Eitthvað hefur verið dótaklifrað í Ásbyrgi og herma sögur að þar sé hið ágætasta berg.
Í febrúar 2018 voru Albert Leichtfried og Benedikt Purner á ferð framhjá. Þeir skelltu í eitt stykki leið í tilefni þess, Shelter of the gods, M 10/M 9+.
Í kjölfar þess að leiðin Shelter of the gods var sett upp upphófst umræða um boltun í berginu í Jökulsárgljúfrum. Alpaklúbburinn vill koma þeim skilaboðum til félagsmanna að boltun innan þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum er óheimil.
Eftirfarandi skilaboðum vill þjóðgarðurinn svo koma á framfæri við alla sem hugast klifra í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum:
„Að gefnu tilefni vill þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum koma því á
framfæri við Íslenska Alpaklúbbinn og félagsmenn hans að óheimilt er að valda skemmdum á
jarðminjum í þjóðgarðinum, s.s. með því að festa bolta í berg þannig að varanlegt rask verði.
Allar framkvæmdir í þjóðgarðinum, stórar sem smáar, þurfa að vera í samræmi við ákvæði
laga um Vatnajökulsþjóðgarðs (2007/60) sem og stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins.
Jafnframt skal afla leyfis hjá þjóðgarðsyfirvöldum fyrir öllum framkvæmdum sem ekki eru að
frumkvæði þjóðgarðsins.“