.
Í frumferðinni á vegginn var tekinn með útilegubúnaður og tjaldað undir grettistökum við fjallsræturnar.
Orginal leiðin á vegginn byrjar í mikilli snjó brekku og fer síðan inn í Hvelfinguna sem ætti að vera full af ís. þegar komið er upp í hvelfingunni tekur við önnur snjóbrekka. Eftir seinni snjóbrekkuna teuk við belti ísfossa, þar sem að leiðirnar tvær á vegginn sameinast, þarna eru mestu erfiðleikarnir í leiðinni, WI 5 foss. Eftir aðal haftið slaknar aðeins á erfiðleikunum og klifrið upp á topp er ekki tæknilega erfitt, en tortryggt.
Klifrið upp vegginn tók um 5 tíma í frumferðinni. Frá toppi Skarðatinda er best að stefna í norður og þræða niður brekkur þar til að maður kemst niður austanmegin og niður á Skaftafellsjökul. Einnig er hægt að fara niður vestan megin og koma niður í Morsárdal. Báðar niðurleiðir eru varhugarverðar og þá sérstaklega leiðin niður í Morsárdal, félagi í Ísalp dó í þeirri hlíð stuttu fyrir frumferðina 1988.
FF: Snævarr Guðmundsson og Jón Geirsson, vor 1988, 1000m hækkun, gráða TD+
Finna má frábæra grein um leiðina í ársriti Ísalp frá 1989
Eftirfarandi leiðarlýsing er frá Ívari Finnbogasyni, þegar hann fór leiðina 2005
#1
Hvelfingin, líklega um 150m af ís. Mest auðvelt 3.gr. Þegar við Gummi fórum þetta klifruðum við á hlaupandi tryggingum.
#2
Fyrsta hliðrun. Mest megins snjór og auðveldir klettar, tortryggt.
#3
Lítill foss, í okkar tilfelli mixuðum við upp hægramegin þar sem fossinn var akkurat í skotlínunni. Ekki vera of seint á ferð þarna.
#4
Auðveld hliðrun. Þessi brekka er ekki brött.
#5
Er ekki alveg viss um hvar við fórum upp þarna. Öll brekkan var ís og lítið mál að klifra hana.
#6
Stund sannleikans. Hér er maður kominn inn í lítið gil og inni í því er lítill foss. Ísinn er venjulega lélegur. Í okkar tilfelli voru engar millitryggingar og megintrygginguna var einfaldlega hægt að toga út úr slyddunni þegar það var tímabært.
#7
Lokaveggurinn var þunnur snjór og ís ofan á klettum. Hægt var að setja inn einhverja megintryggingu. Auðvelt klifur en gersamlega ótryggjanlegt. Þessi spönn endar á hryggnum.
#8
Þegar hér er komið brosir klifrarinn eins og hann hafi verið í trekant með Naomi Campell og Claudiu Schiffer.
Athugið að þetta er byggt á aðstæðum þegar ég og Gummi Spánverji fórum. Held 1999 frekar en 1998. Þó að það séu reyndar nýjustu upplýsingar um aðstæður á veggnum eru þær ekki alveg up to date! Auk þess er langt síðan og ekki endilega víst að ég muni allt satt og rétt. Enda á þetta að vera ævintýri, ekki satt?
Mann ekki tímasetningar en held við höfum lagt af stað klukkan 05:00 og verið komnir í Skaftafell (tókum niður tjaldið á leiðinni) klukkan 22:30. Líklega tekur það amk 4 tíma að komast undir vegginn frá Skaftafelli. Best að fara inn á miðjan Skaftafellsjökulinn þar sem hann er minnst sprunginn.
Til að komast niður er farið í norður eftir hryggnum og svo niður á jökulinn. Athugið að allir fara of snemma niður og komast í vændræði í ansi bröttum kletta brekkum.
Góða skemmtun og takið fullt af myndum, við frændurnir vorum of stressaðir til að taka myndir.
Klifursvæði |
Öræfajökull
|
Svæði |
Skarðatindar |
Tegund |
Alpine |