Gin Glyms WI 5

Veturinn 2023 var óvenju kaldur;  á suðvesturhorninu var talað um kaldasta veturinn í hundrað ár. Þetta skapaði einstakar aðstæður í Glymsgili og þá sérstaklega fyrir vatnsfallið Glym. Þann 17. janúar héldu íslendingur búsettur á ítalíu og ítali búsettur á Íslandi inn gilið, með það að markmiði að klifra eina af mörgum sögufrægum leiðum innst í gilinu. Það fór hins vegar á annan veg. Sökum einstakra aðstæðna og ruglingslegra teikninga þá klifruðu þeir nýja leið. Á meðan klifrinu stóð töldu þeir sig vera á Sacrifice (WI5+) eða tilbreytingu við Draumaleiðina (WI5+) en síðar kom í ljós að um hvorugt var að ræða.

Fyrri helmingur leiðar liggur beint up í „gin“ Glyms – þar sem flæði vatns er sterkast og fossinn er venjulega opinn og vatnið spýtist úr honum eins og úr gapandi munni.  Leiðin Sacrifice er á vinstri hönd og Draumaleiðin er töluvert til hægri (hún endar á suðurbarmi gilsins). Þessi fyrri partur innihélt heila spönn af yfirhangandi blómkálshausum sem gerði tryggingar nokkuð snúnar og klifrið krefjandi þar sem hver þrívíddarþrautin tók við af annarri. Það má segja að ísmyndanir á þessum hluti hafi minnt á stórar skattar tennur í jötni, sem er afar viðeigandi. Á seinni helmingi leiðar þurfti að hliðra til hægri þar sem fossin var ennþá opinn í efri hlutanum. Nafnið „Gin Glyms“ þykir því lýsa leiðinni nokkuð vel, það er stuðlað sem er vinsæll siður í íslenskri tungu, og svo má vera að áhugi klifrara á Gin&Tonic hafi spilað eitthvað inn í.

Lesa meira

Klifursvæði Glymsgil
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Smérgeirastrípur 5.1/5.2

5.1/5.2

40 m

Auðveldasta leiðin upp á lítinn tind sem kúrir í norðurenda Bolakletts.  Ekki er víst hvort tindurinn beri nafn, en nafn fannst hins vegar ekki í fljótu bragði við leit á veraldarvefnum. Þ.a.l. gefum við tindinum tímabundið nafnið Smérgeirastrípur, í samræmi við all undarleg staðarnöfn í kring, og borgfirskar örnefnahefðir. Ef einhver þekkir til nafns tindsins má endilega koma því áfram til okkar og við skiftum nafninu hér út.

Um 0.5-1 tíma gangur er upp að tindinum upp skriðuna norðan fjallsins, þar til komið er að skorningi sem leiðir upp í söðulinn. Klöngrast er upp mjög auðveldan skorninginn upp í söðul, og þaðan er klifruð suð-austur hlið tindsins. Mjög auðvelt klifur, um 15-20 metrar frá söðli og upp á topp, en tryggingar nokkuð vandasamar og berg mjög laust á köflum. Engu að síður ágætasta ævintýri.

Sigið niður sömu leið, tvær 60 metra línur ná vel niður að skriðu aftur.

FF (?, engin ummerki um aðrar mannaferðir á toppnum): Sigurður Ý. Richter & Atli Már Hilmarsson, febrúar 2023

Klifursvæði Bolaklettur
Svæði Bolaklettur
Tegund Ice Climbing

Ísbað WI 4+

Leiðin er sú fyrsta sem blasir við þegar komið er niður í flæðarmálið eftir lækjafarveginum (sjá myndir). Hún er janframt fyrsta leiðin sem var klifruð á þessu svæði.

Það er torvelt að komast meðfram flæðarmálinu lengra en á fyrsta svæðið sökum öldugangs. Sjávarhæð spilar hér auðvitað inn í en þegar við sóttum þessa hamra heim þá gekk sjór alveg upp að ísnum og vorum við í raun heppnir að komast upp á íssylluna áður en stærstu öldurnar gengu yfir. Þessi sylla var eins og svalir úr ís þar sem sjórinn gekk undir þær þegar hann hamaðist sem mest.

Leiðin var nefnd “Ísbað” sökum þess að seinni spönnin er í raun feitt ískerti sem myndast úr miklum ísúða.  Sá úði var ennþá í fullum gangi þegar við klifruðum og gerði verkefnið meira krefjandi.

Spönn 1: Um 30 metrar WI3+, ýmsir möguleikar til að setja upp akkeri en gætið að ísmyndunum fyrir ofan ykkur. Við völdum einn skásta staðinn með þetta fyrir augum en hann mun seint kallast hættulaus.

Spönn 2: Um 12 metrar WI4+/5, byrjar á hliðrun til hægri en svo er einfaldlega farið beint upp, þar sem kertið er brattast en líka með besta ísinn. Vegna ísbaðsins er best að klifra þetta hratt og fumlaust. 

FF. Halldór Fannar og Ágúst Kristján Steinarrsson 17. mars 2023

Klifursvæði Tröllaskagi
Svæði Klif - Svali sektor
Tegund Ice Climbing

Vondagil Hægri WI 3+

There are a number of interesting gullies or ‘gils’ on the North side of Hvammsheiði accessed from Laxárdalur. The route climbs through the ravine forming the climbers right branch of Vondagil and up the face at it’s head, finishing on the high plateau of Hvammsheiði. The first section which is not visible in the photo consisted of soloing around 350m of WI1+ to WI2+ terrain. The pitched climbing starts a short distance above the obvious junction with the shorter line to the right.

WI3+ 275m.
P1: WI3 30m,
P2: WI3+ 55m,
P3 WI2 60m,
P4: WI3+ 55m,
P5: WI3+ 55m,
P6: M3? 20m.

Rich Bell and Przemek Pakulniewicz, 14/03/2023.

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Lón
Tegund Ice Climbing

Saie biezta WI 3

Climbers: Przemek Jezierski, Helgi Ragnar Jennson

AI2, WI3, M4 400m (?)

First 150-200m is an easy climb up a snowy couloir which is topped with an easy WI3 pitch of ice. After that continue scrambling up snow and omit ice fields and maybe more evident snowy line to go directly into a rocky section (pic 1) with a corner going right (easier when icy, couple of good cracks for both ice tools and protection). Disregard evident snowy couloir and continue up and right towards rock formations pointing up towards the sky (pic 2). Around the first column to your left follow a chimney (big crack for yellow cam – pic 3) and up towards a rib (watch out for dragging rope). Follow up a rib (pic 4) towards a connection with the snowy couloir – on your right a steep wall needing downclimbing – instead go up an easy rock/moss climb to arrive on top of the ridge. Follow the ridge towards the summit.

Klifursvæði Tröllaskagi
Svæði Búrfellshyrna
Tegund Ice Climbing

Cascade de l’EMHM WI 4+

    Team : Cédric Rabinand, Valentin Palardy et Jacques olivier Marie.
Date : 06/03/2023
Name : Cascade de l’EMHM (École militaire de haute montagne)
Grade : WI4+
Length : 70m
Description : you saw the icefall from the road just a the left of „exciting trousers“ in Hraundrangi sector. The icefall is pretty big and large and climbable with 2 pitch. First one of 30 as 40m with a belay on the right. Second one of 15-25m with a belay on the edge of the icefall (better ice) or with a third pitch by joining the rock (Need to build it).
Abseil with one rappel of 60m from the edge.
The icefall can be more difficult if you take steep ice.
Klifursvæði Hörgárdalur
Svæði Hraundrangi
Tegund Ice Climbing

Næturvakt WI 4

Route next to Beta.

3 pitches with the possibility to traverse 50m and join Beta for the last pitch and reach the path that lead back to the Vatnajökull Visitor center in Skaftafell.

Approach 10-15 min from Visitor center.

1st pitch: narrow stripe of ice WI2

2nd Pitch: small step and then easy to reach the base of the column. we used trees for the belay on the right WI2

3rd Pitch: 10m of vertical pillar with hollow ice, then easy to reach a block of ice in the wood for the belay WI4

 

FA: Ágúst Atli Atlason, Matteo Meucci 16/3/2023 WI4 80m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Skaftafellsjökull
Tegund Ice Climbing

Grasgeiri WI 3

Leið vinstra megin við Ýring sem myndast sjaldan og fer auðveldlega á kaf í snjó.

200+m af klifri, álíka löng og Ýringur.

Leiðin er að megninu til WI 2 en nokkur brattari höft ýta gráðunni upp í WI 3

FF: Rakel Ósk Snorradóttir & Grétar ca 2012

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Sunnan í dalnum
Tegund Ice Climbing

Verkefnastjórn WI 3

Milli Þrándarstaðafossa og Ýrings
Að hluta til falið frá veginum
Við fundum þetta í góðu ástandi eftir að lágþrýstingur bræddi flestar aðrar leiðir í Brynjudal
WI3 klifri lýkur eftir ~30m, hægt að halda áfram upp nokkur stutt þrep en ekki alveg þess virði
Annar skemmtilegur WI3 30m upp gilið hægra megin
FF: Brook Woodman & Jay Borchard 23. Jan 2023

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Sunnan í dalnum
Tegund Ice Climbing

Hrímkanína

Vinstra megin við suðurodda Vestri Hnapps.

Rime Rabbit, D-, AI3+, 120m

Aðkoma: Frá Sandfelli er hefðbundið eilífðarþramm, líklega best að fara upp á öskjuna, hliðra inn að Hnapp og ganga niður fyrir hann vestan megin. Ef aðstæður og bílakostur leyfir er beinni og styttri leið frá Sléttubjörgum (keyrt upp veginn að mastrinu ofan við Fosshótelið á Hnappavöllum). Eftir því hvað hægt er að keyra langt er aðkoman um 2-4klst og um 700-1200m hækkun. Besta að fara í austur eftir að komið er á jökul (Stigárjökul) og upp á hrygginn sem liggur niður frá Hnapp.

Leiðin liggur upp greinilega kverk rétt vestan við stólpan syðst á Hnapp. Fyrsta spönn var up 50m, nokkuð brött í byrjun (AI3) en brattinn gefur svo eftir og komið í ágætan og nokkuð skýldan stans. Þaðan var farið áfram augljósa rennu í nokkra metra og svo upp til hægri. Þar sést í þröngan skorstein (EK, um AI3+) sem var klifrað upp. Ágætur stans í brekku ofan við skorsteininn, samtals um 40m. Þá er mesta klifrið búið, hrímaðri brekku fylgt áfram upp og svo stutt haft til að komast upp á topp, um 30m.

Af toppi leiðarinnar er stutt ganga á blátoppinn. Þaðan er besta að halda í vestur (í átt að Rótarfjallshnjúk) og niður þá brekku. Ath að það er jaðarsprunga í þeirri brekku og eftir aðstæðum getur verið nauðsynlegt að tryggja yfir hana.

Tryggingar: Ísskrúfur (sem þarf að grafa eftir, gott að hafa skaröxi), Spectrur og mögulega snjóhæll á toppnum og til að komast niður. Bergið er ekkert sérstakt þarna en ef leiðin er klifruð snemma eða seint gætu fleigar og/eða hnetur komið að notum.

Leiðin er nefnd til heiðurs Red.

FF.: Árni Stefán Haldorsen og Kathryn Gilsson, 2. Mars 2023

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Vestari Hnappur
Tegund Alpine